Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk miðvikudaginn 27. mai í Víkingsheimilinu, þegar sjötta Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram. Fjögur lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðastu tveggja ára Skákfélag Vinjar freistuðu þess að verja titilinn. Í ár var mótið mun jafnara en í fyrra. Baráttan um gullið snérist upp í einvíg þriggja liða, Forgjafarklúbbsins, Víkingaklúbbsins og Vinjar. Forgjafarklúbburinn sem sigraði 2012 reyndist vera sterkast, en Stefán Þór á 2. borði og Sturla Þórðarsson á þriðja borði röðuðu inn vinningum fyrir liðið. Ólafur Þórsson átti slæman dag á 1. borði, en það virtist ekki koma að sök. Víkingaklúbburinn hafnaði í 2. sæti eftir mikla baraáttu, en Vinjarmenn komu í humátt á eftir. Sveit frá Ósk sendi lið í keppnina sem átti góða spretti, m.a sigur á sjálfum Íslandsmeisturum Vinjar í síðustu umferð. Vestfjarðarvíkingarnir undir forustu Gylfa Ólafssonar fyrrum Alheimsmeistarara urðu því miður að boða förföll á síðustu stundu. Alls tóku fjórtán keppendur þátt í mótinu, en keppt var í þriggja manna liðum. Tefldar voru sex umferðir (tvöföld umferð) þar sem umhugsunartíminn var 10. mínútur á Víkingaskákina.
Lokastaðan:
1. Forgjafarklúbburinn 11 vinningur af 18 mögulegum
2. Víkingaklúbburinn 10 v.
3. Vin 8.5 v.
4. Ó.S.K 6.5 v.
Besti árangur á hverju borði:
1. borð: Gunnar Fr. Rúnarsson (Ó.S.K) 5. v af 5
2. borð: Stefán Þór Sigurjónsson (Forgjafaklúbbnum) 6 af 6
3. borð: Sturla Þórðarson (Forgjafaklúbbnum) 5 af 6
Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:
Víkingaklúbburinn: Þröstur Þórsson, Sigurður Ingason, Halldór Ólafsson, Hörður Garðarsson
Ó.S.K: Gunnar Fr. Rúnarsson, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Þorbjörg Sigfúsdóttir og Jón Árni Halldórsson
Forgjafarklúbburinn: Ólafur B. Þórsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Sturla Þórðarson
Vin: Ingi Tandri Traustason, Tómas Björnsson, Halldór Pálssoon
1.umf
Vin -Víkingaklúbburinn 1,5-1,5
Ó.S.K-Forgjarfarklúbburinn 1-2
2.umf
Vin-Forgjafarklúbburinn 1-2
Víkingaklúbburinn - Ó.S.K 3-0
3.umf
Forgjafaklúbburinn- Víkingaklúbburinn 2-1
Ó.S.K - Vin 1-2
4.umf
Vin -Víkingaklúbburinn 1-2
Ó.S.K-Forgjarfarklúbburinn 1-2
5.umf
Vin-Forgjafarklúbburinn 1-2
Víkingaklúbburinn - Ó.S.K 1.5-1.5
6.umf
Forgjafaklúbburinn- Víkingaklúbburinn 1-2
Ó.S.K - Vin 2-1
No comments:
Post a Comment