Monday, April 28, 2014

Íslandsmót Víkingaskákfélaga 2014!

Fimmta Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu föstudaginn 16. mai og hefst taflmennskan kl. 19.30.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks. Liðin verða skipuð þriggja manna sveitum auk varamanna og eru tímamörk 15. mínútur á skákina.  Einn lánsmaður er leyfilegur í hverju liði.  Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks.  Boðið er upp á veitingar á staðnum.  Áhugasamir sendi skráningu á vikingakklubburinn(hjá)gmail.com.

 Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:

1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri: Sigurður Ingason)
2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
4. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
5. Ó.S.K skákfélag
6. Skákfélag Íslands (liðstjóri:  Páll Andrason)

Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

Sigurvegarar frá upphafi:

2010:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
2011:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
2012;  Forgjafarklúbburinn, úrslit hér: 
2013:  Skákfélag Vinjar, úrslit hér:

Myndir af Íslandsmeisturum 2013, Skákfélag Vinjar með eignar og farandbikarinn góða!



Meistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið 30. april á Ölstofunni.

Meistarmót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 30. april á Ölstofunni.  Tefldar verða 5. umerðir með 10 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 20.00.  Menn eru hvattir til að mæta örlítið fyrr til að missa ekki af Happy-Hour tilboði dagsins.  Mótið er síðasta tækifærið til að æfa sig fyrir sjálfa liðakeppnina sem haldin verður 14. mai í Víkinni.  

Ingi Tandri sigrar á Víkingaskákæfingu

Víkingaskákæfingin 23. april á Ölstöfunni varð mjög fjörug.  Mættir voru helstu stjörnur reitana 85.  Bestu Víkingaskákmenn heims í happy-hour stuði.  Ingi Tandri Traustason var nýkominn úr frægðaför frá Danaríki, þar sem íslenska landsliðið í Kotru gerði frábæra hluti á Evrópumeistaramótinu.  Ingi Tandri var í miklu stuði á æfingunni og vann allar fimm skákir sínar.  Ingi náði því að vinna aðra Víkingaskákæfingu sína í röð sem telst vera vera mikið afrek.  Ólafur B. Þórsson og Sigurður Ingason deildu 2-3 sætinu. Þröstur Þórsson kom næstur með 2.5 vinninga.  Neðstir á mótinu urðu samt aldursforsetarnir og fyrrum Íslandsmeistar Gunnar Fr og Halldór Ólafsson.  Gunnar gerði tvö jafntefli, en Halldór náði einu jafntefli. Aðrir þátttakendur á æfingunni voru m.a Páll Agnar Þórarinsson, Jorge Fonseca og Stefán Þór Sigurjónsson, sem tefldu allir í B-flokkinum, því þeir mættu of seint til leiks, en þeir æfðu nokkrar léttar skákir og voru í góðum gír.  Margir áhorfendur voru staddir á Ölstofunni, enda frídagur hjá mörgum á sumardaginn fyrsta.  Mjög skemmtileg stemming myndaðist á mótsstað og menn almennt sáttir við keppnistaðinn, en næsta mót (Meistaramót Víkingaklúbbsins) verður einmitt haldið á Ölstofunni miðvikudaginn 30. april og þá má búast við mikilli stemmingu á skákstað.  Á æfingunni voru tefldar 5. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma. 

Úrslit:

* 1 Ingi Tandri Traustason 5 vinninga af 5.
* 2 Sigurður Ingason 3.0 v.
* 3 Ólafur B. Þórsson 3.0 v.
* 4 Þröstur Þórsson 2.5 v
* 5 Gunnar Fr. Rúnarsson 1.0 v.
* 6 Haldór Ólafsson 0.0 v.



Monday, April 21, 2014

Víkingaskákviðburðir

Dagskráin fram á vor:

23. apríl. Víkingaskákæfing.  Ölstofan.   Kl. 20.00.
30. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák.   Ölstofan.   Kl. 20.00
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

28. mai.  Firmamót V'ikingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  20.00.  (Nýtt)

MEISTARAMÓT VÍKINGAKLÚBBSINS Í Víkingaskák verður haldið á Ölstofunni miðikudaginn 30. april og hefst kl.  20.00.  

Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 14. mai og hefst taflið kl.  20.00. Víkingaklúbbsins 2014!

Firmamót VÍKINGAKLÚBBSINS verður haldið 28. mai 2014 og hefst kl.  20.00.  Mótið er öllum opið og fyrirkomulag er þannig að þátttakendur sem ekki tilheyra sérstöku fyrirtæki draga það fyrirtæki sem þeir tefla fyrir í mótinu. Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta á Sumarmót Víkingaklúbbsins 2014!

Sumarfrí 

Friday, April 11, 2014

Stefán Þór sigrar á páskamóti Víkings 2014

Nokkuð góð mæting var á páskamóti Víkings sem fram fór í Víkinni á fimmtudagskvöldið 10. april.  21 keppandi skráði sig til leiks og meðal keppandi voru nokkrir skákmenn af yngri kynslóðinni sem var ánægjulegt.  Margir keppendur á mótinu tóku þátt í páskamóti Vìkings deginum áður og voru því búnir að tefla sig í gott form.

Í fyrstu umferð urðu meðal annars óvænt úrslit, þegar Hörður Garðarsson fyrrum Íslandsmeistari í bréfskák og reyndur meistari settist á móti ungum átta ára pilti, sem gerði sér lítið fyrir og vann gamla meistarann. Herði var mjög brugðið og varð nokkuð órólegur og fannst það einkennilegt að svo ungur drengur sem nýlega væri búinn að læra mannganginn legði hann svona auðveldlega að velli, en greinarhöfundur skýrði fyrir Herði að ungi maðurinn væri sko enginn nýgræðingur í skákinni, því hann væri einn efnilegasti skákmaður landsins í sínum aldursflokki, en ungi maðurinn heitir Óskar Víkingur Davíðsson.  Hörður hafði síðan vaðið fyrir neðan sig síðar í mótinu þegar hann mætti bróður Óskars, sem Stefán Orri heitir, en í þeirri skák var ekkert vanmat í gangi hjá meistara Herði.  

Mótið var mjög skemmtilegt og jafnt, en Stefán Þór Sigurjónsson náði að koma fyrstur í mark, fékk 9. vinninga af 10 mögulegum.  Annar varð Siguringi Sigurjónsson með 8. vinninga, en Gunnar Fr. Rúnarsson varð þriðji með 7.5 vinninga.  Efstur unglinga varð Halldór Atli Kristjánsson með 5. vinninga og bestu stigin, en þrír aðrir piltar náðu fimm vinningum í mótinu.  Tefldar voru 10 umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Eyjólfur Ármannsson mætti á svæðið með sölubás og einnig heiðursvíkingurinn Stefán Bjarnason í FISH auk Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem átti tvo efnilega drengi á mótinu.  Skákstjórn var öruggum höndum Inga Tandra Traustasonar og Erlu Hjálmarsdóttur, sem hljóp í skarðið fyrir Inga, en Erla átti einnig tvo drengi á mótinu.

Úrslit:

* 1 Stefán Þór Sigurjónsson 9.0 af 10
* 2 Siguringi Sigurjónsson 8
* 3 Gunnar Fr. Rùnarsson 7.5
* 4 Ólafur B. Þórsson 7
* 5 Sigurður Ingason 6.0
* 6 Ingi Tandri Traustason 5.5
* 7 Kristján Halldórsson 5.5
* 8 Halldór Pálsson 5.5
* 9 Kristófer Ómarsson 5.5
* 10 Haldór Atli Kristjánsson 5
* 11 Hörður Garðarsson 5
* 12 Óskar Víkingur Davíðsson 5
* 13 Matthías Ævar Magnússon 5
* 14 Dagbjartur Taylor 5
* 15 Daníel Ernir Njarðarson 5
* 16 Snorri Karlsson 4.5
* 17 Sindri Kristófersson 3
* 18 Ólafur Örn Ólafsson 3
* 19 Jón Þór Lemery 3
* 20 Stefán Orri Davíðsson 2.5
* 21 Benedikt Ernir Magnússon 1
* 22 Tommi húsvörður 0

•Hraðskákmeistari Víkings:  Stefán Þór Sigurjónsson
•Unglingameistari Víkings:  Halldór Atli Kristjánsson








Wednesday, April 9, 2014

Úrslit á Páskaeggjamóti Víkingaklúbbsins 2014

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins sem fór fram miðvikudaginn 9. april var fjölmennasta mót í sögu félagsins. 62 krakkar hófu keppni í þrem flokkum. Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri.  Átta krakkar voru skráðir til leiks í peðaskákinni. Tefldar voru 5. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma í mótinu, en í peðaskákinni voru tefldar sjö umferðir án klukku. 

Í peðaskákmótinu hófu átta krakkar mótið.  Efst varð Fjóla Dís Helgadóttir með 6.5 vinninga af sjö mögulegum, en hún á ekki langt að sækja hæfileika sína, því móðir henna er Ingibjörg Edda Birgisdóttir fyrrum Íslandsmeistari kvenna í skák.  Í 2-3 sæti urðu Brynja Vigdís Ingadóttir og Kári Siguringason með 5. vinninga.  Efstur Víkingaklúbbsmanna í peðamótinu varð Oreus Stefánsson með 4.5 vinninga.

Sigurvegari yngri flokks varð Óskar Víkingur Davíðsson en hann varð efstur á stigum eftir harða baráttu við litla bróður sinn Stefán Orra Davíðsson.  Þriðji eftir stigaútreikning varð Róbert Luu með 4. vinninga.  Jón Hreiðar Rúnarsson varð efstur Víkinga, en hann stóð sig frábærlega á Páskaeggjamót GM Heillis sem haldið var tveim dögum áður. Efst stúlkna í yngri flokki varð Ágústa Rún Jónsdóttir.  Alls tóku 25 krakkar þátt í yngri flokki.

Í eldri flokki sigraði Vignir Vatnar Stefánsson, en hann náði að vinna allar viðureignir sínar.  Næstir honum komu Björn Hòlm, en Mykael Kravchuk varð þriðji eftir stigaútreikning, en fimm drengir enduðu í 2-5 sæti með fjóra vinninga.  Efstur Víkingaklúbbsmanna í eldri flokki varð Kristófer Þorgeirsson, sem unnið hafði tvö síðustu æfingamót á barnaæfingu.  Efst stúlkna í eldri flokki varð Selma Guðmundsdóttir, en alls tóku 30 keppendur þátt í eldri flokki.

Stefán Bergsson skákstjóri stjórnaði mótinu af miklu öryggi og vann mikið þrekvirki, sem og Ingi Tandri Traustason, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Stefán Þór Sigurjónsson, Sigurður Ingason og fleirri.  Foreldrar tóku einnig ríkan þátt í mótahaldinu og Lenka Ptácníková stórmeistari var dugleg að benda efnilegum skáknemendum sínum á mótið. Allir krakkarnir fengu svo páskaegg að lokum, en Nói-Sírus styrkti mótið af miklum myndarskap með 40 páskaeggjum, en þau páskaegg sem uppá vantaði voru keypt í Bónus.

Eldri flokkur úrslit hér:

Vignir Vatnar Stefánsson 5
Björn Hólm 4
Mykael Kravchuk 4
Bárður Örn 4
Daníel Ernir Njarðarson 4
Arnar Jónsson 3.5
Matthías Ævar Magnússon 3
Benedikt Ernir Magnússon 3
Guðmundur Agnar Bragason 3
10 Einar Ernir 3
11 Brynjar Haraldsson 3
12 Aron Þór 3
13 Freyr Víkingur Einarsson 3
14 Jón Þór 3
15 Ólafur Örn Ólafsson 3
16 Jóhannes Bjarki 2.5
17 Selma Guðmundsdóttir 2
18 Hallgrímur Páll 2
19 Sævar Breki Snorrason 2
20 Alexander Mai 2
21 Birkir Snær Brynleifsson 2
22 Kristófer Þorgeirsson 2
23 Lárus 2
24 Steinar Logi Jónatansson 2
25 Auður Katrín Jónasdóttir 1.5
26 Tómas Karl Róbertsson 1
27 Sigrún Ásta Jónsdóttir 1
28 Íris Daðadóttir 1
29 Alexander 1
30 Jóhannes Guðmundsson 1
31 Bjarki Arnaldarson
32 Jón Ágúst Haraldsson
33 Stefán Stephensen
34 Þorleifur Fúsi Guðmundsson


Yngri flokkur úrslit hér:

Óskar Víkingur Davíðsson 4.5
Stefán Orri Davíðsson 4.5
Róbert Luu 4
Baltasar Máni 4
Adam Omarsson 3
Jón Hreiðar Rúnarsson 3
Magnús Hjaltason 3
Daníel Sveinsson 3
Ísak Orri Karlsson 3
10 Alexander Már Bjarnþórsson 3
11 Magnús 3
12 Nikolaj 3
13 Stefán Orri Guðmundsson 2.5
14 Gabríel Sær Bjarnþórsson 2
15 Jónas Guðmundsson 2
16 Jakob Atli 2
17 Andri Már Helgason2
18 Guðmann Brimar Bjarnason 2
19 Ásgeir Bragi 2
20 Úlfur Bragason 2
21 Jón Ágúst 1.5 v.
22 Bjarki 3
23 Steinþór Hólmar 3
24 ÁgústaRúnJónasdóttir 1
25 Sebastian 1
26 Daníel
27 Elsa Kristín Arnaldardóttir
28 Kolbeinn Helgi Magnússon
29 Margrét Hekla
30 Sesselja Fanney Kristjánsdóttir


Úrslit í peðaskák

1. Fjóla Dís Helgadóttir 6.5 2 Brynja Vigdís Ingadóttir 5 3 Kári Siguringason 5 4. Orfeus Stefánsson 4.5 5. Ragna Rúnarsdóttir 4 6. Margrét Hekla Finnsdóttir 1.5 7. Bergþóra Gunnarsdóttir 1.5