Viljum minna áhugasama á mótáætlun fram á vor. Stærsti viðburðurinn er tvímælalaust liðakeppni í Víkingaskák, en miðað er við að mótið verið haldið 22. april í Vin Hverfisgötu. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband og stofna lið. Þegar hafa fjögur lið skráð sig til þáttöku, en búist er við að liðin verði sex talsins.
Einnig eru tveir athyglisverði viðburðir í burðarliðnum, þs keppni í löngum Víkingaskákum með fide tímamörkum og víkingabréfskákkeppni, þar sem keppendur leika sína leiki í tölvupósti. Reglur keppninnar eru alþjóðlegar bréfskákreglur ICCF. Þegar hafa þrír keppendur skráð sig til leiks. Kosturinn við bréfskákkeppni af þessu tagi er sá að ekki er enn hægt að styðjast við tölvuforrit eins og í almennu skákinni. Keppni mun hefjast á næstu dögum. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Keppni í löngum skákum hefst að öllum líkindum í haust. Þegar hafa fimm keppendur skráð sig til leiks og áhugasamir geta skráð sig á netfangið vikingaklubburinn(hja)gmail.com.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment