Á vikulegu æfingu klúbbsins mættu nú fjórir félagar. Menn voru enn þreyttir eftir stóru liðakeppnina vikuna áður og því var mætingin ekki góð að þessu sinni. Þó skapast oft þægileg stemming í fámenninu. Ólafur B. Þórsson mætti nú fullur sjálfstraust eftir að hafa staðið sig vel í liðakeppninni í síðustu viku. Ólafur hefur mjög skemmtilegan og frumlegan stíl og að þessu sinni náði Ólafur efsta sæti ásamt Gunnar Fr, en Ólafur var óheppinn í lokaskákinni gegn Gunnari, en hann var þá að reyna að máta formanninn með tveim hrókum og tveim peðum, en var svo óheppinn að patta andstæðinginn. Gunnar Fr. og Óafur urðu því efstir og jafnir á mótinu, en tefldar voru skákir með 10. mínútna umhugsunartíma.
Úrslit:
1-2. Ólafur B. Þórsson 2.5 vinningar
1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
3. Halldór óLafsson 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0
Thursday, April 29, 2010
Thursday, April 22, 2010
Úrslit á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga
Fyrsta Íslandsmót Víkingaskákfélaga var haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu fimmtudaginn 22. april. Mótið heppnaðist vel, en alls mættu sjö sterkar sveitir til leiks, en ein sveit bættist við á síðustu stundu, unglingasveit Skákfélags Íslands. Tefldar voru sjö umferðir þar sem allar sveitir mættust innbyrgðis og umhugunartími á hverja skák var 12. mínútur. Fyrirfram var búist við að keppnin um efsta sætið yrði á milli Víkingaklubbsins-A, Hauka og Hellis. En spútnik-sveit Golffélags Guttorms Tudda kom gífurlega á óvart með því að vera í toppbárattunni og náðu öðru sætinu. Víkingaklúbburinn-A sigraði á mótinu, eins og margir bjuggust við, en sigurinn var mjög tæpur í lokinn. Haukar náðu þriðja sæti, en þeir eru með mjög sterka sveit undir forustu Ingvar Tandra Traustasonar.
Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, en Sveinn Ingi Sveinsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig mjög vel og vann borðaverðlaun fyrir 1. borð með fimm vinninga af fimm mögulegum. Tómas Björnsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig best á öðru borði og fékk fjóra vinninga af fimm og tapaði einungis fyrir Bjarna Sæmundsyni úr liði Guttorms. Á þriðja borði stóð Ingimundur Guðmundsson Guttormi Tudda sig best, en hann vann allar fimm skákir sínar og kom gríðalega á óvart með frábærum árangri. Hann vann m.a nokkra sterka Víkingaskákmenn á sínu fyrsta móti og átti stóran þátt í frábærum árangi liðs Gottorms.
Keppendur á mótinu voru alls 23 skákmenn í sjö sveitum og mun þetta mót vera fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið.
Lokastaðan:
1. Víkingaklúbburinn-A 18.5 vinningar
2. Golfsveit Guttorms Tudda 16.0
3. Haukar 13.5
4. Vikingaklubburinn-B 11.0
5. Hellir 9.0
6-7 Vin 8.0
6-7 Skákfélag Íslands 8.0
8 Skotta 0.0
Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:
Víkingaklúbburinn-A: Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson & Gunnar Fr.
Guttormur: Þorgeir Einarsson, Bjarni Sæmundsson & Ingimundur Guðmundsson.
Haukar: Ingi Tandri, Jorge Foncega & Þorvarður Ólafsson
Vikingaklubburinn-B: Halldór Ólafsson, Þröstur Þórsson & Ólafur B. Þórsson
Hellir: Sigurður Ingason, Vigfús Vigfússon, Róbert Lagerman & Ólafur Guðumunds.
Vin: Kristian Guttesen, Hrannar Jónsson, Arnar Valgeirsson og Jón Birgir Einarsson.
Skákfélag Ísland: Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Lee & Páll Andrason.
Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, en Sveinn Ingi Sveinsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig mjög vel og vann borðaverðlaun fyrir 1. borð með fimm vinninga af fimm mögulegum. Tómas Björnsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig best á öðru borði og fékk fjóra vinninga af fimm og tapaði einungis fyrir Bjarna Sæmundsyni úr liði Guttorms. Á þriðja borði stóð Ingimundur Guðmundsson Guttormi Tudda sig best, en hann vann allar fimm skákir sínar og kom gríðalega á óvart með frábærum árangri. Hann vann m.a nokkra sterka Víkingaskákmenn á sínu fyrsta móti og átti stóran þátt í frábærum árangi liðs Gottorms.
Keppendur á mótinu voru alls 23 skákmenn í sjö sveitum og mun þetta mót vera fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið.
Lokastaðan:
1. Víkingaklúbburinn-A 18.5 vinningar
2. Golfsveit Guttorms Tudda 16.0
3. Haukar 13.5
4. Vikingaklubburinn-B 11.0
5. Hellir 9.0
6-7 Vin 8.0
6-7 Skákfélag Íslands 8.0
8 Skotta 0.0
Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:
Víkingaklúbburinn-A: Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson & Gunnar Fr.
Guttormur: Þorgeir Einarsson, Bjarni Sæmundsson & Ingimundur Guðmundsson.
Haukar: Ingi Tandri, Jorge Foncega & Þorvarður Ólafsson
Vikingaklubburinn-B: Halldór Ólafsson, Þröstur Þórsson & Ólafur B. Þórsson
Hellir: Sigurður Ingason, Vigfús Vigfússon, Róbert Lagerman & Ólafur Guðumunds.
Vin: Kristian Guttesen, Hrannar Jónsson, Arnar Valgeirsson og Jón Birgir Einarsson.
Skákfélag Ísland: Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Lee & Páll Andrason.
Wednesday, April 21, 2010
Íslandsmót Víkingaskákfélaga
Fyrsta Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu á morgun, fimmtudaginn og hefst taflmennska kl. 19.30. Sex lið hafa skráð sig til leiks með þriggja manna sveitir og eru tímamörk 15. mínútur á skákina. Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni verður haldin, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar, auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Búist er við að baráttan um efsta sætið verði á milli Víkingaklúbbsins A, Hauka og Hellis. Þó geta önnur lið komið á óvart. Við hvetjum áhugasama Víkingaskákmenn að fylgjast með einstæðum viðburði í Víkingaskákinni í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 Reykjavík. Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:
1. Víkingaklúbburinn A (liðstjóri: Gunnar Fr. Rúnarsson)
2. Víkingaklúbburinn B (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Haukar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
4. Hellir
5. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Arnar Valgeirsson)
6. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.
1. Víkingaklúbburinn A (liðstjóri: Gunnar Fr. Rúnarsson)
2. Víkingaklúbburinn B (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Haukar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
4. Hellir
5. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Arnar Valgeirsson)
6. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.
Þriðjudagsæfingin
Ingi Tandri Traustason sigraði á vikulegu æfingu klúbbsins í gær þriðjudag. Ingi leyfði bara eitt jafntefli, eins og Gunnar Fr. sem varð í öðru sæti. Gunnar gat hins vegar ekki teflt síðustu umferðina vegna anna og varð því að gefa sína skák óteflda gegn nýliðanum Ingimundi Guðmundsyni. Hinn nýliðinn Bjarni Sæmundsson stóð sig einnig mjög vel, en samtals mættu sex keppendur á mótið, auk þess sem Þorgeir Einarsson tefldi nokkrar skákir fyrir sjálfa æfinguna. Úrslit munu birtast um leið og ritsjóri fær mótstöfluna í hendur!
