Landsliðsflokkur
Hörkubarátta átta Víkinga var mjög spennandi. Tefldar voru 7. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. Baráttan snérist fljótlega upp í einvígi milli þriggja manna, þeirra Sveins Inga, Inga Tandra og Gunnars Freys. Gunnar og Sveinn tefldu svo hreina úrslita skák í síðustu umferð, sem endaði með sigri Sveins Inga, sem endurheimti aftur Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2010. Sveinn Ingi sannaði þar með mikla yfirburði sína í Víkingaskákinni hin siðustu ár. Ingi Tandri Traustason endaði í 2. sæti, en hefði náð Gunnari og Sveini í síðustu umferð, ef Gunnar hefði náð jafntefli. Gunnar Freyr endaði svo mótið í þriðja sæti. Arnar Valgeirsson sýndi mikla seiglu á mótinu og náði óvænt fjórða sæti. Hinn leikreyndi Halldór Ólafsson, sem beitir jafnan hinum flugbeitta Halldórsgambít hafnaði svo óvænt í Jumbósætinu að þessu sinni.
Landsliðsflokkur úrslit:
* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 6.o
* 2 Ingi Tandri Traustason 5.5
* 3 Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
* 4 Arnar Valgeirsson 3.0
* 5 Sigurður Ingason 2.5
* 6 Stefán Sigurjónsson 2.5
* 7 Jón Birgir Einarsson 2.0
* 8 Halldór Ólafsson 1.5
Áskorendaflokkur
Í fyrsta skipti var nú teflt í Áskorendaflokki (B-flokki) í Víkingaskák. Tefldar voru 6. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma (tvöföld umferð, allir við alla). Hinar bráðefnilegu skákkonur úr Skákklúbbnum Ó.S.K tóku nú í fyrsta skipti þátt í Víkingaskákmóti síðan 2010. Áskorendaflokkurinn var því jafnframt Íslandsmeistaramót kvenna í Víkingaskák, en Hörður Garðarsson tók einnig þátt í mótinu. Keppnin í Áskorendaflokki snérist fljótlega upp í einvíg milli Guðrúnar Ástu Guðmundsdóttir og Erlu Margrétar Gunnarsdóttir. Hörkueinvigi varð á milli þeirra, en þær voru jafnar fyrir síðustu umferð, en Ásrún Bjarnadóttir náð þá að máta Erlu, meðan Guðrún náði að máta Hörð Garðarsson. Guðrún er því Íslandsmeistari kvenna í Víkingaskák og jafnframt Íslandsmeistari í Áskorendaflokki. Erla Margrét lenti í öðru sæti á sínu fyrsta Víkingaskákmót og sýndi frábær tilþrif. Ásrún Bjarnadóttir sem lenti í þriðja sæti átti einngi frábæra spretti, en hún mátaði Erlu með glæsilegum hætti í síðustu umferð, sjá mynd hér fyrir neðan. Hörður Garðarssson náði sér ekki á strik á mótinu að þessu sinni, en hann er að koma til baka í Víkingaskákina eftir nokkra ára hlé. Eyjólfur Ármannsson mætti á mótið og var með sölubás, sem setti skemmtilegan svip á mótið.
Áskorendaflokkur úrslit:
* 1 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 5.o v
* 2 Erla Margrét Gunnarsdóttir 4.0
* 3 Ásrún Bjarnadóttir 3.0
* 4 Hörður Garðarsson 0.0
No comments:
Post a Comment