Thursday, March 25, 2010

Gunnar Fr. sigrar á sterku miðvikudagsmóti

Önnur Víkingaskákæfing vetrarins var haldin í gær. Mótið var mjög sterkt og endaði með því að Gunnar Fr. stóð uppi sem siguvegari eftir hörku keppni við þá Inga Tandra Traustason og Rúnar Berg. Rúnar Berg sem var að tefla á sínu öðru V'ikingaskákmóti stóð sig mjög vel, en tapaði í fyrstu umferð fyrir Gunnari Fr, í mikilli báráttuskák. Gunnar Fr. gerði aðeins eitt jafntefli gegn Inga Tandra, en Rúnar vann allar sínar skákir eftir tapið í fyrstu umferð, en leyfði eitt janftefli við Sigurð Ingason. Umhugsunartími var 15. mínútur á skák og allir tefldu við alla. Næsta Víkingaskákæfing verður þriðjudaginn 30. mars í félagsheimilinu Kjartansgötu 5 og hefst hún stundvíslega kl 20.00.

Úrslit

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 vinninga
2-3 Rúnar Berg 3.5
2-3 Ingi Tandri Traustason 3.5
4 Sigurður Ingason 2
5. Halldór Ólafsson 1.5
6. Arnar Valgeirsson 0

No comments:

Post a Comment