Úrslitin eru komin. Ingi Tandri stóðs sig best á þessari æfingu, en Gunnar koma annar. Sigurður Ingason er á mikilli uppleið og náði þriðja sætinu. Ingimundur Guðmundsson nýliði stóð sig vel á sínu fyrsta móti, eins og Bjarni Sæmundsson. Það átti líka eftir að koma á daginn að þessir tveir stóðu sig frábærlega með sínu líði Guttormi í liðakeppni félagana tveim dögum seinna. Ingimundur vann allar sínar skákir á þriðja borði og fékk borðaverðlaun.
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 4.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.5
3. Sigurður Ingason 2.5
4-5. Halldór Ólafsson 2.0
4-5 Ingimundur Guðmundsson 2.0
6. Bjarni Sæmundsson 1.0
Úrslitin eru komin. Ingi Tandri stóðs sig best á þessari æfingu, en Gunnar koma annar. Sigurður Ingason er á mikilli uppleið og náði þriðja sætinu. Ingimundur Guðmundsson nýliði stóð sig vel á sínu fyrsta móti, eins og Bjarni Sæmundsson. Það átti líka eftir að koma á daginn að þessir tveir stóðu sig frábærlega með sínu líði Guttormi í liðakeppni félagana tveim dögum seinna. Ingimundur vann allar sínar skákir á þriðja borði og fékk borðaverðlaun.
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 4.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.5
3. Sigurður Ingason 2.5
4-5. Halldór Ólafsson 2.0
4-5 Ingimundur Guðmundsson 2.0
6. Bjarni Sæmundsson 1.0
Tuesday, April 20, 2010
Wednesday, April 14, 2010
Þriðjudagsæfingin
Þéttur hópur mætti á æfingu gærdagsins. Sjö manns tóku þátt í sterku 10. mínútna móti, en tveir til viðbótar bætturst í hópinn sem áhorfendur, þeir Jón Úlfljótsson og Stefán Þór Sigurjónsson. Eftir nokkuð snarpa baráttu stóð Gunnar Fr. uppi sem sigurvegari, en hann leyfði aðeins eitt jafntefli. Hann var þó með koltapað í tveim skákum, en náði samt að vinna sig út úr þeim stöðum. Náði jafntefli við Rúnar Berg eftir að hafa verið með tapað. Einnig lék hann af sér drottningunni gegn nýliðanum Þorgeiri Einarssyni, en náði samt að snúa á Þorgeir í tímahrakinu. Ingi Tandri og Rúnar Berg komu næstir, enda í stöðugri framför.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5 vinningar af 7
2. Ingi Tandri Traustason 5.0
3. Rúnar Berg 4.5
4-5. Halldór Ólafsson 4.0
4-5. Sigurður Ingason 4.0
6. Þröstur Þórsson 2.5
7. Þorgeir Einarsson 1.5
8. Víkingur 0.0
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5 vinningar af 7
2. Ingi Tandri Traustason 5.0
3. Rúnar Berg 4.5
4-5. Halldór Ólafsson 4.0
4-5. Sigurður Ingason 4.0
6. Þröstur Þórsson 2.5
7. Þorgeir Einarsson 1.5
8. Víkingur 0.0
Friday, April 9, 2010
Skákir frá atmótinu
Atmótið 2010
Tómas Björnsson – Gunnar Fr. Rúnarsson
Tómasar-bragð
Hér hefði svartur átt að fara út í unnið endartafl með 28...Bxf5 29. gxf5 Vxf5 og svartur stendur mun betur
29. He6 Ri3 30 Ki1 Bg5 31. Dg3 Bxf5 32. Dxh8 ixh8 33. He5 Hg9 34. Hae1 Rf4 35. Bi2 Bxi4? 36. Ba6 Hxg4 37. Bxd8 Ki9 38. Hi5 mát
Thursday, April 8, 2010
Næstu viðburðir
Viljum minna áhugasama á mótáætlun fram á vor. Stærsti viðburðurinn er tvímælalaust liðakeppni í Víkingaskák, en miðað er við að mótið verið haldið 22. april í Vin Hverfisgötu. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband og stofna lið. Þegar hafa fjögur lið skráð sig til þáttöku, en búist er við að liðin verði sex talsins.
Einnig eru tveir athyglisverði viðburðir í burðarliðnum, þs keppni í löngum Víkingaskákum með fide tímamörkum og víkingabréfskákkeppni, þar sem keppendur leika sína leiki í tölvupósti. Reglur keppninnar eru alþjóðlegar bréfskákreglur ICCF. Þegar hafa þrír keppendur skráð sig til leiks. Kosturinn við bréfskákkeppni af þessu tagi er sá að ekki er enn hægt að styðjast við tölvuforrit eins og í almennu skákinni. Keppni mun hefjast á næstu dögum. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Keppni í löngum skákum hefst að öllum líkindum í haust. Þegar hafa fimm keppendur skráð sig til leiks og áhugasamir geta skráð sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Einnig eru tveir athyglisverði viðburðir í burðarliðnum, þs keppni í löngum Víkingaskákum með fide tímamörkum og víkingabréfskákkeppni, þar sem keppendur leika sína leiki í tölvupósti. Reglur keppninnar eru alþjóðlegar bréfskákreglur ICCF. Þegar hafa þrír keppendur skráð sig til leiks. Kosturinn við bréfskákkeppni af þessu tagi er sá að ekki er enn hægt að styðjast við tölvuforrit eins og í almennu skákinni. Keppni mun hefjast á næstu dögum. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Keppni í löngum skákum hefst að öllum líkindum í haust. Þegar hafa fimm keppendur skráð sig til leiks og áhugasamir geta skráð sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Wednesday, April 7, 2010
Ingi Tandir sigrar á sterku atkvöldi
Ingi Tandri Traustason kom sá og sigraði á sterku atkvöldi Víkingaklúbbsins í gær. Mótið sem bar heitið heimsmótið í blönduðum tímamörkum var mjög sterkt, þar sem fimm efstu menn mótsins hafa náð góðum árangi í leiknum. Sá sjötti Aðalsteinnn Thorarensen var að tefla á sínu fyrsta móti og stóð hann sig mjög vel. Mótið fór þannig fram að fyrst voru tefldar þrjár hraðskákir með sjö mínútna tímamörkum, en tvær síðustu umferðirnar voru atskákir með 20. mínútna umhugsunartíma. Þetta var í fyrsta skipti í sögu Víkingaklúbbsins þar sem tefldar eru 20. mínútna skákir. Ingi Tandri átti þarna eitt sinn besta mót, en hann náði m.a að sigra Gunnar Fr, Tómas og Svein Inga og stóð uppi í lokinn með fullt fús vinninga. Atskákin gaf svo mönnum kost á að skrifa niður snilldina og tvær skákir Gunnars Fr. verða birtar hér á vefnum fjótlega.
Úrslit
1. Ingi Tandri Traustason 5.0 vinningar
2. Tómas Björnsson 3
3-4. Sveinn Ingi Sveinsson 2.5
3-4. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
5. Jorge Foncega 2.0
6. Aðalsteinn Thorarensen 0.0
Úrslit
1. Ingi Tandri Traustason 5.0 vinningar
2. Tómas Björnsson 3
3-4. Sveinn Ingi Sveinsson 2.5
3-4. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
5. Jorge Foncega 2.0
6. Aðalsteinn Thorarensen 0.0
Tuesday, April 6, 2010
Víkingaskákmót
Fyrsta alvöru Víkingamótið á þessu ári verður haldið að Kjartansgötu 5 (kjallari) í kvöld þriðjudag og hefst það kl. 20.30. Heimsmótið í blönduðum tímamörkum. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 7 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun.
Subscribe to:
Posts (Atom)