Wednesday, April 14, 2010

Þriðjudagsæfingin

Þéttur hópur mætti á æfingu gærdagsins. Sjö manns tóku þátt í sterku 10. mínútna móti, en tveir til viðbótar bætturst í hópinn sem áhorfendur, þeir Jón Úlfljótsson og Stefán Þór Sigurjónsson. Eftir nokkuð snarpa baráttu stóð Gunnar Fr. uppi sem sigurvegari, en hann leyfði aðeins eitt jafntefli. Hann var þó með koltapað í tveim skákum, en náði samt að vinna sig út úr þeim stöðum. Náði jafntefli við Rúnar Berg eftir að hafa verið með tapað. Einnig lék hann af sér drottningunni gegn nýliðanum Þorgeiri Einarssyni, en náði samt að snúa á Þorgeir í tímahrakinu. Ingi Tandri og Rúnar Berg komu næstir, enda í stöðugri framför.


Úrslit

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5 vinningar af 7
2. Ingi Tandri Traustason 5.0
3. Rúnar Berg 4.5
4-5. Halldór Ólafsson 4.0
4-5. Sigurður Ingason 4.0
6. Þröstur Þórsson 2.5
7. Þorgeir Einarsson 1.5
8. Víkingur 0.0

No comments:

Post a Comment