Ingi Tandri Traustason kom sá og sigraði á sterku atkvöldi Víkingaklúbbsins í gær. Mótið sem bar heitið heimsmótið í blönduðum tímamörkum var mjög sterkt, þar sem fimm efstu menn mótsins hafa náð góðum árangi í leiknum. Sá sjötti Aðalsteinnn Thorarensen var að tefla á sínu fyrsta móti og stóð hann sig mjög vel. Mótið fór þannig fram að fyrst voru tefldar þrjár hraðskákir með sjö mínútna tímamörkum, en tvær síðustu umferðirnar voru atskákir með 20. mínútna umhugsunartíma. Þetta var í fyrsta skipti í sögu Víkingaklúbbsins þar sem tefldar eru 20. mínútna skákir. Ingi Tandri átti þarna eitt sinn besta mót, en hann náði m.a að sigra Gunnar Fr, Tómas og Svein Inga og stóð uppi í lokinn með fullt fús vinninga. Atskákin gaf svo mönnum kost á að skrifa niður snilldina og tvær skákir Gunnars Fr. verða birtar hér á vefnum fjótlega.
Úrslit
1. Ingi Tandri Traustason 5.0 vinningar
2. Tómas Björnsson 3
3-4. Sveinn Ingi Sveinsson 2.5
3-4. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
5. Jorge Foncega 2.0
6. Aðalsteinn Thorarensen 0.0
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment