Wednesday, April 21, 2010

Þriðjudagsæfingin

Ingi Tandri Traustason sigraði á vikulegu æfingu klúbbsins í gær þriðjudag. Ingi leyfði bara eitt jafntefli, eins og Gunnar Fr. sem varð í öðru sæti. Gunnar gat hins vegar ekki teflt síðustu umferðina vegna anna og varð því að gefa sína skák óteflda gegn nýliðanum Ingimundi Guðmundsyni. Hinn nýliðinn Bjarni Sæmundsson stóð sig einnig mjög vel, en samtals mættu sex keppendur á mótið, auk þess sem Þorgeir Einarsson tefldi nokkrar skákir fyrir sjálfa æfinguna. Úrslit munu birtast um leið og ritsjóri fær mótstöfluna í hendur!

Úrslitin eru komin. Ingi Tandri stóðs sig best á þessari æfingu, en Gunnar koma annar. Sigurður Ingason er á mikilli uppleið og náði þriðja sætinu. Ingimundur Guðmundsson nýliði stóð sig vel á sínu fyrsta móti, eins og Bjarni Sæmundsson. Það átti líka eftir að koma á daginn að þessir tveir stóðu sig frábærlega með sínu líði Guttormi í liðakeppni félagana tveim dögum seinna. Ingimundur vann allar sínar skákir á þriðja borði og fékk borðaverðlaun.

Úrslit:

1. Ingi Tandri Traustason 4.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.5
3. Sigurður Ingason 2.5
4-5. Halldór Ólafsson 2.0
4-5 Ingimundur Guðmundsson 2.0
6. Bjarni Sæmundsson 1.0

No comments:

Post a Comment