Tuesday, November 19, 2013

Íslandsmótið í Víkingaskák 2013!

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2013 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni miðvikudaginn 27. nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eða senda sms á Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Þegar hafa þrjár konur skráð sig til leiks á mótið og í fyrsta skipti er keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir þá keppendur sem eru stigalausir eða eru að tefla Víkingaskák í fyrsta skipti.

Núverandi Íslandsmeistari er Tómas Björnsson og skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

No comments:

Post a Comment