Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri laugardaginn 10. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár. Úrslit mótsins urðu þau að afmælisbarnið "kom" sá og sigraði og leyfði einungs eitt tap, gegn Tómasi Björnsyni og endaði með 6. vinninga. Stefán Þór Sigurjónsson kom annar með 5. vinninga. Tómas Björnsson og Ólafur B. Þórsson komu svo næstir í 3-4 sæti með 4.5 vinninga. Lokaumferðin var æsispennandi, því þá mættust Sveinn Ingi og Gunnar Fr. í æsispennandi skák. Ef Sveinn hefði unnið þá hefðu Stefán Þór og Sveinn náð Gunnari að vinningum. Tefltar voru 10. mín. skákir allir við alla.
Úrslit:
1 Gunnar Fr. Rûnarsson 6.0 vinningar.
2 Stefán Þór Sigurjónsson 5 vin.
3-4 Ólafur B. Þórsson 4.5 vin.
3-4 Tómas Björnsson 4.5 vin.
5 Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 vin
6-7 Halldór Ólafsson 2.0 vin.
6-7 Sigurður Ingason 2.0 vin
8 Orri Víkingsson 0.0 vin
Môtið var með óvenjulegu sniði í ár, því i fyrsta skipti var teflt svokallað "Hróksafbrigði" eða Sturlungaskák, eins og þetta var líka kallað. Í þessu afbriðgði er leyfilegt að færa hrókinn á þær línur sem hann kemst ekki á að öllu jöfnu í víkingaskák, þs b, d, f og h línu. Það fer þannig fram að hrókurinn getur fært sig einn leik til hliðar, þegar hann ferðast á milli lengdarlína. Þetta afbrigði er stórskemmtilegt og gerir sóknartilburði í byrjun og endatöfl miklu frjálslegri. Almennt var gerður góður rómur að þessari nýbreyttni, en framtíðin verður að leiða í ljós hvort þetta afbrigði verði verði vinsællt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment