Saturday, September 29, 2018

Kringluskákmótið 2018, úrslit

Æsispennandi Kringluskákmóti fimmtudaginn 20, september lauk með því að Vignir Vatnar (Sjóvá) og Helgi Áss (Suzuki bílar) urðu efstir og jafnir með 6. vinninga af sjö mögulegum. Vignir varð hlutskarpari eftir stigaútreikning, en það munaði litlu. Jóhann Hjartarson (Íslensk Erfðargreining) þurfti að sleppa síðustu umferð vegna tónleika, en hann hefði mætt Vigni í síðustu umferð. Björn Þorfinnsson (Spútnik) náði þriðja sætinu á sömu reglu, en fimm keppendur deildu 3-8 sæti. Björn varð efstur Víkinga. Gunnar Eric Guðmundsson (Betra Líf) varð efstur pilta 12. ára og yngri og Iðunn Helgadóttir efst stúlkna. Veronika Steinunn (Dýrabær) varð efst kvenna og Einar Dagur Brynjarsson (Sensa) efstur Víkinga 12. ára og yngri. Alls tóku 38 keppendur þátt. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson og Róbert Lagermann (Le Kock) aðstoðaði. Telfdar voru sjö umferðir með 4 2 umhugsunartíma.

Frétt hér:  
Myndir hér: 
Chess results hér:























Monday, September 24, 2018

Golfskákmót Víkingaklúbbsins 2018, úrslit

Golfskákmót Vikingaklúbbsins fór fram við fjölbreyttar aðstæður sunnudaginn 23 september í Mýrinni Garðabæ, en Mýrarvöllur er vinalegur en þó krefjandi golfvöllur á glæsilegu golfsvæði Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.  Mótið fór fram í sól, hita, rigningu, kulda og á seinni níu holum vallarins fengu keppendur að kynnast íslensku hagléli.  Íslenskt haustveður eins og það gerist hvað skemmtilegast. Fyrst voru spilaðar 18 holur (tveir hringir) og í lokinn var haldið 5. umferða skákmót í glæsilegum húsakynnum GKG.

Stefán Bjarnason sigraði golfmótið og varði því titil sinn frá 2017 og 2016.  Stefán hefur því sigrað golfið, þrjú ár í röð.  Hann spilaði á 84 höggum og náði 39 punktum.  Annar í golfmótinu varð Pálmi Péturssin, en hann spilaði í 99 höggum (28 punktum).  Þriðji varð Páll Sigurðsson, sem kom rétt á eftir Pálma með 100 högg (28 punktar).  Pálmi Pétursson varð punktameistari golfmótsins, því hann spilaði betur á seinni níu holum vallarins.  Alls tóku fimm spilarar þátt í golfkeppninni, þar af voru þrír formenn stærstu skákklúbba stórhöfuðborgarsvæðisins.  Vel fór þó á með mönnum, þrátt fyrir taugatitring undanfarinna ára á mótum eins og Íslandsmóti skákfélaga, þá kom það ekki að sök, enda formenn þessir dagfarsprúðir með afbrigðum.  

Eftir mótið var telft í golfskálanum, en við bættust þá auka skákmenn.  Ólafur B. Þórsson sigraði skákmótið með fullu húsi.  Í öðru til fjórða sæti urðu þeir Pálmi Pétursson, Páll Sigurðsson og Gunnar Fr. Rúnarsson. 

Pálmi Pétursson sigraði golfskákmótið þegar lagt var saman samanlagðan árangur í golfi og skák, þrátt fyrir að hann tapaði í síðustu umferð fyrir Gunnar Fr, þá var sigur Pálma í golfskákinni aldrei í hættu.  

Þetta er fjórða árið í röð sem Víkingaklúbburinn heldur golfskákmót með þessu sniði og þetta er að öllum líkindum eina mótið á árinu 2018, þar sem telft er skák og spilað golf á sama tíma (Á Íslandsmóti skákmanna í golfi á Leirunni, var ekki telft skák), en það gerðist einnig 2016, þegar Íslandsmót skákmanna í golfi féll niður.  Rætt er um að mót næsta árs fari fram fyrr um sumarið til að auka þátttöku og spila þá á stærri golfvelli, s.b Leirdalinn í Garðabæ.


Úrslit: 

Höggleikur:

1. Stefán Bjarnason 84 högg
2. Pálmi Pétursson 99
3. Páll Sigurðsson 100
4. Gunnar Fr. Rúnarsson 115
5. Benjamín Jóhann Johnsen 129

Punktakeppni:

1. Pálmi Pétursson 28 punktar (fleirri punktar á seinni 9)
2. Páll Sigurðsson 28
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 25
4. Benjanín Jóhann Johnsen 15
(Stefán Bjarnason fékk flesta punkta, en gat ekki unnið punktakeppnina)

Golfskák (tvíkeppni):

1. Pálmi Pétursson
2. Páll Sigurðsson
3. Gunnar Fr. Rúnarsson
4. Benjamín Jóhann Johnsen

Golfskák punktakeppni:

1. Páll Sigurðsson
2. Gunnar Fr Rúnarsson
3. Benjamín Jóhann Johnsen

Skákmót:

1.  Ólafur B. Þórsson 5. v
2. Pálmi Pétursson 3. v
3. Páll Sigurðsson 3. v
4. Gunnar Fr Rúnarsson 3. v
5. Sturla Þórðarson 1. v
6. Benjamín J. Johnsen 0. v

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2018:  Stefán Bjarnason
Golmeistari Víkingaklúbbsins 2018 punktar:  Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017: Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktakeppni:  Páll Sigurðsson

Úrslit 2017 hér: Úrslit 2016 hér: Úrslit 2015 hér:  Úrslit 2014 hér: og hér:





















































Saturday, September 15, 2018

Meistaramót Vìkingaklúbbsins í golfi 2018

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2018 verður haldið á Mýrinni/ eða Sandgerði, sunnudaginn 23. september og hefst mótið kl: 11.00.  Mæting kl.  10.30 (breytt dagsetning).  Spilaðar verða 18 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2016. 

Um kl. 17.00 verður haldið niður í Skáksamband, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744).

Úrslit mótsins 2017 hér:Úslit mótsins 2016 hér
Úrslit mótsin 2015 hér:
Úrslit mótsins 2014 hér: og hér:   

Wednesday, September 5, 2018

Kringluskákmótið 2018

Kringluskákmótið 2018 fer fram fimmtudaginn 20 september, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 4 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 


1. verðlaun 15.000 kr.
2. verðlaun 10.000 kr. 
3. verðlaun 5000 kr.  


Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fædd 2006 og yngri) í stráka og stelpuflokki fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Omar Salama, sem telfdi fyrir Sjóvá.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Úrslit Kringlumótsins 2015 hér
Kringlumóitið 2015, myndaalbúm hér
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér
Úrslit Kringlumótsins 2017 hér

kringlan18