Friday, March 31, 2017

Úrslit á páskamóti Víkingaklúbbsins 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fór fram miðvikudaginn 29. mars, en 51 keppandi tók þátt.  Tefldar voru 5. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma á mótinu.  Efstir og janfir urðu þeir Gunnar Erik Guðmundsson og Vignir Vatnar Stefánsson með 5. vinninga af fimm mögulegum.  Þeir náðu ekki að mætast í mótinu, en eftir stigaútreikning reyndist Gunnar Erik vera örlítið hærri á stigum.  Gunnar Erik er mjög efnilegur skákmaður, en hann er fæddur árið 2007.  Í þriðja sæti á stigum varð svo hin bráðefnilega Soffía Berndsen með fjóra vinninga. Soffía er fædd árið 2008 og varð jafnframt efst stúlkna á mótinu. 

Skákstjórari á mótinu var Stefán Bergsson.  Allir krakkarnir fengu svo páskaegg að loknu móti, en stærstu eggin hlutu þó sigurvegararnir.

Úrslit:

1. Gunnar Erik Guðmundsson 5
2 Vignir Vatnar Stefánsson 5
3 Soffía Berndsen 4.0
4 Ísak Orri Karlsson 4.0
5 Anna Katarína Thoroddsen 4.0
6 Gabríel Sær Bjarnþórsson 4.0
7 Iðunn Helgadóttir 4.0
8 Magnús Hjaltason 4.0
9 Benedikt Þórisson 4.0
10 Tristan Theodór Thoroddsen 4.0

Sjá nánari úrslit á Chessresults hér: 

Aukaverðlaun

Stúlkur:

1. Sofía Berndsen
2. Anna Katarína Thoroddsen
3. Iðunn Helgadóttir

Besti Víkingurinn

1. Einar Dagur Brynjarsson
2. Jökull Ómarsson
3. Sigurður Rúnar Gunnarsson

Besti Víkingurinn (stúlkur)

1. Bergþór Helga Gunnarsdóttir
2. Aslaug Margrét  Alfreðsdóttir
3. Ása

Aldursflokkaverðlaun:

2003:  Vignir Vatnar Stefánsson
2005:  Ísak Orri Karlsson
2006:  Gabríel Sær Bjarnþórsson
2007:  Gunnar Erik Guðmundsson
2008:  Sofía Berndsen
2009:  Bjartur Þórisson























Skákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings var haldið fimmtudaginn 30. mars.  Tólf keppendur tóku þátt í mótinu og voru meðalstig keppenda í hærri kantinum.  Telfdar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Lenka Ptáčníkov sigraði á mótinu fékk 5.5 vinninga af 6 mögulegum.  Annar varð Ólafur Brynjar Þórsson með 5. vinninga, en þriðji varð Stefán Þór Sigurjónsson með 4.5 vinninga.  Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson.

Úrslit 

1. Lenka Ptacnikova 5.5 af 6
2. Ólafur B. Þórsson 5
3. Stefán Þór Sigurjónsson 4.5
4. Sturla Þórðarson 3.5
5. Páll Andrason 3
6. Halldór Pálsson 3
7. Sigurður Ingason 2.5
8. Gunnar Fr Rúnarsson 2.5
9. Ingi Tandri Traustason 2.5
10. Loftur Baldvinsson 2
11. Hjalmar Sigvaldasons 1
12. Björgvin Kristbergsson 1






Thursday, March 23, 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 29. mars. Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og keppt verður í einum flokki, en aukaverðlaun verða fyrir besta árangur í hverjum aldursflokki.
Allir fá páskaegg fyrir framistöðu sína og  þátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.  Skráning á mótið fer fram á ntefangið vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á Skák.is (guli kassinn efst), þegar það verður tilbúið.

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík


Skákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings verður haldið 30 mars (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og mótið verður reiknað til hraðskákstiga.  Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.


Litla Páskaeggjamótið

Barnskákæfingar í Víkinni hafa verið ágætlega sóttar í vetur. Síðasta miðvikudag héldum við Litla páskaeggjamótið. Tiú keppendur tóku þátt. Einar Dagur, Sigurður Rúnar og Gabriel Bjarmi urðu efstir með 4 vinninga af 5. Bergþóra og Áslaug voru efstar stúlkna með 3 af 5. Ása kom þriðja. Næsta miðvikudag verður hið árlega páskamót Víkingaklúbbsins.









Thursday, March 9, 2017

Íslandsmót skákfélaga 2016-17. Víkingaklúbburinn B sigrar í 4. deild

Íslandsmót skákfélaga 2016-17 lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Víkingar stóðu sig með sóma. A-lið Víkingaklúbbsins varð í 4. sæti í 1. deild. B-liðið í 1. sæti í 4. deild og C-liðið í 6. sæti í 4. deild.  Í efstu deild var markmiðið að ná brozinu.  Það hafðist ekki að þessu sinni.  Ofurstórmeistarinn Grzegorz Gajewski aðstoðarmaður Anands aðstoðaði nú Víkinga og vann allar sínar skákir m.a lagði hann að velli Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson.  Einnig mætti Arinbjörn Gunnarsson öflugur til leiks eftir margra ára fjarveru.  B liðið var í miklu stuði í 4. deild og sigraði með góðu forskoti.  Gaman var að sjá gömlu kempuna Björn Halldórsson mæta til leiks með Víking, en hann hafði ekki telft kappskák í áratugi.  Liðsmenn stóðu sig frábærlega s.b:  Kristján Geirsson 5.5 af 6, Halldór Pálsson 5 af 5, Björn Halldórsson 4 af 5, Lárus Knútsson 3 af 3 osf.  C liðið stóð sig einnig frábærlega í seinni hluta keppninnar með ungu mennina og nýliðana s.b og Emil Ólafsson, Guðmund Peng Sveinsson og Einar Dag Brynjarsson.  B liðið sigraði allar sínar viðureignir í keppninni og C liðið sigraði allar sínar viðureignir í seinni hluta keppninnar.

Frétt á skak.is hér:
Lokaathöfn hér:
Skákirnar (1. deild, seinni hluti) hér:
Chess results 4. deild hér: 
Chess results 1. deild hér: