Friday, March 31, 2017

Skákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings var haldið fimmtudaginn 30. mars.  Tólf keppendur tóku þátt í mótinu og voru meðalstig keppenda í hærri kantinum.  Telfdar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Lenka Ptáčníkov sigraði á mótinu fékk 5.5 vinninga af 6 mögulegum.  Annar varð Ólafur Brynjar Þórsson með 5. vinninga, en þriðji varð Stefán Þór Sigurjónsson með 4.5 vinninga.  Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson.

Úrslit 

1. Lenka Ptacnikova 5.5 af 6
2. Ólafur B. Þórsson 5
3. Stefán Þór Sigurjónsson 4.5
4. Sturla Þórðarson 3.5
5. Páll Andrason 3
6. Halldór Pálsson 3
7. Sigurður Ingason 2.5
8. Gunnar Fr Rúnarsson 2.5
9. Ingi Tandri Traustason 2.5
10. Loftur Baldvinsson 2
11. Hjalmar Sigvaldasons 1
12. Björgvin Kristbergsson 1






No comments:

Post a Comment