Fyrirfram var búst við öruggum sigri Víkingaklúbbsins á Skákfélagi Akureyrar. Víkingar eru ríkjandi meistarar og hafa nokkra titilhafa innan sinna raða. Akureyringar eru þó þekktir hraðskákmenn og komust einu sinni í úrslit keppninnar þar sem munaði ekki nema vinning á að þeir yrðu meistarar. Hvorugt lið mætti með alla sína sterkustu menn til leiks en heldur meir vantaði í Víkinga sem m.a. þurftu að gefa tvær skákir í fyrstu umferðunum sökum manneklu. Jafnræði var því með sveitunum í fyrstu umferðunum en þegar leið á fyrri umferðina þéttust raðir Víkinga sem náðu góðu forskoti eftir 6-0 sigur í sjöttu umferð. Var því einungis formsatriði fyrir Víkinga að klára viðureignina eftir hlé og liðsstjóri þeirra hinn herskái ljúflingur Gunnar Freyr Rúnarsson gat andað léttar.
Viðureignin endaði svo 48.5 - 23.5 fyrir Víkinga.
Bestum árangri SA-manna náðu:
Jón Garðar Viðarsson 6/12
Stefán Bergsson 5.5/12
Halldór Brynjar Halldórsson 5.5/12
Aðrir sem tefldu: Mikael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson, Gylfi Þórhallsson, Björn Finnbogason og Óskar Long Einarsson.
Árangur Víkinga:
Hannes Hlífar 11 af 11
Björn Þorfinnsson 8 af 9
Davíð Kjartansson 10 af 12
Gunnar Freyr Rúnarsson 8 af 12
Lárus Knútsson 5 af 7
Sigurður Ingason 1 af 7
Haraldur Baldursson 3 af 8
Jónas Jónasson 2 af 4
(tvær skákir töpuðust, auð borð í fyrstu tveim umf)
No comments:
Post a Comment