Thursday, December 5, 2013

Mótin í desember

Jòlamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 11. desember. Tefldar verða 5. umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomin og þátttaka er ókeypis. Keppt verður tveim flokkum: Flokki fæddra 1998-2004 og flokki fæddra 2005 og yngri. Einnig verða sérstök stúlknaverðlaun auk þess sem veitt verða fjöldi aukaverðlauna. Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 15. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. Jòlameistari Víkingaklúbbsins 2012 varð Jón Hreiðar Rúnarsson.

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins Hraðskákmót Vìkingaklúbbsins sem átti að vera miðvikudaginn 11. nóvember í Víkinni verður fært til miðvikudagsins 18. desember (óstaðfest)og hefst það kl 20.00. Tefldar verða 9. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin á mótinu. Núverandi hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins er Davíð Kjartansson.

Jólamót Víkingaklúbbsins í skák og Víkingaskák verður svo haldið fimmtudaginn 26. desember kl. 20.00 á Ölstofunni (óstaðfest, með staðsetningu og dagsetningu). Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00. Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák. Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák. Sveinn Ingi sigraði Víkingamótið á síðasta ári, Davíð Kjartansson sigraði á skákmótinu, en Tómas Björnsson varð hlutskarpastur í tvíkeppninni.

No comments:

Post a Comment