Stefán Þór Sigurjónsson varð á miðvikudagskvöld fyrsti atskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar. Mótið fór fram í Laugarlækjaskóla og 14. keppendur tóku þátt í bráðfjörugu móti, en umhugsunartíminn var 15. mínútur á skák og tefldar voru 6. umferðir. Sigurstanglegastur fyrirfram var fidemeistarinn Ólafur B. Þórsson, en ferðaþreyta var að há honum á mótinu, enda nýlentur á klakanum eftir Kanadaævintýri.
Stefán Þór endaði með 5.5 vinninga og leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Gunnari Finnssyni. Í öðru sæti varð Sigurður Ingason með 4.0 vinninga. Þriðji varð Gunnar Fr. formaður með jafn marga vinninga, en lægri á stigum. Unglingameistari Þróttar að þessu sinni urðu tveir, Rafn Friðriksson og Arnar Ingi Njarðarsson og munu þeir tefla einvígi um sjálfan verðlaunapeningin, en báðir stunda þeir nám við Laugarlækjaskóla hjá Svavari Viktorssyni skákþjálfara. Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins var heiðursgestur á mótinu og lék hann fyrsta leikinn í skák Gunnars Fr og Ólafs B. Þórssonar.
Úrslit:
1. Stefán Þór Sigurjónsson 5.5 v af 6.
2. Sigurður Ingason 4.0
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0
4. Ólafur B. Þórsson 3.5
5. Svavar Viktorsson 3.5
6. Gunnar Finnsson 3.5
7. Magnús Magnússon 3.5
8. Hörður Garðarsson 3.0
9. Ingimundur Guðumundsson 3.0
10. Jón Úlfljótsson 2.5
11. Rafnar Friðriksson 2.0
12. Arnar Ingi Njarðarsson 2.0
13. Garðars Sigurðsson 1.0
14. Jôhannes Kári Sólmundarsson 1.0
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment