Hver sveit var skipuð þremur einstaklingum, en einn starfsmaður mátti vera í hverri sveit. Í ár mættu sjö sveitir til leiks, Vin A, Vin B, Deild 12 & 13, D 15, Búsetukjarnin Bríetartúni, Búsetukjarninn, Flókagötu og Búsetukjarninn Starengi. Sveit Vinjar var gríðarsterk og ekkert lið átti séns í hana að þessu sinni. Sveitin skipuðu þeir Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson og Hjálmar Sigvaldason. B-Sveit Vinjar varð náði öðru sætinu. Undirritaður leiddi svo sveit frá Starengi, sem tók þátt í fyrsta skipti á mótinu og náði sveitin þriðja sæti eftir mikla baráttu, en sveitirnar sem skipuðu þriðja til sjöunda sæti voru nokkuð jafnar að vinningum.
Mótið var hin besta skemmtun, þótt keppnisskapið hleypti stundum mönnum kapp í kinn, þá voru flestir sáttir í mótslok. Vin Athvarf náði að verja titil sinn frá árinu 2012 og stefnir að öllum líkindum á að bæta met D-12 á Kleppi, sem unnið hefur mótið sex sinnum á síðustu níu árum.
Meistarar síðustu ára:
2005: D-12
2006: D-12
2007: D-12
2008: D-12
2009: D-14
2010: D-12
2011: D-12 B sveit
2012: Vin Athvarf
2013: Vin Athvarf A-sveit
No comments:
Post a Comment