Nokkrir "skáknemendur" Víkingaklúbbsins munu taka þátt í Jólapakkamóti GM Hellis, sem haldið verður 21. desember næstkomandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. GM Hellir, Fjölnir og TR eru að vinna frábært starf í þjálfun barna og unglinga í dag. Víkingaklúbburinn ætlar að feta í fótspor þessara risa og veita þeim samkeppni á næstu árum og það er bara jákvætt að sjá gróskuna í íslensku skáklífi síðustu misseri. Það er orðið nokkuð ljóst að Víkin mun á næstu árum verða miðstöð fyrir unglingastarf á skáksviðinu. Við viljum vinna sem best með hinum félögnum og bjóða krakka úr öðrum félögum og öðrum hverfum velkomin á æfingar á miðvikudögum. Í Vìkina hafa komið í vetur, efnilegir krakkar úr TR, Helli og Fjölni auk þeirra sem nú eru skáð í klúbbinn. Hámarki náði skákstarfið miðvikudaginn 13. desember á jólamóti okkar. Jólapakkamót Hellis er eitt stærsta skákmót ársins og við viljum hvetja unga Víkinga til að skrá sig til leiks.
Jólapakkamót Hellis
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment