Sunday, November 3, 2013

Grzegorz Gajewski og Marcin Dziuba tefla Víkingaskák

Pólsku stórmeistararnir Grzegorz Gajewski (2650 elo) og Marcin Dziuba (2585 elo) fengu kynningu á Víkingaskák í ferð sinni til Íslands í haust.  Theim voru kynntir töfrar leiksins og tefldu svo eina skák við fyrrum Íslandsmeistara í greininni.  Grzegorz stjórnaði hvítu mönnunum og fékk dygga aðstoð frá félaga sínum.  Their ofurstórmeistarar voru fljótir að ná að skilja leyndarmál Víkingaskákar og Grzegorz tókst að ná jafntefli við formanninn eftir mikla baráttuskák.  (fékk reyndar að taka upp 2-3 leiki).  Niðurstaða kvöldsins var sú að mjög góðir skákmenn eru fljótir að átta sig á reglum Víkingaskákar og geta náð langt í skákinni.  Að öllum líkindum er thetta á fyrsta skipti í sögu Víkingaskákarinnar sem stórmeistari teflir Víkingaskák.  Friðrik Ólafsson kynnti sér vel reglur leiksins á sínum tíma og skrifaði um thað greinagerð, en ekki er vitað til að hann hafi teflt Víkingaskák opinberlega.



No comments:

Post a Comment