Sunday, September 23, 2012

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins haustið 2012

Starfsemi Víkingaklúbbsins fer örlítið seinna af stað en í fyrra.  Æfingar eru áfram hálfsmánaðarlega, en félagsheimili Víkingaskákmanna í Norðumýrinni er enn í viðgerð, en Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagið Víkingur verða í samstarfi um skákæfingar fyrir veturinn 2012-13 í Víkinni.  Í Víkinni er frábær aðstaða til skákyðkunnar, thar sem Víkingar og Víkingar munu sameinast um virka skákstarfsemi í vetur.

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins haustið 2012

Unglingaæfingar í Víkingsheimilinu:

3. október.  17.00-19.00. 
17. október.  17.00-19.00.
31. október.  17-00-19.00. 
14. nóvember.  17-00-19.00.
12. desember.  17-00-19.00.

Skákæfingar, Víkingaskákæfingar og mót


5. september. Víkingaskák: Afmælismót formanns. "Heilin og höndin" (Álftamýri 56). kl 20.00.
3. október. Skák: Meistaramót Víkingaklúbbsins í atskák. 6 umf. 15 mín skák.  (Víkingsheimilið).  kl 20.00.
17. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið í Víkingaskák. 10 mín. (Víkingsheimilið).  kl. 20.00.
31. okt. Skák. Meistaramótið í 10 mín.  (Víkingsheimilið).  kl 20.00.
14. nóv. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín.  (Víkingsheimilið).  kl 20.00.  
28. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Vin Hverfisgötu).  kl. 20.00.
12. desember: Skák: Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskáḱ. 7. umf. 2x5. min. (Víkingsheimilið).  kl. 20.00.
28. desember:  (föstudagur). Skáḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Skáksamband Íslands Faxafeni).  kl 20.00

Thursday, September 20, 2012

Víkingaklúbburinn sigrar á hraðskákmóti taflfélaga árið 2012!

Æsispennandi úrslitaeinvígi milli Víkingaklúbbsins og Goða-Máta fór fram fimmtudagskvöldið 20. september, en leikurinn fór fram á hlutlausum velli í húsnæði Sensa, Kletthálsi 1.  Nokkrir áhorfendur komu að sjá hrikalegt einvígi, sem gat farið á hvorn veginn sem var.  Eftir að allar skákir höfðu verið tefldar þá var staðan hnífjöfn, en bæði liðin voru með jafnmarga vinninga 36-36.   Eftir mikla rekistefnu var ákveðið að það færi fram bráðabani, en honum lauk með naumum sigri Víkingaklúbbins 3.5-2.5.

Bráðabaninn:

Stefán Kristjánsson- Þröstur Þórhallsson 0.5-0.5
Björn Þorfinnson-Helgi Áss 1-0
Magnús Örn - Þröstur Árnason 1-0
Davíð Kjartansson - Ásgeir Ásbjörnsson 1-0
Gunnar Fr. - Einar Hjalti Jensen 0-1
Stefán Þór- Kristján Eðvarðsson 0-1
 
Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Stefán Kristjánsson 8.5 v af 12
Björn Þorfinnsson 8. v af 12
Magnús Örn Úlfarsson 8. v af 12
Davið Kjartansson 5.5 v. 12
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 v af 12
Stefán Sigurjónsson 2.5.v af 8
Lárus Knútsson 1 v. af 4

Besti árangur Goða-Máta:

Þröstur Þórhallsson 7. v af 12
Helgi Áss Grétarsson 8. v af 12
Sigurður Daði Sigfússon 4. v af 11
Ásgeir Ásbjörnsson 5.5 af 12
Einar Hjalti Jensson 5. v. af 10
Kristján Eðvaldsson 4.5 af 12  
Þröstur Árnason 1.5 v. af 5




Tuesday, September 11, 2012

Nýjir Víkingar!

Pavel Eljanov (2684) er úkraínskur stórmeistari fæddur 1983.  Pavel verður stafnbúi Víkinga á Íslandsmóti skákfélaga í haust, en Stafnbúar voru vígamenn er stóðu í stafni herskipa og var þeim falinn sá virðingarstarfi að aflífa sem flesta úr framvarðarsveit andstæðinganna. Hið rammíslenska skákfélag Víkingaklúbburinn hefur nú valið sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins, en Pavel er sóttur alla leið í Garðaríki, sem nú heitir Úkraína.  Hér á öldum áður herjuðu víkingar í austurveg um Eystrasalt, sigldu upp eftir ám og stofnuðu m.a Kænugarð, sem nú heitir Kiev og þangað fóru Víkingar nútímans í  Víkingaskáklúbbnum og náðu í Úkraínumanninn sterka.  Eljanov er einn stigahæsti skákmaður heims, með tæplega 2700 eló stig, en árið 2010 var hann með 2761 stig og var um tíma stigahæsti skákmaður Úkraínu á undan Ponomaríov og Ivanchuk og sjötti stigahæsti skákmaður heims.

