Friday, October 2, 2009

Víkingaklúbburinn efstur í 4. deild.

Víkingaklúbburinn er nú efstur eftir 4. umferðir á Íslandsmóti skákfélaga. Í öðru sæti er B-lið Víkingaklúbsins sem hefur komið mest á óvart í 4. deild. Í liðinu eru m.a gamlir jaxlar eins og Jón Úlfljótsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Óskar Haraldsson, Þröstur Þórsson og Ágúst Örn Gíslason svo fáeinir séu nefndir. A liðinu gekk ekki eins vel í upphafi og töpuðu stórt fyrir b liði KR í fyrstu umferð. M.a lék formaður klúbbsins skákinni illa af sér í lokinn gegn sínum andstæðingi. Liðið tók sig svo vel á í síðustu þrem umferðunum og náðu efsta sætinu í lokinn. B-liðið á hins vegar heiður skilið fyrir frábæra baráttu. Nánar er hægt að lesa um Íslandsmótið hér:

No comments:

Post a Comment