Kátt á Kleppi. Í dag héldum við hið árlega jólaskákmót geðdeilda, athvarfa og búsetukjarna. Veðrið var brjálað og víkingurinn Gunnar Fr. Rúnarsson sat fastur í skafli með verðlaunagripina -- en aðrir komust á áfangastað og áttu alveg stórskemmtilega stund. Efstu þrjár sveitir voru leystar út með bókum sem Skrudda lagði til, en þar ræður höfðinginn Steingrímur Steinþórssonríkjum. Við í Hróknum, Vinaskákfélaginu og Víkingaklúbbnum þökkum fyrir frábært mót, þar sem gleðin var leiðarljósið.
(myndir Hrafn Jökulsson)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment