Wednesday, August 15, 2012

Víkingaklúbburinn lagði Reykjanesbæ í hraðkeppninni

Víkingaklúbburinn og Skákfélag Reykjanesbæjar mættust í 16-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga þriðjudaginn 15. ágúst í Skáksambandinu.  Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð 56.5 vinningar gegn 15.5 vinningum Reykjanesbæjar.  Reykjanesbær saknaði reyndar síns sterkasta manns IM Björgvins Jònssonar.  Staðan í hálfleik var 28.5 v. gegn 7.5 v. fyrir Víkingaklúbbinn.

Magnús Örn Úlfarsson var bestur Víkinga, en hann vann allar tólf skákir sínar.  Davíð Kjartansson fékk 11.5 vinninga af tólf og Òlafur B. Þórsson fékk 10 v. af tólf.  Þorvarður Fannar stóð sig einnig frábærlega með 7.5 vinninga af átta mögulegum.  Bestur Reyknesinga var Jóhann Ingvarsson með 4 v. af tólf, en Haukur Bergman og Siguringi Sigurjónsson fengu 3. v. af tólf.

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Magnús Örn Úlfarsson 12.v af 12 (100%)
Davíð Kjartansson 11.5 vinningar af 12 (95.8%)
Ólafur B. Þórsson 10 v. af 12 (83.3%)
Þorvarður Fannar Ólafssson 7.5.v af 8 (93.8%)
Stefán Þór Sigurjónsson 6.v af 8 (75%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 4 v af 4 (100%)
Sigurður Ingason 3.v af 7 (43%)
Jónas Jónasson 1.5 v. af 2 (75%)
Jón Úlfljótsson 1.v af 3
Gunnar Ingibergsson 0. v af 4
Ágúst Örn Gíslason tefldi ekki að þessu sinni

Besti árangur Reyknesinga:

Jóhann Ingvarsson 4. v af 12 (33%)
Haukur Bergman 3. v af 12 (25%)
Siguringi Sigurjónsson 3. v af 12 (25%)
Ólafur Ingason 2.5 v. af 12
Agnar Ólsen 2. v af 12
Helgi Jónatansson 1. v af 12




No comments:

Post a Comment