Tuesday, December 16, 2014

Sveinn Ingi og Guðrún Ásta Íslandsmeistarar í Víkingaskák 2014. Páll Andrason sigrar í Áskorendaflokki.

Íslandsmótinu í Vîkingaskák lauk fimmtudaginn 11. desember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni.  Í mótinu í ár var aftur keppt í tveim styrkleikaflokkum eins og í fyrra, landsliðsflokki og áskorendaflokki. 

Landsliðsflokkur

Tefldar voru 7. umferðir með 12. mínútna umhugsunartíma. Baráttan snérist fljótlega upp í einvígi milli þriggja manna eins og í fyrra, þeirra Sveins Inga, Inga Tandra og Gunnars Freys.  Ingi Tandri heltist fljótlega úr lestinni, en þegar tvær umferðir voru eftir voru Gunnar og Sveinn efstir með hálfan vinning niður gegn Inga.  Gunnar lék svo af sér skákinni gegn Stefáni Þór Sigurjónssyni og þurfti því að vinna Svein í síðustu umferð til að ná honum að vinningum.  Á tímabili stóð Gunnar mun betur, en hann hafði biskup gegn Víking í endatafli, en peðastaða Svein var mun betri.  Að lokum lék Gunnar skákinni niður og Sveinn stóð upp sigurvegari annað árið í röð.  Gunnar og Ingi Tandi teldu svo bráðabanaskák með þriggja mínútna umhugsunartíma um annað sætið, þar sem Gunnar hafði betur.  Skemmtilegt var að sjá nýliðan Gylfa Ólafsson mæta til leiks, en hann er núverandi alheimsmeistari í Víkingaskák, en hann vann mótið árið 2003 á Ísafirði og telst því vera ríkjandi alheimsmeistari því mótið fór ekki fram aftur að því er talið er.  Gylfi kom mjög sterkur inn þrátt fyrir æfingaleysi í áratug og vann m.a Halldór Ólafsson og Stefán Þór Sigurjónsson.  Rætt var um það eftir mótið að endurvekja mótið á Ísafirði á næsta ári og yrði það mikil lyftistöng fyrir Víkingaskákina.   

Landsliðsflokkur úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 6.5
* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson   4.5
* 3 Ingi Tandri Traustason 4.5
* 4 Ólafur B. Þórsson 4.0
* 5 Stefán Þór Sigurjónsson 3.5
* 6 Gylfi Ólafsson 2.0
* 7 Sigurður Ingason 2.0
* 8 Halldór Ólafsson 1.0

Áskorendaflokkur

Í áskorendaflokki leiddu saman hesta síðna hörkukeppendur, en Guðrún Ásta Guðmundsdóttir var mætt til að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu áður.  Því miður áttu fleirri stúlkur ekki kost á því að tefla með að þessu sinni, þannig að Guðrún hélt titli sínum þetta árið og endaði með 2.5 vinninga í þriðja sæti.  í öðru sæti varð svo seigluhesturinn Þorgeir Einarsson með 3.5 vinninga.  Páll Andrason gamli unglingameistarinn sigraði í flokknum, en hann tapaði bara einni skák fyrir Þorgeiri Einarssyni.  Fjórði í mótin varð Sturla Þórðarson.  Keppendur tefdlu tvöfalda umferð allir við alla, samtals sex skákir, en umhugsunartíminn var sá sami og í landsliðsflokknum. 

Áskorendaflokkur úrslit:

* 1 Páll Andrason 5.o v
* 2 Þorgeir Einarsson   3.5
* 3 Guðrún  Ásta Guðmundsdóttir 2.5
* 4 Sturla Þórðarson 1.0







No comments:

Post a Comment