Wednesday, September 14, 2011

Víkingaklúbburinn-Þróttur

Vikingaklúbburinn mun nú í fyrsta sinn senda lið í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga, en liðið sigraði 3. deildina í ár og 4. deildina í fyrra. Víkingaklúbburinn mun nú keppa í fyrsta skipti undir merkjum Knattspyrnufélagsins Þróttar og mun hin nýja skákdeild senda þrjú lið til leiks, en auk A-liðs félagsins mun liðið eiga B og C lið í 4. deildinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þróttarar eiga skáklið í keppni sterkustu félaga landsins, en Þróttarar hafa aldrei verið þekktir fyrir að vinna sigra í skákinni undir merkjum félagsins, en það breyttist nú í ár, því nýlega unnust tvö merkileg afrek.

Fyrst má nefna hin glæsilega árangur í keppni stuðningsmanna liðanna þar sem Þróttarar urðu óvænt í 2. sæti á Reykjarvíkurmóti íþróttafélaga á Hlíðarenda, en lið Vals og Fram var skipuð tómum titilhöfum. Það voru hinir vösku Ingvar Þór Jóhannesson fyrirliðið liðsins, Svavar Viktorsson og Þorgeir Einarsson sem áttu stærstan þátt í að koma Þróttaraliðinu saman.
Úrslit hér:

Skákdeild Þróttar og Víkingaklúbbsin náði svo frábærum árangri í hraðkeppni taflfélaga sem er að ljúka. Víkingaskákdeildin vann þrjár viðureignir gegn sterkum liðum. Fyrst var 1. deildarlið Fjölnis lagt að velli. Síðan var röðin komin að Haukum og í 8. liða úrslitum var Skákfélag Íslands lagt að velli. Í 4. liða úrslitum vann svo Hellir Skákdeildina í hörkubardaga, en teflt var í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Niðurstaðan var 3-4 sæti, sem er frábær árangur í keppni sterkustu skákfélaga landsins í hraðskák.

Kynning á hraðkeppni taflfélaga, frétt hér:
Víkingar lögðu Fjölni í undankeppni, frétt hér:
Víkingar lögðu Hauka í 16. liða úrslitum, frétt hér:
Víkingar lögðu Skákfélag Íslands í 8. liða úrslitum, frétt hér:
Undanúrslit hér:



No comments:

Post a Comment