Friday, October 30, 2009

Góð umfjöllun á skak.is

Víkingaklúbburinn hefur fengið góða umfjöllun á skak.is, þar sem forseti Skáksambands Íslands sér um fréttir. Gunnar Björnsson hefur sýnt Víkingaskákinni mikinn áhuga m.a með því að birta fréttir og mæta svo sjálfur óundirbúinn á glæsilegt Íslandsmót 28. október síðasliðinn. Menn hafa held ég áttað sig á því að Víkingaskákin er ekki í neinni keppni við hina klassísku skák. Til þess erum við of fáir sem leika leikinn ennþá. Víkingakskákin er samt ágæt tilbreyting frá hinni hefðbundu skák og getur jafnvel í sumum tilfellum hjálpað til, m.a að upphugsa fórnir osf. Einnig er Víkingaskákin góð leið að sjá mikla hæfileika hjá efnilegum skákmönnum. Nú hefur myndast góð stemming í framhaldi af vel heppnuðu móti. Tafleild Hauka, Vinjar, Taflklúbbs heimspekinema og stúlknaklúbburinn stofna að líkindum litla víkingaskákdeild og í framhaldinu munum við koma á deildarkeppni, þar sem 3-4 manna lið munu keppa um Íslandsmeistaratitil Víkingaskákklúbba. Víkingaklúbburinn á alls ekki sigurinn vísan í þeirri keppni, enda eru t.d tveir Haukamenn strax orðnir mjög sterkir í Víkingaskák. Vonandi taka fleirri félög sig til og stofna litla klúbba til að keppa við þá bestu.

Það er ekki sjálfgefið að Víkingaskákin fái svona góða umfjöllun á skákfréttasíðu, enda telja margir að Víkingaskákin sé háflgerð helgispjöll við skákina. Svo eru aðrir sem sjá að víkingaskák er til tiltölulega hættulaust sport og séríslenskt, eins og skákir annara þjóða. Kínverjar eiga t.d sína skák, sem þeir kalla Xiangqui, Japanir eru m.a með Shogi, Thailendingar með thai-chess (makruk) auk þess sem ýmsar útgáfur eru til af hefbundinni skák, m.a þrívíddartafl. Víkingaskákin hefur það hins vegar fram yfir aðra skákleiki að teflt er á sextrendum reitum, sem gerir skákina enn flóknari!

Umfjöllun á Skak.is

Minningarmótið um Magnús Ólafsson hér:
Íslandsmótið í Víkingaskák hér:
Myndir af mótinu hér:

Thailendingar hafa m.a sitt afbigði af skák. Hún er að sjálfsögðu skyld klassísku skákinni eins og sjá má. Manngangurinn er aðeins öðru vísi, en er auðlærður. Reitirnir á borðinu eru 64 eins og í hinni hefbundnu skák, en í Víkingaskák eru reitirnir 85!

Wednesday, October 28, 2009

Íslandsmótið í Víkingaskák 2009

Stórglæsilegu Íslandsmóti í Víkingaskák lauk í kvöld í húnsæði Vinjar við Hverfisgötu. Tefldar voru 6. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. 20 manns tóku þátt í mótinu, sem jafnframt var alþjóðlegt heimsmeistaramót í greininni. Tveir erlendir ríkisborgarar tóku þátt, þeir Róbert Lagerman USA og Spánverjinn Jose Fonsega. Þetta er fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið og var það glæsilegt í alla staði, þótt margir keppendur hefðu eflaust viljað gera mun betur í víkingaskákinni sjálfri. Margir voru að tefla Víkingaskák í fyrsta sinn og sérstaklega ánægjulegt var að sjá að þrjár stúlkur skráðu sig til leiks og stóðu þær sig með miklum sóma. Efstir og jafnir á mótinu voru Tómas Björnsson og Sveinn Ingi Sveinsson og eru þeir því Íslandsmeistarar í Víkingaskák 2009. Ásrún Bjarnadóttir og Þorbjörg Sigfúsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna og Íslandsmeistari unglinga 15. ára og yngri er Birgir Karl Sigurðsson.

1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 5 16.0 23.0 18.0
Tómas Björnsson 5 14.0 21.0 17.5
3 Jorge Fonseca 4.5 14.5 19.5 15.0
4-6 Ingi Tandri Traustason 4 14.0 21.0 17.0
Kristian Guttesen 4 13.5 18.5 12.0
Róbert Lagerman 4 12.5 19.5 13.0
7-8 Halldór Ólafsson 3.5 15.0 22.5 14.5
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 14.5 20.5 16.0
9-13 Siguringi Sigurjónsson 3 13.0 19.0 13.0
Helgi Ragnarsson 3 13.0 19.0 10.0
Ásrún Bjarnadóttir 3 11.5 15.5 8.0
Haukur Halldórson 3 10.5 17.0 9.0
Þorbjörg Sigfússdóttir 3 8.0 12.0 8.0
14 Arnar Valgeirsson 2.5 12.5 17.5 10.0
15-18 Jón Birgir Einarsson 2 12.5 18.5 7.0
Saga Kjartansdóttir 2 12.0 19.0 9.0
Ólafur Guðmundsson 2 10.5 15.5 7.0
Ólafur B. Þórsson 2 8.0 11.0 4.0
19 Gunnar Björnsson 1 9.5 13.0 2.0
20 Birgir Karl Sigurðsson 0 12.0 17.5 0.0

Cross TableNo Name Feder Rtg 1 2 3 4 5 6
1 Sveinsson, Sveinn Ingi 5:W 3:W 8:D 16:W 2:D 4:W
2 Björnsson, Tómas 10:W 7:D 15:W 4:W 1:D 8:W
3 Fonseca, Jorge 20:W 1:L 12:W 5:W 6:D 7:W
4 Traustason, Ingi Tandri 16:W 14:W 9:W 2:L 8:W 1:L
5 Guttesen, Kristian 1:L 20:W 10:W 3:L 13:W 9:W
6 Lagerman, Róbert 14:D 11:W 7:L 9:W 3:D 10:W
7 Ólafsson, Halldór 11:W 2:D 6:W 8:L 14:W 3:L
8 Rúnarsson, Gunnar Freyr 19:W 15:W 1:D 7:W 4:L 2:L
9 Sigurjónsson, Siguringi 17:W 12:W 4:L 6:L 16:W 5:L
10 Ragnarsson, Helgi 2:L 19:W 5:L 15:W 11:W 6:L
11 Bjarnadóttir, Ásrún 7:L 6:L 20:W 12:W 10:L 17:W
12 Halldórson, Haukur 18:W 9:L 3:L 11:L 15:W 14:W
13 Sigfússdóttir, Þorbjörg 15:L 17:L 18:W 20:W 5:L 16:W
14 Valgeirsson, Arnar 6:D 4:L 19:W 17:W 7:L 12:L
15 Einarsson, Jón Birgir 13:W 8:L 2:L 10:L 12:L 19:W
16 Kjartansdóttir, Saga 4:L 18:W 17:W 1:L 9:L 13:L
17 Guðmundsson, Ólafur 9:L 13:W 16:L 14:L 18:W 11:L
18 Þórsson, Ólafur B. 12:L 16:L 13:L 19:W 17:L 20:W
19 Björnsson, Gunnar 8:L 10:L 14:L 18:L 20:W 15:L
20 Sigurðsson, Birgir Karl 3:L 5:L 11:L 13:L 19:L 18:L



Víkingaskák

MARGIR HAFA VERIÐ AÐ SPYRJA UM KENNSLU Í VÍKINGASKÁK. VIÐ MUNUM Á HEIMASÍÐUNNI BIRTA KENNSLUHEFTI SEM GEFIÐ VAR ÚT Á SÍNUM TÍMA AF MAGNÚSI ÓLAFSSYNI. M.A GAF FRIÐRIK ÓLAFSSON STÓRMERKILEGA UMSÖGN UM LEIKINN. VIÐ BIRTUM HÉR MEÐ 1. KAFLA Í KENNSLUHEFTINU.


Víkingaskák er ný skák eða nýtt manntafl, sem fundið var upp á Íslandi af Magnúsi Ólafsyni. taflborð vikingaskákarinnar samanstendur af 85 sextrendingum, sem skipa 9 raðir og eru í þrem litum.

Hvort lið samanstendur af 9 mönnum og 9 peðum. Hvort lið hefur sinn lit. Nöfn taflmanna eru hin sömu og í hinni klassísku skák og níundi maðurinn hietir Víkingur.

Manngangurinn er mjög líkur manngangi hinnar klassísku skákar og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr.

Klassísk skák skiptist í þrjá hluta: Byrjun, miðtafl og endartafl, en í víkingaskák í fjóra hluta: Liðskipun, byrjun, miðtafl og endatafl.

Í hinni klassísku skák eru tvær stefnur, en í víkingaskák eru stefnurnar þrjár.

Friðrik Ólafsson stórmeistari herfur kynnt sér víkingaskák og gefið eftirfarandi umsögn:

"Það er greinilegt, að þetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna þess að það eru þrjár stefnur í borðinu í staðinn fyrir tvær. Svo eru fleirri menn og fleirri reitir.

Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarað með vörn eða gagnhótun, en´i víkingaskák komast liðin ekki í snertingu hvort við annað fyrr en eftir eina tíu leiki. Það tekur t.d. 4 leiki að hóta með biskupi í byrjuninni í víkingaskák. þar þarf að leika fyrst tveim peðum fram og síðan biskupnum tvo leiki. Manngangur víkingaskákarinnar er auðlærður, en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefnum í borðinu.

ég býst við að það verði að byggja upp skákfræðin fyrir víkingaskákina frá grunni. Þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. að hafa sterkt miðborð, að koma mönnunum fljótt (út) og veikja ekki kóngstöðuna, en aðferðin til að gera þetta verður allt öðruvísi í víkingaskák.

Um gang mannanna er það að segja, að hrókurinn kemst ekki nema á helming reitanna og er því veikari, en biskupinn kemst aftur á móti á alla reiti á borðinu og er því mun sdterkari en í venjulegri skák. Mislitir biskupar verður þar með óþekkt hugtak í víkingakákinni. aftur á móti verður ekki um að ræða þar mislita hróka, því að allir hrókarnir ganga á sömu reitunum.

Víkingaskákir verða lengri bæði varðandi leikjafjölda og leiktíma. Þar er um fleirri möguleika að ræða og tilflutningur liðsins er hægari.

Þrátt fyrir göfgi hinmnar klassísku skákar hafa alltaf öðru hverju verið gerðar tilraunir til að breyta henni með því að fækka eða fjölgamönnum og reitum. Ein tilraunin fól í sér 8 taflborð hvert yfir öðru. Allar hafa þessar tilraunir misheppnast. Ástæðan er að líkindum sú, að hin klassíska skák er í grundvallaratriðum á ferhyrndum reitum. Það grundvallaratriði breytist ekki, þótt reitum sé fækkað eða fjölgað.

Með víkingaskákinni er fundinn nýr grundvöllur: Sexstrendir reitir á rétthyrndu borði.

Þessi nýja skák, víkingaskákin, hefur verið reynd af skákmönnum á öllum stigum, og menn hafa talið sig hafa fundið þarna skák, sem í grundvallaratriðum er ólík hinni klassísku skák, skák á hinum sexstrenda reit.

Víkingaskákin hefur reynst mjög þroskandi fyrir hinn klassíska ska´kmann. hann áttar sig auðveldar á tveim stefnum hins klássíska taflborðs, eftir að hafa glímt við þrjár stefnur á borði víkingaskákarinnar. Þetta ættu skákmenn að hagnýta sér. Þannig má gera ráð fyrir, að bæði góðir og l´legir skákmenn leiki víkingaskák jafnhliða hinni klassísku skák.

Nýr grundvöllur skákar hefur vissulega kosti umfram hinn eldri til að bera saman skáksnilli leikmanna, þar sem hin fræðilega þekking hefur ekki áhrif á hina reunverulegu eiginhæfni leikmanns til að stjórna mönnunum. Þannig standa vonir til að víkingask´kin reynist NÝTT TÆKI TIL SAMANBURÐAR Á SKÁKSNILLI-NÝTT TAKI TIL SKÁKLEIKS.

Wednesday, October 21, 2009

Tuesday, October 20, 2009

Æfing á 108 bar

Önnur sérstök æfing fyrir Íslandsmótið í Víkingaskák var haldin á 108 bar í Ármúla í kvöld. Æfingin heppnaðist mjög vel og eru væntanlegir keppendur að komast í feiknaform. Annað kvöld verður svo sérstök æfing með skákfélagi heimspekinema. Sérstakar aukaæfingar verður svo hægt að skipuleggja í samvinnu við Skákfélg Vinjar og formans þess, Arnar Valgeirssonar. Við viljum endilega hvetja konur til að skrá sig til leiks því í húfi er fyrsti Íslandsmeistartitill kvenna í Víkingaskák. Einnig eru veitt sérstök unglinga & öldungaverðlaun.







Friday, October 9, 2009

Meistaramótið

Á fundi í Víkingaklúbbnum fyrir stuttu var mótaáætlun klúbbsins samþykkt m.a um heimsmótið sjálft, þs Minningamótið um Magnús Ólafsson.


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009 fer fram í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík miðvikudaginn 28 október kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Æfingamót vegna Meistaramóts verður haldið í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 19 október kl. 13.00 og aukaæfing verður á 108 bar. Ármúla 7 Reykjavík, þriðjudaginn 20 október og hefst hún stundvíslega kl. 20.00

Verðlaun eru sem hér segir:


  • 1) 20.000 kr.

  • 2) 15.000 kr.

  • 3) 10.000 kr.

  • 4) 5.000 kr.

  • 5) 4.000 kr.

Aukaverðlaun:



  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 5.000 kr.

  • Efsta konan: 5.000 kr.

  • Efsti öldungurinn 50 ára og eldri : 5.000 kr.


Myndir

Friday, October 2, 2009

Jón Úlfljót sigrar á fimmtudagsæfingu

Hinn hörkusterki B-Víkingur Jón Úlfljótsson sigraði á fimmtudagsæfingu í TR um daginn.

Úrslit hér:

Víkingaklúbburinn efstur í 4. deild.

Víkingaklúbburinn er nú efstur eftir 4. umferðir á Íslandsmóti skákfélaga. Í öðru sæti er B-lið Víkingaklúbsins sem hefur komið mest á óvart í 4. deild. Í liðinu eru m.a gamlir jaxlar eins og Jón Úlfljótsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Óskar Haraldsson, Þröstur Þórsson og Ágúst Örn Gíslason svo fáeinir séu nefndir. A liðinu gekk ekki eins vel í upphafi og töpuðu stórt fyrir b liði KR í fyrstu umferð. M.a lék formaður klúbbsins skákinni illa af sér í lokinn gegn sínum andstæðingi. Liðið tók sig svo vel á í síðustu þrem umferðunum og náðu efsta sætinu í lokinn. B-liðið á hins vegar heiður skilið fyrir frábæra baráttu. Nánar er hægt að lesa um Íslandsmótið hér:

Vin

Formaðurinn tók þátt í skákmóti í Vin og varð í öðru sæti.

Úrslit má m.a nálgast hér: