Thursday, May 14, 2015

Bangkok Open 2015

Það voru FIMM úr Víkingaklúbbnum sem tóku þátt í Bangkok Open á Pattaya sem nú er nýlokið. Gunnar Fr. Rúnarsson, Siguður Ingason, Óskar Haraldsson, Jón Árni Halldórsson Víkingaskákmaður og aukafélagi og Bartosz Socko Íslandsmeistarinn 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingar tóku þátt í þessu fjölmenna og skemmtilega móti, sem fer fram annað hvert ár á Pattaya stöndinni og hitt árið í Bangkok. Bartosz Socko var í toppbaráttunni allan tíman en við hinir telfdum sennilega allir á pari. Óskar Haraldsson tók þátt í áskorendaflokki mótsins, en hinir telfdu í Opna flokknum. Undirritaður byrjaði mótið mjög vel, en eftir fjórar umferðir hafði hann mætt tveim GM og einum IM og var með 2.5 vinninga. Var í raun með tæknilega unnin á GM Rantanen, en skákin fór jafntefli. Í næstu skák
(umf. 5) missti ég sennilega unna stöðu niður í jafntefli á móti sterkasta skákmanni Thailands. Seinni hluti mótsins gekk ekki eins vel, en thað gengur bara betur næst. Mæli með thessu móti næsta ár fyrir alla skákmenn sem vilja tefla á flottu móti við framandi aðstæður.


Bangkok Open úrslit hér:





No comments:

Post a Comment