Wednesday, August 15, 2012

Víkingar æfa sig

Víkingaklúbburinn er þessa dagana að einbeita sér að hraðkeppni taflfélaga, enda lítil starfsemi í klúbbnum í sumar.  Þegar þetta er ritað hefur Víkingaklúbburinn slegið út tvö öflug lið, fyrst Vestmannaeyinga í forkeppninni og Reykjanesbæ í 16-liða úrslitum keppninnar.  Hér eru nokkur mót sem hraðskákmenn klúbbsins hafa tekið þátt í, til að halda sér í formi fyrir hraðskákmót Taflfélaga. 

Magnús Örn Úlfarsson stóð sig með prýði á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram inni í hinu skemmtilega Kornhúsi Árbæjarsafns á meðan úti geysaði rok og rigning. Tuttugu og níu skákmenn mættu til leiks á þetta skemmtilega skákmót sem er einskonar óopinbert upphaf á skákvertíðinni.

Úrslit urðu þau að Magnús Örn Úlfarsson og Daði Ómarsson urðu jafnir og efstir með 6 vinninga úr 7 skákum, en Magnús var úrskurðaður sigurvegari á stigum. Nokkuð athyglisvert að þeir mættust aldrei á mótinu.  Úrslit hér:

Gunnar Fr. Rúnarsson og Þorvarður Fannar Ólafsson tóku þátt í Íslandsmóti skákmann í golfi og stóður sig þokkalega báðir.  Sérstaklega stóðu þeir sig vel í skákhluta mótsins, en Gunnar varð í 2. sæti, en næst neðstur í golfinu.  Gunnar var með performance upp á 2239 stig í skákinni, en Þorvarður var í miðjum hóp.  Úrslit hér:

Fjórir Vìkinar tóku þátt í glæsilegu minningarmóti um Hauk Angatýsson sem haldið var í Vin mánudaginn 13. ágúst.  Svo skemmtielga vildi til að í þrem efstu sætunum urðu þeir Víkinga-fóstbræður, Ólafur B., Gunnar Fr. og Stefán Þór.  Òlafur B. Þórsson varð efstur með 6. vinninga af sex mögulegum.  Í öðru sæti kom Gunnar Fr. með 4.5 af sex, en Stefán Þór varð í 3-4 sæti með 4. vinninga.  Úrslit hér:

Nokkri linkar:

Töfluröð fyrir ìslandsmót skákfélaga hér:

Víkingaklúbburinn lagði Goðann í úrslitaviðureign hér:
Vikingaklúbburinn lagði Helli í undanúrslitum hér:
Víkingaklúbburinn lagði TR í 8 liða úrslitum  hér:
Víkingaklúbburinn lagði Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum hér:
Víkingaklúbburinn lagði Vestmannaeyjar í forkeppninni hér:
Umræður um keppnina á skákhorninu hér: & hér:
Hraðskákkeppni taflfélaga:  dagskrá og reglur hér:
Goðinn sigrar SA hér:
Garðabæingar lögðu Bridgefélagið hér:
Hellir lagði SFÍ hér:
TG lagði Vinverja hér:
Goðinn lagði Bola hér
Akureyri lagði Máta hér:
Bridgefélagið lagði Akranes hér:
TR lagði Fjölni hér:
Hellir lagði Selfoss hér:
Selfoss lagði Hauka hér:
Frétt um mótið hér:








No comments:

Post a Comment