Wednesday, December 31, 2014

Stefán Þór og Gunnar Freyr jólavíkingar Víkingaklúbbsins 2014

Stefán Þór Sigurjónsson og Gunnar Fr. Rúnarsson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands þriðjudaginn 30. janúar.  

Stefán Þór sigraði á skákmótinu eftir harða keppni við liðsfélaga sinn Pál Agnar Þórarinsson sem kominn var til Íslands í Víking til að hitta félaga sína um hátíðarnar.  Þeir enduð báðir með 6. vionninga af sjö mögulegum og tefldu bráðabanaskák um titilinn sem Stefán Þór vann, en Stefán stýrði hvítu mönnunum.  Í bráðabananum nægði Páli Agnari jafntefli.  Þriðji varð svo Lárus Knútsson með 5. vinninga.    Keppendur í skákinni voru 18, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.

Í Víkingaskákinni tók Gunnar Fr. fljótlega forustu í mótinu, en hann náði að vinna Svein Inga í 2. umferð og komst þar með á mikla siglingu.  Gunnar vann allar sex skákir sínar.  Í öðru til þriðja sæti urðu Sveinn Ingi og Stefán Þór með 4. vinninga.  Sigurður Ingason og Björn Birkisson komu næstir með 3.5 vinninga. Tvíburabræðurnir Björn og Bárður Birkisson komu ögnarsterkir inn á sitt fyrsta Víkingaskákmót, m.a tókst Bárði að vinna Íslandsmeistarann Svein Inga Sveinsson í 4. umferð.  Frábær árangur hjá þeim bræðrum og systur þeirra sem tók einnig þátt, en hún er einungis 8. ára.  Framganga þeirra á mótinu minnti óneitanlega á árangur Guðmundar Lee árið 2010,  en hann varð óvænt Íslandsmeistari það ár.  Lenka Placnikova stór sig einnig vel á sínu fyrsta móti, en hún hlaut 3. vinninga.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru tólf, en tefldar voru 6. umferðir, þar sem tímamörk voru 7. mínútur á skákina.

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. og Stefán Þór urðu efsti með 10. vinninga af 13. mögulegum.  Þeir þurfa því að tefla einvígi um titilinn (bikarinn) fljótlega á nýja árinu.

Mótið var síðasta mót ársins á hinu mangaða ári hjá Víkingaklúbbnum, þar sem félagið varð Íslandsmeistari á Íslandsmóti skákfélaga annað árið í röð í mars.  En á síðara hluta ársins var fókusinn settur á unglingastarfið.

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1    Stefán Þór Sigurjónsson  6.0 af 7    
  2   Páll Agnar Þórarinsson  6.0      
  3   Lárus Knútsson  5.0              
  4    Lenka Ptacnikova   4.5              
  5    Ólafur B. Þórsson  4.5     
  6   Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0          
  7   Haraldur Baldursson 4.0                
  8   Bárður Birkisson 4.0
  9   Óskar Long Einarsson  3.5      
 10 Halldór Pálsson  3.5
11   Björn Birkisson  3.0
12. Sturla Þórðarson  3.0
13. Sigurður Ingason  3.0
14. Jón Úlfljótsson  2.0
15. Sveinn Ingi Sveinsson  2.0
16. Stefán Már Pétursson  2.0
17. Vignir Vatnar Stefánsson  2.0
18. Freyja Birkisdótir  0.0                            

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


 1.   Gunnar Fr. Rúnarsson  6.0 af 6 
 2.   Sveinn Ingi Sveinsson  4.0                 
 3 .  Stefán Þór  4.0
 4   Sigurður Ingason  3.5
 5   Björn Birkisson  3.5
 6.  Bárður Birkisson  3.0
 7. Halldór Ólafsson  3.0
 8. Halldór Pálsson  3.0
 9. Lenka Ptacnikova  3.0
10. Sturla Þórðarson  2.0
11,Freyja Birkisdóttir  1.0
12. Orri Víkingsson  0.0

Úrslit í Tvískákmótinu:


1. Gunnar Fr. Rúnarsson   10 v. 
2. Stefán Þór Sigurjónsson  10 v.                 
3. Lenka Ptacnikova 7.5
4. Bárður Birkisson 7.0
5. Björn 6.5
6. Sigurður Ingason 6.5
7. Halldór pálsson 6.5
8. Sveinn Ingi Sveinsson 6.0
9. Sturla 5.0
10. Freyja 1.0












No comments:

Post a Comment