Saturday, May 16, 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015 fór fram á Ölstofunni Vegamótastíg 4 eins og í fyrra.  Ölstofan er nú orðin eins og annað félagsheimili fyrir fullorðinsmót klúbbsins, þótt aðalstötvarnar séu enn í Víkinni.  Mótið var vel sótt, en 9. keppendur tóku þátt, en Aðalsteinn Thorarensen þurfti að hætta í mótinu snemma og þá tók Ásrún Bjarnadóttir við og því voru umferðinar bara sjö.  Mótið var mjög spennandi, því þrír keppendur Ólfur Brynjar Þórsson, Gunnar Fr. og Ingi Tandri tóku snemma forustuna, en aðrir keppendur blönduðu sér ekki í baráttuna.  Ingi Tandri (Vélin) var í miklu stuði og endaði sem sigurvegari.  Síðustu mánuðir hjá "Vélinni" hafa verið stanslaus sigurganga, en hann hefur unnið mót í Víkingaskák, Kotru og fleirri borðspilum, auk þess sem hann eignaðist dóttur á árinu með Selmu sinni.  Stöngin inn hjá "Vélinni" á öllum vígstöðvum.

Úrslit:  

1.  Ingi Tandri Traustason 6.5 v 
2. Ólafur B. Þórsson 6
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 5
4. Tómas Björnsson 3.5
5. Sturla Þórðarson 2.5
6. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
7. Halldór Ólafsson 2
8. Aðalsteinn/ Ásrún Bjarnadóttir 0.5










No comments:

Post a Comment