Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2473) einn sigursælasti
íslenski skákmaður síðustu ára gekk i vikunni til liðs við Víkingaklúbbinn, en Stefán var áður félagi í Taflfélagi Bolungarvíkur. Óþarfi er að telja upp öll afrek Stefáns á síðustu árum, en Stefán var útnefndur Stórmeistari á síðasta ári, þegar hann náði 2500 stiga markinu eftir kröftuga taflmennsku. Stefán á eftir að auka skáklíf Víkingaklúbbsins í vetur, en Stefán er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur í klúbbinn á árinu
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment