Í Víkingaskákinni voru Stefán Þór og Gunnar Fr. í sérflokki. Þeir gerðu jafntefli í innbyrgðisviðureign, Gunnar vann svo allar sínar skákir, meðan Stefán gerði eitt jafntefli í viðbót við Ólaf B. Þórsson. Gunnar F. var því efstur með 8.5 vinninga. Stefán fékk 8. vinninga og Ólafur B. Þórsson endaði þriðji með 7.5 vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tíu, en tefldar voru 9. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur á skákina.
Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. sigraði í þeirri keppni 13.5 vinninga. Stefán Þór koma annar með 13. vinninga, en Ólafur B, Thórsson varð þriðji með 11.5 vinninga.
Mótið var síðasta mót ársins á hinu mangaða ári hjá Víkingaklúbbnum, þar sem félagið varð Íslandsmeistari á Íslandsmóti skákfélaga fyrr á árinu, í 1 og 3 deild. Einnig fór liðið á evrópumót taflfélaga á Ródos í haust og náði þeim árangri að verða Evrópumeistarar smáþjóða (djók).
Úrslit í hraðskákmótinu:
1 Magnús Örn Úlfarsson 7.0
2 Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
3 Stefán Þór Sigurjónsson 5.0
4 Tómas Björnsson 4.0
5 Ólafur B. Þórsson 4.0
6 Jorge Fonseca 3.5
7 Sigurður Áss Grétarsson 3.5
8 Páll Agnar Þórarinsson 3.5
9 Halldór Pálsson 3.5
10 Jón Úlfljótsson 3.5
11 Sturla Þórðarson 2.5
12. Arnþór Hreinsson 2.0
13. Hörður Garðarson 2.0
14. Orri Víkingsson 0.0
Úrslit í Víkingahraðskákinni:
1 Gunnar Fr. Rúnarsson 8.5
2 Stefán Þór Sigurjónsson 8.0
3 Ólafur B. Þórsson 7.5
4 Jorge Fonseca 4.5
5 Tómas Björnsson 4.0
6. Arnar Valgeirsson 3.5
7. Halldór Ólafsson 3.0
8. Páll Agnar Þórarinsson 3.0
9. Sigurður Áss Grétarsson 2.0
10. Orri Víkingsson 0.0
Úrslit í Tvískákmótinu:
1 Gunnar Fr. Rúnarsson 13.5
2 Stefán Þór Sigurjónsson 13.0
3 Ólafur B. Þórsson 11.5
No comments:
Post a Comment