Wednesday, October 28, 2009

Víkingaskák

MARGIR HAFA VERIÐ AÐ SPYRJA UM KENNSLU Í VÍKINGASKÁK. VIÐ MUNUM Á HEIMASÍÐUNNI BIRTA KENNSLUHEFTI SEM GEFIÐ VAR ÚT Á SÍNUM TÍMA AF MAGNÚSI ÓLAFSSYNI. M.A GAF FRIÐRIK ÓLAFSSON STÓRMERKILEGA UMSÖGN UM LEIKINN. VIÐ BIRTUM HÉR MEÐ 1. KAFLA Í KENNSLUHEFTINU.


Víkingaskák er ný skák eða nýtt manntafl, sem fundið var upp á Íslandi af Magnúsi Ólafsyni. taflborð vikingaskákarinnar samanstendur af 85 sextrendingum, sem skipa 9 raðir og eru í þrem litum.

Hvort lið samanstendur af 9 mönnum og 9 peðum. Hvort lið hefur sinn lit. Nöfn taflmanna eru hin sömu og í hinni klassísku skák og níundi maðurinn hietir Víkingur.

Manngangurinn er mjög líkur manngangi hinnar klassísku skákar og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr.

Klassísk skák skiptist í þrjá hluta: Byrjun, miðtafl og endartafl, en í víkingaskák í fjóra hluta: Liðskipun, byrjun, miðtafl og endatafl.

Í hinni klassísku skák eru tvær stefnur, en í víkingaskák eru stefnurnar þrjár.

Friðrik Ólafsson stórmeistari herfur kynnt sér víkingaskák og gefið eftirfarandi umsögn:

"Það er greinilegt, að þetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna þess að það eru þrjár stefnur í borðinu í staðinn fyrir tvær. Svo eru fleirri menn og fleirri reitir.

Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarað með vörn eða gagnhótun, en´i víkingaskák komast liðin ekki í snertingu hvort við annað fyrr en eftir eina tíu leiki. Það tekur t.d. 4 leiki að hóta með biskupi í byrjuninni í víkingaskák. þar þarf að leika fyrst tveim peðum fram og síðan biskupnum tvo leiki. Manngangur víkingaskákarinnar er auðlærður, en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefnum í borðinu.

ég býst við að það verði að byggja upp skákfræðin fyrir víkingaskákina frá grunni. Þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. að hafa sterkt miðborð, að koma mönnunum fljótt (út) og veikja ekki kóngstöðuna, en aðferðin til að gera þetta verður allt öðruvísi í víkingaskák.

Um gang mannanna er það að segja, að hrókurinn kemst ekki nema á helming reitanna og er því veikari, en biskupinn kemst aftur á móti á alla reiti á borðinu og er því mun sdterkari en í venjulegri skák. Mislitir biskupar verður þar með óþekkt hugtak í víkingakákinni. aftur á móti verður ekki um að ræða þar mislita hróka, því að allir hrókarnir ganga á sömu reitunum.

Víkingaskákir verða lengri bæði varðandi leikjafjölda og leiktíma. Þar er um fleirri möguleika að ræða og tilflutningur liðsins er hægari.

Þrátt fyrir göfgi hinmnar klassísku skákar hafa alltaf öðru hverju verið gerðar tilraunir til að breyta henni með því að fækka eða fjölgamönnum og reitum. Ein tilraunin fól í sér 8 taflborð hvert yfir öðru. Allar hafa þessar tilraunir misheppnast. Ástæðan er að líkindum sú, að hin klassíska skák er í grundvallaratriðum á ferhyrndum reitum. Það grundvallaratriði breytist ekki, þótt reitum sé fækkað eða fjölgað.

Með víkingaskákinni er fundinn nýr grundvöllur: Sexstrendir reitir á rétthyrndu borði.

Þessi nýja skák, víkingaskákin, hefur verið reynd af skákmönnum á öllum stigum, og menn hafa talið sig hafa fundið þarna skák, sem í grundvallaratriðum er ólík hinni klassísku skák, skák á hinum sexstrenda reit.

Víkingaskákin hefur reynst mjög þroskandi fyrir hinn klassíska ska´kmann. hann áttar sig auðveldar á tveim stefnum hins klássíska taflborðs, eftir að hafa glímt við þrjár stefnur á borði víkingaskákarinnar. Þetta ættu skákmenn að hagnýta sér. Þannig má gera ráð fyrir, að bæði góðir og l´legir skákmenn leiki víkingaskák jafnhliða hinni klassísku skák.

Nýr grundvöllur skákar hefur vissulega kosti umfram hinn eldri til að bera saman skáksnilli leikmanna, þar sem hin fræðilega þekking hefur ekki áhrif á hina reunverulegu eiginhæfni leikmanns til að stjórna mönnunum. Þannig standa vonir til að víkingask´kin reynist NÝTT TÆKI TIL SAMANBURÐAR Á SKÁKSNILLI-NÝTT TAKI TIL SKÁKLEIKS.

No comments:

Post a Comment