Íslandsmót skákfélaga 2016-17 lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Víkingar stóðu sig með sóma. A-lið Víkingaklúbbsins varð í 4. sæti í 1. deild. B-liðið í 1. sæti í 4. deild og C-liðið í 6. sæti í 4. deild. Í efstu deild var markmiðið að ná brozinu. Það hafðist ekki að þessu sinni. Ofurstórmeistarinn Grzegorz Gajewski aðstoðarmaður Anands aðstoðaði nú Víkinga og vann allar sínar skákir m.a lagði hann að velli Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Einnig mætti Arinbjörn Gunnarsson öflugur til leiks eftir margra ára fjarveru. B liðið var í miklu stuði í 4. deild og sigraði með góðu forskoti. Gaman var að sjá gömlu kempuna Björn Halldórsson mæta til leiks með Víking, en hann hafði ekki telft kappskák í áratugi. Liðsmenn stóðu sig frábærlega s.b: Kristján Geirsson 5.5 af 6, Halldór Pálsson 5 af 5, Björn Halldórsson 4 af 5, Lárus Knútsson 3 af 3 osf. C liðið stóð sig einnig frábærlega í seinni hluta keppninnar með ungu mennina og nýliðana s.b og Emil Ólafsson, Guðmund Peng Sveinsson og Einar Dag Brynjarsson. B liðið sigraði allar sínar viðureignir í keppninni og C liðið sigraði allar sínar viðureignir í seinni hluta keppninnar.
Frétt á skak.is hér:
Lokaathöfn hér:
Skákirnar (1. deild, seinni hluti) hér:
Chess results 4. deild hér:
Chess results 1. deild hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment