Sunday, November 3, 2013

Hjörvar Steinn stórmeistari í skák!

Hjörvar Steinn Grétarsson Víkingaklúbbnum er orðinn stórmeistari í skák eftir að hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð EM taflfélaga sem fram fór í Rhodos á Grikklandi.  Hjörvar sem tefldi fyrir breska félagið Judes of Kent hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum.  Hjörvar verður þar með þrettándi íslenski stórmeistarinn.  Stjórn Víkingaklúbbsins óskar hinum unga snillingi hjartanlega til hamingju með stórmeistaraáfangann.
Frétt hér:  
.

No comments:

Post a Comment