1. deild
Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti lauk um þarsíðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú þrjú öflug lið til keppni. Víkingaklúbburinn náði að styrkja sig frá síðasta tímabili, enda var búist við að keppni í 1. deildinni yrði geysihörð. Thegar líða fór á sumarið varð ljóst að hörkuskáḱmenn væru tilbúnir að ganga til liðs við félagið. Fyrstur kom altjóðlegi meistarinn Björn Þorfinsson, síðar komu m.a Hannes Hlífar Stefánsson, Stefán Kristjánsson, Þorvarð Fannar Ólafsson, Hrannar Baldursson og nokkra geysiöflugir útlendingar. Framundan var geysierfitt og krefjandi verkefni. Formaður klúbbsins hugsaði margoft um verkefnið sem framundan var og leiddi oft hugan að þeim kaleik sem félagið hafið nú fengið í hendur. Til greina kom hreinlega að vera ekki með í geðveikinni. Fyrr um vorið höfðum við séð sjálft spútninklið Máta falla niður um deild með sjálfan Gwain Johns sem stafnmann. Sumarið fór svo í að kanna möguleika á styrkingu. Þegar Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar höfðu gengið til liðs við klúbbinn, þá varð ljóst að atlaga að sjálfum titlinum varð möguleiki. Davíð Kjartansson hafði náð að safna nokkrum erlendum "vélum" í liðið og sá stigahæsti var öðlingurinn Pavel Eljanov, sem fyrir stuttu var 6. stigahæsti skákmaður heims með 2761 skákstig. 4. október var svo ljóst að útlendingarnir hefðu skilað sér til landsins hressir og kátir og föstudaginn 4. október í hádeginu héldum við öflugan liðsfund á Glætunni við Laugaveg þar sem hin liðin voru kortlögð. Sú saga hefði breiðst út um morguninn að TR liðið sem við mættum í fyrstu umferð væri með Margeir Pétursson á 7. borði og Friðrik Ólafsson á 8. borði. Hrikaleg keppni var því að hefjast.
1. umferð: Víkingaklúbburinn - TR 3.5 - 4.5
TR sveitin var mjög sterk og heppnin var heldur ekki í liði með okkar. Friðrik Ólafsson náði að vinna Magnús Örn á 8. borði og Bartosz Socko tapaði fyrir Oleksienko á öðru borði, en Stefán Kristjánsson náði að vinna TR-inginn Karl Thorsteins á 6. borði. Vissulega voru þessi úrslit vonbriggði, en TR liðið var ofursterkt, en þó var hægt að sjá að þeir myndu ekki geta stillt upp svona sterku liðið í öllum umferðum sem síðar átti eftir að koma í ljós. Núna var að duga eða drepast í næstu umferð gegn sterkasta liðinu Bolum. Slæm úrslit þar myndu gera vinningsmöguleika liðsins í keppnina nánast að engu. Reyndar hugsaði formaðurinn að fall væri fararheill, því fyrir um tveim árum tapaði Víkingaklúbburinn í 1. umfeðir 1-5 fyrir B-sveit KR í fyrstu umferði í 4. deild. En eftir harða keppni vann svo Víkingaklúbburinn deildina.
2. umferð: Taflfélaga Bolungarvíkur - Víkingaklúbburinn 4 - 4
Þessi viðureing var geysihörð og salurinn gjörsamlega nötraði. Eljanov tapaði í 1. borði og Björn á 7. borði. Stefán náði hins vegar að vinna aftur og Dziuiba náði að vinna sinn andstæðing á 4. borði. Bartosz Socko á 2. borði var langt kominn með að vinna sína skák, en hún endaði með jafntefli og viðureignin fór því jafntefli, sem voru alls ekki svo slæm úrslit við öflugasta lið keppninnar. Núna var dagskipunin bara að reyna að vinna næstu viðureignir með sem mestum mun og vera áfram inni í keppninni.
3. umferð: Víkingaklúbburinn - Hellir 7.5 - 0.5
Þessi viðureign fór mjög vel. Taflfélagið Hellir eru reyndar ekki eins sterkir og siðustu ár, en eru samt alltaf stórhættulegir með sitt reynslumikla lið eins og önnur úrslit þeirra í keppninni benda til. Stórsigur í þessari viðureign bætti stöðu Víkingaklúbbsins í keppni þeirra bestu mikið og Elianov náði m.a að vinna hinn geysiöfluga Hjörvar á fyrsta borði, en Björn gerði jafntefli á 7. borði.
4. umferði: Taflfélaga Bolungarvíkur-B - Víkingaklúbburinn 1 - 7
Guðmundnur Daðason á 7. borði náði að vinna Björn, en hinar skákirnar unnust allar. Bolar voru með IM Dag Arngrímsson sem var á fyrsta borði og Guðmundur Gísla á 2. borði. Magnús Örnólfsson á 4. borði átti sennilega jafntefli gegn Dzuiba á 4. borði, en Pólverjinn náði að sigra á endanum.
Að lokum
Víkingaklúbburinn er í 2. sæti eftir fyrri hluta keppninnar aðeins hálfum vinningi á eftir Bolungarvík. Taflfélaga Reykjavíkur kemur svo rétt á eftir og Vestmannaeyjar sem eru enn í baráttunni um titilinn eru í fjórða sæti. Þrjár síðustu umferðir keppninnar í Hörpu verða æsispennandi og ómögulegt er að spá um úrslit. Víkingaklúbburinn á eftir að mæta: Akureyri, Goðum Mátum og Vestmannaeyjingum.
Framistaða einstakra liðsmanna:
(GM) Pavel Eljanov-2685 elo tefldi allar skákirnar og stóð sig með prýði og fékk (2.5 af 4)
(GM) Bartosz Socko fékk (2.5 af 4)
(GM), Grzegorz Gajewski fékk (2.5 af 4)
(GM), Marcin Dziuba fékk (3 af 4)
(GM), Hannes Hlífar Stefánsson fékk (3.5 af 4)
(GM), Stefán Kristjánsson fékk (4 af 4)
(IM), Björn Þorfinsson (0.5 af 4)
(FM), Magnús Örn Úlfarsson (1.5 af 3)
(FM), Davíð Kjartansson fékk (1.0 af 1)
Úrslit á Chess-Results hér: