Saturday, March 20, 2010

Árangur Víkinga á Íslandsmóti skákfélaga

Víkingaklúbburinn a & b stóð sig frábærlega á Íslandsmóti skákfélaga sem nú er nýlokið. Gamall draumur formanns klúbbsins um að lyfta 4. deildarbikarnum varð loks að veruleika á 3. ári Víkingaklúbbsins sem keppnisliðs í 4. deild. B liðið stóð sig frábærlega í fyrri hlutanum, en stóð sig ekki eins vel í seinni hlutanum og var í raun hársbreidd frá að tryggja sér sæti í 3. deild (þs ef liðum í þriðjudeild verður fjölgað um helming). A liðið þótti af mörgum eitt sigurstranglegasta liðið, en með liðinu tefldu m.a sjö menn með alþjóðleg stig yfir 2000 eló. Á tveim efstu borðum tefldu svo tveir öflugir fidemeistarar. Það kom því ekki mörgum á óvart að a-liðið skyldi hafa náð efstu sætum.

Árangur einstaka liðsmanna Víkingaklúbbsins

Ólafur B. Þórsson tefldi frábærlega í seinni hlutanum og var árangur hans lykillinn að því að klúbburinn náði takmarki sínu. Ólafur fékk 2.5 vinninga af þrem mögulegum í seinni hlutanum, en samdi reyndar um jafntefli við Sævar Bjarnason í stöðu sem Ólafur hefði mjög líklega getað teflt til vinnings. Við virðum hins vegar ástæður þess að Ólafur tók jafnteflisboði Sævars. Ólafur stóð sig best Víkinga í seinni hlutanum, en fékk 1 vinning af tveim í fyrri hlutanum.

Tómas Björnsson tefldi að miklu öryggi að vanda og tapaði ekki skák. Fékk 2. vinninga af þrem í seinni hlutanum.

Stefán Þór Sigurjónsson gat teflt allar skákirnar í seinni hlutanum. Hann fékk 2 vinninga af þrem og er mjög þéttur liðsmaður. Hann fékk 2.5 vinninga af þrem í fyrri hlutanum og stóð sig í heildina mjög vel.

Haraldur Baldursson er mjög öruggur liðsmaður. Hann stóð sig mjög vel í fyrri hlutanum með fullt hús, en fékk 1.5 vinninga af þrem í seinni hlutanum.

Gunnar Fr. Rúnarsson fékk 2 vinninga af þrem í seinni hlutanum. Tapaði illa fyri Vestamannaeyjum B í 6. umferð en vann hinar tvær skákirnar. Hann fékk svo 2.5 vinninga af fjórum í fyrri hlutanum og tapar því enn alþjóðlegum skákstigum. Formaðurinn var kannski með slakasta árangur A-liðsmanna í keppninni miðað við skákstig. Liðstjórn a&b liðsins tók frá honum mikla orku, en hann hefur samt í gegnum árin verið nokkuð góður í liðakeppni. Oftast verið sókndjarfur og afslappaður í sinni taflmennsku. Í ár tefldi hann langt undir getu og verður að öllum líkindum í b-liðinu á næsta tímabili.

Sverrir Sigurðsson stóð sig mjög vel í keppninni. Hann fékk tvo vinninga af þrem í seinni hlutanum og átti einnig mjög góðan árangur í fyrri hlutanum. Var óheppinn eins og fleirri að tapa í fyrstu umferði gegn KR-b. Sverrir er komin í góða æfingu og er þéttur liðsmaður og er að bæta sig. Sverrir verður í a-liðinu á næsta tímabili, ef hann gefur kost á sér.

Baldvin Skúlason alþjóðlegur meistari í bréfskak tefldi eina skák með a-liðinu í fyrri hlutanum. Hann sigraði sinn andstæðing í 2. umferði og endaði því með 100% árangur. Baldvin er eins og Sverrir og Gunnar keppnismaður í kraftlyftingum og er heimsmeistari & heimsmethafi í bekkpressu öldunga, en hann á best 250 kg í bekkpressu. Fjórði lyftingamaðurinn í Víkingaklúybbnum, Kári Elíson gat ekki teflt með okkur að þessu sinni, en Kári er margfaldur heimsmeistari, evrópumeistari í kraftlyftingum.

Jónas Jónasson tefldi tvær skákir með a-liðinu í fyrri hlutanum og þrjá skákir með b-liðinu. Jónas stóð sig vel, fékk 1. vinning af tveim á fyrsta borði í seinni hlutanum og náði m.a jafntefli við sjálfan IM Bjarnason.

Óskar Haraldsson tefldi tvær síðustu skákirnar með b-liðinu í seinni hlutanum og stóð sig með prýði á efstu borðum. Tapaði fyrir Goðanum, en vann sína skák gegn sterkum keppanda frá Akureyri-b

Svavar Viktorsson stóð sig vel með b-liðinu í fyrri hlutanum. Í seinni hlutanum átti hann hins vegar erfitt prógram, gengn Goðanum-a og Akureyri-b.

Ingimundur Guðmundsson tefldi aðeins eina skák með b-liðinu. Hann tefldi mjög vel gegn sterkri b-sveit Eyjamann, en tapaði að lokum sinni skák. Ingimundur er eins og Svavar mjög hæfileikaríkur skákmaður sem hefur staðið sig mjög vel í sveitakeppni síðustu árin.

Sveinn Ingi Sveinsson
tefldi með b-liðinu í seinni hlutanum og stóð sig með prýði. Vann sína skák, gegn Vestmannaeyingum b. Sveinn hefur lítið teflt síðan 1982. Tefldi þó nokkrar skákir með Vestmanneyingum í byrjun tíunda áratugarsins, en hefur lítið hreyft peð síðustu 18. ár.

Jón Úlfljótsson stóð sig frábærleg í fyrri og seinni hlutanum. Jón hefur teflt mikið í vetur eftir að hann gekk til liðs við Víkingaklúbbinn og er mjög öruggur skákmaður. Jón mun sennilega færast upp í a-sveitina á næsta tímabili, ef hann verður áfram með okkur.

Halldór Ólafsson tefldi eina skák í seinni hlutanum og tapaði. Halldór er sterkur skákmaður þegar hann fær að tefla sínar stöður. Halldór hefur oft gert betur.

Ágúst Örn Gíslason stóð sig frábærlega í fyrri hlutanum og varð ásamt Jóni Ú og Þresti Þórssyni lykilinn að góðum árangri í fyrri hlutanum. Ágúst tefldi eina skák í seinni hlutanum og tapaði fyrir Vestmannaeyjum-b. Ágúst gat ekki teflt tvær síðustu umferðir mótsins eins búist hafði verið við. Ágúst átti samt í heildina mjög góðan árangur, 4 vinninga af fimm mögulegum og verður vonandi sterkur á næsta tímabili.

Þröstur Þórsson gamli unglingameistarinn kom aftur að skákborðinu eftir áratuga hvíld. Hann stóð sig frábærlega í fyrri hlutanum, en tapaði báðum skákum sínum í seinni hlutanum. Þröstur er þéttur skákmaður sem við eigum vonandi eftir að sjá aftur.

Jón Jóhannesson tefdi eina skák í fyrri hlutanum og eina í seinni. Hann tefldi góðar sóknarskákir og var með vinningstöðu í báðum, en tapaði báðum slysalega. Jón er þéttur skákmaður sem gott er að hafa í sínu liði.

Gunnar Ingibergsson tefldi eina skák með b-liðinu en tapaði. Gunnar hefur teflt mikið í vetur og er í stöðugri framför. Hann var ekki heppinn með andstæðing, því hann lenti gegn sterki sveit Goðans. Gunnar á vonandi eftir að tefla meira á næsta Íslandsmóti.

018

1 comment:

  1. Er búinn að opna fyrir commentakerfið hér. Endilega að birta athugasemdir og verið endilega málefnaleg. kv gunz

    ReplyDelete