Wesley So (2653) fæddur 1993 er einn efnilegasti skákmaður heims ættaður frá Philipseyjum.  Víkingar nútímans fengu þennan sterka austurlandabúa til að telfa hér, en hér á Íslandi eru landar hans sennilega næst fjölmennastir af öllum aðfluttum nútíma Íslendingum.  So er einungis 18. ára og er í mikilli framför og er mjög vinsæll í heimalandi sínu.  Wesley So tefldi á 1. borði fyrir Philipseyjar á síðasta Ólympíumóti.

Bartozs Socko (2626) er pólskur stórmeistari fæddur 1978.  Bartozs er einn sterkast skákmaður Póllands.  Bartozs er gífurlega öflugur skákmaður og náði hæst í 2670 elóstig.  Bartozs var einn af lykilmönnum pólska liðsins sem tefldi á Ólympíumótinu í Tyrklandi, en hann hefur átt fast sæti í því liði síðan um aldamótin.

Grzegorz Gajewski (2628) er pólskur stórmeistari fæddur 1985.

Marcin Dziuba (2581) er pólskur stórmeistari fæddur 1983.

Emanúel Berg (2576) er sænskur stórmeistari fæddur árið 1981.

Monika Socko (2463) er pólskur stórmeistari karla og kvenna fædd 1978.  Frægasti mótasigur hennar er sigur hennar í Arctic Chess Challenge í Trömsö árið 2009, en þar var hún m.a á undan mörgum ofurstórmeisturum, m.a eiginmanni sínum Bartozs Socko!

Saturday, September 8, 2012

Afmælismót formanns

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri föstudaginn 7. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár. Úrslit mótsins urðu þau að afmælisbarnið "kom" sá og sigraði og leyfði einungs eitt jafntefli gegn Halldóri Ólafsyni.  Ólafur B. Thórsson kom næstur með 2. vinninga.  Upphaflega stóð til að keppa í heilinn og höndinm en tháttaka var ekki næg til að keppa í theirri skemmtilegu grein að thessu sinni.

Úrslit:

1 Gunnar Fr. Rûnarsson 2.5 vinningar.
2 Ólafur B. Thórsson 2.0 v.
3.Halldór Ólafsson 1.5 v.
4. Stefán Thór Sigurjónsson 0.v.
 

Víkingaklúbburinn lagði Helli!

Víkingaklúbburinn og Taflfélagið Hellir mættust í 4-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 7. september í Garðabæ (Á sama tíma og TG-Goðinn).  Viðureignin var heimaleikur Hellismanna, en TG lánuðu húsnæði sitt.  Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð 51 vinningar gegn 21 vinningum Hellismanna.  Björn  Þorfinnsson var með besta skor Víkinga 11. v af 12, en Andri Áss var bestur Hellismanna með 6.5 v. af 12 mögulegum.

Viðureignirnar fóru eftirfarandi:

2-4, 1-5, 2-4, 1.5-4.5, , 2-4, 2-4, , 0-6, 2-4, 1.5-4.5, 2.5-3.5, 1-5, 3.5-2.5

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Björn Þorfinnsson 11. v af 12 (92%)
Ólafur B. Þórsson 9. v. af 11 (82%)
Magnús Örn Úlfarsson 8. v af 12 (67%)
Stefán Kristjánsson 7. v. af 8 (88%)
Stefán Sigurjónsson 4.5 v. af 8 (56%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 4 v af 6 (67%)
Þorvarður Fannar Ólafssson 3.5.v af 8 (44%)
Haraldur Baldursson 2. v af 3 (67%)
Lárus Knútsson 1 v. af 2 (50%)
Jónas Jónasson 1. v af 2 (50%)

Gunnar Ingbibergsson tefldi ekki að þessu sinni!

Besti árangur Hellis-manna:

Andri Áss Grétarsson 6.5. v af 12 (54%)
Sigurbjörn Björnsson5.5 v af 12 (46%)
Bragi Halldórsson 3. v af 12 (25%)
Rúnar Berg2.5 v. af 8 (31%)
Baldur A. Kristinsson 2. v. af 11
Helgi Brynjarsson 1.5 v af 5
Hilmar Freyr Heimisson 0. v af 5
Ögmundur Kristinsson 0. v af 7


Friday, September 7, 2012

Afmælismót formanns

Endurskoðuð mótaáætlun Víkingaklúbbsins fyrir veturinn 2012-2013 verður birtur á næstu dögum. Vetrarstarfið hefst að vanda á hinu árlega afmælismóti formanns. 7. september. Víkingaskák: Afmælismót formanns. "Heilin og höndin" (Álftamýri 56). kl 20.15. Áhugasamir geta skráð sig til leiks hjá Gunnari í gsm: 8629744

Úrslit 2011 hér:
Úrslit 2010 hér
Úrslit 2009 hér: