Fyrsta miðvikudagsæfing Víkingaklúbbsins var mjög vel sótt, miðað við að hún var ekki vel auglýst. Mættu þar átta öflugir áhugamenn. Ákveðið var að allir skyldu tefla við alla og umhugsunartíminn var 6. mínútur. Efstir á mótinu urðu þeir Ingi Tandri Traustason og Sveinn Ingi Sveinsson með 5.5 vinninga. Þriðji var svo Gunnar Fr. Rúnarsson með 4.5 vinninga. Ingi og Sveinn tefldu svo eina úrslitaskák um fyrsta sætið, sem endaði með því að Sveinn hafði betur eftir hörkubaráttu. Ingi Tandri sýndi þarna að hann hefur stymplað sig rækilega inn í víkingaskákina. Til marks um hvað mótið var sterkt var sú staðreynd að Halldór Ólafsson heimsmeistarinn frá 2006, endaði í neðsta sæti á þessu móti.
Úrslit
1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 5.5 vinningar
1-2 Ingi Tandri 5.5
3 Gunnar Fr. Rúnasson 4.5
4 Tómas Björnsson 3.5
5 Stefán Þór Sigurjónsson 3.0
6-7 Sigurður Ingason 2.5
6-7 Jorge Fonsega 2.5
8 Halldór Ólafsson 1.0
Næsta æfing verður miðvikudaginn 24. mars og hefst hún stundvíslega kl 20.00. Stefnt er að æfingum á miðvikudgögum, en í einstaka tilfellum verða æfingar og mót færð á þriðjudaga eða fimmtudaga eftir atvikum. Meðal annars verður deildarkeppnin í Víkingaskák fimmtudaginnn 15. april í húsnsæði Vinjar við Hverfisgötu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment