Thursday, April 29, 2010

Þriðjudagsæfingin

Á vikulegu æfingu klúbbsins mættu nú fjórir félagar. Menn voru enn þreyttir eftir stóru liðakeppnina vikuna áður og því var mætingin ekki góð að þessu sinni. Þó skapast oft þægileg stemming í fámenninu. Ólafur B. Þórsson mætti nú fullur sjálfstraust eftir að hafa staðið sig vel í liðakeppninni í síðustu viku. Ólafur hefur mjög skemmtilegan og frumlegan stíl og að þessu sinni náði Ólafur efsta sæti ásamt Gunnar Fr, en Ólafur var óheppinn í lokaskákinni gegn Gunnari, en hann var þá að reyna að máta formanninn með tveim hrókum og tveim peðum, en var svo óheppinn að patta andstæðinginn. Gunnar Fr. og Óafur urðu því efstir og jafnir á mótinu, en tefldar voru skákir með 10. mínútna umhugsunartíma.

Úrslit:

1-2. Ólafur B. Þórsson 2.5 vinningar
1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5
3. Halldór óLafsson 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0

No comments:

Post a Comment