Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, en Sveinn Ingi Sveinsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig mjög vel og vann borðaverðlaun fyrir 1. borð með fimm vinninga af fimm mögulegum. Tómas Björnsson Víkingaklúbbnum-A stóð sig best á öðru borði og fékk fjóra vinninga af fimm og tapaði einungis fyrir Bjarna Sæmundsyni úr liði Guttorms. Á þriðja borði stóð Ingimundur Guðmundsson Guttormi Tudda sig best, en hann vann allar fimm skákir sínar og kom gríðalega á óvart með frábærum árangri. Hann vann m.a nokkra sterka Víkingaskákmenn á sínu fyrsta móti og átti stóran þátt í frábærum árangi liðs Gottorms.
Keppendur á mótinu voru alls 23 skákmenn í sjö sveitum og mun þetta mót vera fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið.
Lokastaðan:
1. Víkingaklúbburinn-A 18.5 vinningar
2. Golfsveit Guttorms Tudda 16.0
3. Haukar 13.5
4. Vikingaklubburinn-B 11.0
5. Hellir 9.0
6-7 Vin 8.0
6-7 Skákfélag Íslands 8.0
8 Skotta 0.0
Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:
Víkingaklúbburinn-A: Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson & Gunnar Fr.
Guttormur: Þorgeir Einarsson, Bjarni Sæmundsson & Ingimundur Guðmundsson.
Haukar: Ingi Tandri, Jorge Foncega & Þorvarður Ólafsson
Vikingaklubburinn-B: Halldór Ólafsson, Þröstur Þórsson & Ólafur B. Þórsson
Hellir: Sigurður Ingason, Vigfús Vigfússon, Róbert Lagerman & Ólafur Guðumunds.
Vin: Kristian Guttesen, Hrannar Jónsson, Arnar Valgeirsson og Jón Birgir Einarsson.
Skákfélag Ísland: Birkir Karl Sigurðsson, Guðmundur Lee & Páll Andrason.
No comments:
Post a Comment