Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri föstudaginn 18. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár.
Úrslit mótsins urðu þau að thrír keppendur urðu efstir og jafnir eftir mikil átök. Muna menn ekki eftir að slíkt hafi gerst á æfingu Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Gunnar Fr, Sveinn Ingi Sveinsson og Thröstur Thórsson fengu allir 4. vinninga af 5. mögulegum. Sveinn Ingi sem hafði verið ósigraður fram að síðustu umferð tapaði í lokaumferðinni fyrir Gunnari Freyr. Tefldur var bráðabanaskákir, sem endaði með thví að Thröstur Thórsson sigraði og var hann vel að sigrinum kominn, enda sennilega að vinna stórmót í Víkingaskák í fyrsta skipti. Teflt var með 10. mínútna umhugsunartíma á skák.
Úrslit:
1. Thröstur Thórsson 4. vinninga.
2. Gunnar Fr. Rûnarsson 4.v.
3. Sveinn Ingi Sveinsson 4.v.
4. Halldór Ólafsson 2. v.
5. Arnar Valgeirsson 1.v.
6. Orri Víkingsson 0.v.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment