Tuesday, December 31, 2013

Áramótakveðja frá Víkingaklúbbnum

Árið 2013 sem nú er næstum á enda runnið mun lengi lifa í minningunni. Margar vinnustundir hafa farið í að láta  þetta ótrúlega verkefni  þróast áfram. Víkingaklúbburinn, sem varð til í hugskoti formanns haustið 2007 í N-Thailandi og í framhaldinu bjuggum við svo til skáklið Víkingaskákmanna og vina og sendum lið í 4. deild  þá um haustið.  Haustið eftir sameinaðist liðið Skákklúbb Guttorms Tudda og framhaldið var ævintýralegt. Árið 2013 urðum við svo Íslandsmeistarar i 1 og 3 deild og sendum síðan lið á Evrópumót taflfélaga á eyjunni Ródos í Grikklandi. Það er ekkert leyndarmál að árið 2013 var erfitt. Við ákváðum að fara á Evrópumótið og henda okkur til sunds í djúpu lauginni. Við stukkum af bátnum 6. kílómetra frá landi. Við erum nú giftursamlega komnir á land og erum núna að ganga berfættir yfir úfið hraunið til byggða. Við sjáum ljósið á enda gangana og sjáum nú ekki eftir  því að hafa hafið tekið stökkið. Næstu misseri verða mjög skemmtileg og það er von margra að við getum endurtekið leikinn og sent lið á Evrópumót taflfélaga í Bilbaó á Spáni næsta haust. Víkingaklúbburinn er búinn að vera í samstarfi við Knattspyrnufélagið Víking síðan sumarið 2012. Það var mikið gæfuspor að komast í gott húsnæði. Við erum nú með tvo fína sali til umráða. Erum með miðvikudagsæfingar/mót tvisvar sinnum í mánuði, en barnaæfingar eru einu sinni í viku, alla miðvikudaga kl 17.00. Fjögur skákmót á ári, tvö hraðskákmót og tvo atskákmót. Fjögur stór Víkingaskákmót og fjögur unglinga og barnamót. Starfsemin er kominn í fastan farveg og samstafið við Víking mun fljótega leiða til sameiningar, en að sjálfsögðu verða félagsmenn skákfélagsins að koma að þeirri vinnu.

Unglinga og barnastafið á miðvikudögum er það sem við erum hvað stoltastir af. Vissulega erum við ekki að sömu stærðargráðu og risarnir Fjölnir, TR og Hellir í barnastarfi. En við getum lært margt af þeim og samkeppnin er af hinu góða. Sem betur fer þá er samstarf milli félgana gott og fínt er að leita til manna eins og t.d Jóns Þorvaldssonar, Vigfús Óðins Vigfússonar (GM-Helli), Helga Árnasonar og Gunnars Björnssonar ef maður vill fá ráðleggingar. Einnig var samstarfið við Vinjarfélagið gott á árinu, en þeir hafa  margsinnis lánað okkur töfl og klukkur.  Haraldur Baldursson stjórnarmaður í félaginu hefur verið duglegur í hinum ýmsu verkefnum og þar kemur reynsla hans að góðum notum.  Sigurður Ingason hefur hjálpað mikið til við skákkennsluna á miðvikudögum, en einnig hafa Tómas Björnsson og Stefán Þór Sigurjónsson hjálpað til. Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Þorfinnson tefldu fjöltefli í vetur, sem heppnuðust vel.  Það var líka gott að finna hvað baklandið hjá Víking var sterkt og án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Á æfingar hjá okkur hafa komið krakkar úr öðrum félögum. Sérstaklega ánægjulegt að Lenka Ptacnikova leiðbeindi okkur í haust. Einnig Siguringi Sigurjónsson og Stefán Bergsson á stóra barnamótinu í desember. Hópurinn var ekki stór, en hann hefur fjölgað jafnt og þétt. Sérstaklega langar mig að minnast á tvo unga menn, sem mæta á næstum hverja einustu æfingu í vetur. Annar er frændi minn fæddur 2007 og byrjaði í haust, en hinn er fæddur 2005 og byrjaði síðasta haust og hefur tekið stórstígum framförum. Fleirri krakkar hafa verið að stimpla sig inn með áhuga og ástundun.   Einu vonbrigðin á árinu ef svo má að orði komast var að klúðra því að senda sveit á Íslandsmót barnaskólasveita í nóvember. Við vorum ekki með neitt vinningslið, en aðalatriðið er að vera með og byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina.   Við munum klárlega senda tvær sveitir í þessa keppni á næsta ári.  Árangur D-liðsins í 4. deild, sem skipuð var strákum fæddum árið 2005 og eldri var mjög góð.  Sveitin er nú ofarlega í 4. deild og það verður spennandi að sjá hvernig þeir spjara sig í seinni hluta keppninnar í lok febrúar.

Víkingaskákin sjálf hefur aðeins dalað, en núna er stefnt á að spíta í lófana og auka iðkendum. Íslandsmótið í Víkingaskák 2013 gekk mjög vel og það var ánægjulegt að sjá þrjár mjög áhugasamar stúlkur úr Skákfélaginu Ó.S.K taka þátt. Þær muna koma sterkar inn á næsta ári og gera Víkingaskákinna enn skemmtilegri. Það er bjargföst trú formanns að Víkingaskákin og Klassíska-skákin, eiga að vera áfram undir einum hatti hjá félaginu. Við erum með eitt félagatal, en allir áhugamenn um Víkingaskák í öðrum skákfélögum eru velkomnir í okkar félag sem aukafélagar. Einnig er ég með bón til félagsmanna um að hjálpa til ef þeir hafa tök á meðan starfið er að komast í fastara form. Starfið hefur verið á of fáum herðum, en vonandi náum við að dreifa álaginu svo við þessir fáu þurfum ekki að brenna út. En vissulega ánægjurlegt að sjá að allur svitinn, blóðið og tárin eru að skila sér í öflugu félagi.

Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum:  Hjörvar Steinn Grétarsson.  Hjörvar kom til félagsins síðasta haust til að styrkja okkur í titilvörninni.  Hjörvar hefur staðið sig vel á árinu og náði síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli í ferðinni til Ródos í haust.  Hjörvar sigraði einnig glæsilega á hraðskákmóti Víkingaklúbbsins í desember.  Hjörvar er glæsilegur fulltrúi félagsins og stefnir á enn stærri hluti í framtíðinni.  Ekki er hægt að segja hversu lengi hann verður í félaginnu, en við erum þakklátir fyrir þann tíma sem meistararnir gefa okkur.

Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum:  Þröstur Þórsson.  Þröstur hefur bætt sig gríðarlega á árinu í Víkingaskákinni. Hann vann nokkra frækna sigra og er á góðri leið með að verða fyrsti Íslandsmeistarinn í Víkinga-bréfskák, en því móti fer senn að ljúka.   

Óska öllum skákfélögum nær og fjær gleðilegs árs.

 Gunnar Fr. Rúnarsson



Magnús Örn og Gunnar Freyr jólavíkingar Víkingaklúbbsins 2013

Magnús Örn Úlfarsson og Gunnar Fr. Rúnarsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var mánudaginn 30 desember á veitingastaðnum Dillon. Magnús Örn sigraði af nokkru öryggi í skákmótinu. Hann sigraði í öllum sjö skákunum, en næstir honum að vinningum komu Gunnar Fr. og Stefán Þór með 5. vinninga.  Keppendur í skákinni voru 14, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.

Í Víkingaskákinni voru Stefán Þór og Gunnar Fr. í sérflokki.  Þeir gerðu jafntefli í innbyrgðisviðureign, Gunnar vann svo allar sínar skákir, meðan Stefán gerði eitt jafntefli í viðbót við Ólaf B. Þórsson.   Gunnar F. var því efstur með 8.5 vinninga.  Stefán fékk 8. vinninga og Ólafur B. Þórsson endaði þriðji með 7.5 vinninga.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru tíu, en tefldar voru 9. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur á skákina.

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. sigraði í þeirri keppni 13.5 vinninga.  Stefán Þór koma annar með 13. vinninga, en Ólafur B, Thórsson varð þriðji með 11.5 vinninga.

Mótið var síðasta mót ársins á hinu mangaða ári hjá Víkingaklúbbnum, þar sem félagið varð Íslandsmeistari á Íslandsmóti skákfélaga fyrr á árinu, í 1 og 3 deild.  Einnig fór liðið á evrópumót taflfélaga á Ródos í haust og náði þeim árangri að verða Evrópumeistarar smáþjóða (djók).

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1    Magnús Örn Úlfarsson        7.0     
  2    Gunnar Fr. Rúnarsson        5.0      
  3    Stefán Þór Sigurjónsson  5.0              
  4    Tómas Björnsson                  4.0              
  5    Ólafur B. Þórsson                    4.0     
  6   Jorge Fonseca                         3.5            
  7   Sigurður Áss Grétarsson    3.5                
  8   Páll Agnar Þórarinsson    3.5
  9   Halldór Pálsson                      3.5      
 10 Jón Úlfljótsson                        3.5
11   Sturla Þórðarson                 2.5
12. Arnþór Hreinsson                2.0
13. Hörður Garðarson                 2.0
14. Orri Víkingsson                        0.0                               

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


  1   Gunnar Fr. Rúnarsson          8.5 
  2   Stefán Þór Sigurjónsson   8.0               
  3   Ólafur B. Þórsson                7.5            
  4   Jorge Fonseca                         4.5
  5   Tómas Björnsson                    4.0
  6.  Arnar Valgeirsson                 3.5
  7. Halldór Ólafsson                     3.0
  8. Páll Agnar Þórarinsson      3.0
  9. Sigurður Áss Grétarsson      2.0
 10. Orri Víkingsson                      0.0

Úrslit í Tvískákmótinu:


  1   Gunnar Fr. Rúnarsson          13.5 
  2   Stefán Þór Sigurjónsson   13.0               
  3   Ólafur B. Þórsson                 11.5    
       
















Monday, December 23, 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins verður mánudaginn 30. des og hefst það kl 20.00. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Mótið fer fram í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (kemur í ljós eftir jól). Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.

Mótið er hálfopið boðsmót og allir félagar og velunnarar eru velkomnir, en skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

MÓTIÐ VERÐUR HALDIÐ Á DILLON ROKKBAR:

Dillon rokkbar




Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:



Friday, December 20, 2013

Íslandsmót geðdeildasveita, búsetukjarna og athvarfa 2013

Hið árlega jólaskákmót á Kleppi var haldið föstudaginn 20. desember, en að mótinu að þessu sinni stóðu Vin, Hrókurinn og Víkingaklúbburinn. Mótið er sveitakeppni geðdeilda, athvarfa og búsetukjarna og mótið á sér um 20. ára sögu. En frá árinu 2005 hefur mótið verið haldið árlega.

Hver sveit var skipuð þremur einstaklingum, en einn starfsmaður mátti vera í hverri sveit. Í ár mættu sjö sveitir til leiks, Vin A, Vin B, Deild 12 & 13, D 15, Búsetukjarnin Bríetartúni, Búsetukjarninn, Flókagötu og Búsetukjarninn Starengi. Sveit Vinjar var gríðarsterk og ekkert lið átti séns í hana að þessu sinni. Sveitin skipuðu þeir Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson og Hjálmar Sigvaldason. B-Sveit Vinjar varð náði öðru sætinu.  Undirritaður leiddi svo sveit frá Starengi, sem tók þátt í fyrsta skipti á mótinu og náði sveitin þriðja sæti eftir mikla baráttu, en sveitirnar sem skipuðu þriðja til sjöunda sæti voru nokkuð jafnar að vinningum.

Mótið var hin besta skemmtun, þótt keppnisskapið hleypti stundum mönnum kapp í kinn, þá voru flestir sáttir í mótslok. Vin Athvarf náði að verja titil sinn frá árinu 2012 og stefnir að öllum líkindum á að bæta met D-12 á Kleppi, sem unnið hefur mótið sex sinnum á síðustu níu árum.

Meistarar síðustu ára:

2005: D-12
2006: D-12
2007: D-12
2008: D-12
2009: D-14
2010: D-12
2011: D-12 B sveit
2012: Vin Athvarf
2013: Vin Athvarf A-sveit










Thursday, December 19, 2013

Jólapakkamót Hellis 2013

Nokkrir "skáknemendur" Víkingaklúbbsins munu taka þátt í Jólapakkamóti GM Hellis, sem haldið verður 21. desember næstkomandi í Ráðhúsi Reykjavíkur.  GM Hellir, Fjölnir og TR eru að vinna frábært starf í þjálfun barna og unglinga í dag.  Víkingaklúbburinn ætlar að feta í fótspor þessara risa og veita þeim samkeppni á næstu árum og það er bara jákvætt að sjá gróskuna í íslensku skáklífi síðustu misseri.  Það er orðið nokkuð ljóst að Víkin mun á næstu árum verða miðstöð fyrir unglingastarf á skáksviðinu.  Við viljum vinna sem best með hinum félögnum og bjóða krakka úr öðrum félögum og öðrum hverfum velkomin á æfingar á miðvikudögum.  Í Vìkina hafa komið í vetur, efnilegir krakkar úr TR, Helli og Fjölni auk þeirra sem nú eru skáð í klúbbinn.  Hámarki náði skákstarfið miðvikudaginn 13. desember á jólamóti okkar.  Jólapakkamót Hellis er eitt stærsta skákmót ársins og við viljum hvetja unga Víkinga til að skrá sig til leiks.

Jólapakkamót Hellis

Tuesday, December 17, 2013

Hjörvar Steinn Grétarsson hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2013

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Meistaramóti Víkingaklúbbsin í hraðskák sem fram fór í Víkinni á miðvikudagskvöldið 17. desember. Annar varð Óliver Aron Jóhannesson með 6.5 vinninga, en í næstu sætum komu þeir Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Þorfinsson og Gunnar Fr. Rúnarsson með 6. vinninga. Mótið var fjölmennt og sterkt. 26. keppendur tóku þátt í mótinu og er þetta að öllum líkindum fjölmennasta fullorðinsskákmót sem haldið hefur verið í Víkinni. Á unglingamótinu í síðustu viku tóku 51. keppandi þátt. Tefldar voru 9. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma og skákstjóri á mótinu var hinn röski Ingi Tandri Traustason.

* 1 Hjörvar Steinn Grétarsson 9.0 af 9
* 2 Óliver Aron Jóhannesson 6.5
* 3-5 Vignir Vatnar Stefánsson 6.0
* 3-5 Björn Þorfinnsson 6.0
* 3-5 Gunnar Fr. Rúnarsson 6.0
* 6-8 Ólafur B. Þórsson 5.5
* 6-8 Magnús Pálmi Örnólfsson 5.5
* 6-8 Jón Trausti Harðarsson 5.5
* 9-10 Stefán Bergsson 5.0
* 9-10 Tómas Björnsson 5.0
* 11-16 Davíð Kjartansson 4.5
* 11-16 Sigurður Ingason 4.5
* 11-16 Sturla Þórðarson 4.5
* 11-16 Jòhann Ingvason 4.5
* 11-16 Jón Úlfljótsson 4.5
* 11-16 Elsa María Kristinsdóttir 4.5
* 17-19 Hrund Hauksdóttir 4.0
* 17-19 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 17-19 Kristján Örn Elíson 4.0
* 20-21 Bárður Örn Birkisson 3.5
* 20-21 Björn Hólm Birkisson 3.5
* 22-26 Donika Kolka
* 22-26 Óskar Long Einarsson
* 22-26 Matthías Magnússon
* 22-26 Gunnar Friðrik Ingibergsson
* 22-26 Benedikt Magnússon

•Kvennaverðlaun: Elsa María Kristinsdóttir
•Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsin: Hjörvar Steinss Grétarsson
•Unglingameistari: Óliver Aron Jòhannesson















Friday, December 13, 2013

Hraðskákmót Víkingaklúbbsins 2013

Hraðskákmeistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið þriðjudaginn 17. desember Í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst taflið kl. 20.00. Tefldar verða 9 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma.  Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglinga og kvennaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar á staðnum.  Núverandi hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins er Davíð Kjartansson. 

AÐ GEFNU TILEFNI ER MÆLT MEÐ AÐ SKÁKMENN SKRÁI SIG TIL LEIKS TIL AÐ TRYGGJA ÞÁTTTÖKU.

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur


Wednesday, December 11, 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins 2013

Jólamót Víkingaklúbbsins sem lauk í miðvikudaginn 11. desember var stærsta mót í sögu Víkingaklúbbins. 53 krakkar hófu keppni í tveim flokkum. Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri. Tefldar voru 5. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. 

Sigurvegari yngri flokks var hinn bráðefnilegi Óskar Víkingur Davíðsson en hann vann allar skákir sínar. Annar varð Baltasar Gunnarsson með 4. vinninga, en jafn honum en lægri á stigum varð Jón Hreiðar Rúnarsson, sem jafnframt varð efstur félagsmanna Víkingakklúbbsins.  Í næstu sætum komu nokkrir bráðefnilegir krakkar með sömu vinninga en lægri á stigum.  Karitas Jónsdóttir varð efst stúlkna í yngri flokki.

Í eldri flokki sigraði undrabarnið Vignir Vatnar Stefánsson eftir hörku bráðabanaskák við Guðmund Bragason. Vignir Vatnar og Guðmundur voru jafnir með 5. vinninga í mótslok og tefldu svokallaða bráðabanaskák (Harmagedón).  Í miklu tímahraki þar sem Vingir átti 30 sekúntu eftir, en Guðmundur eina mínútu, þá varð Guðmundi það á að leika ólöglegum leik og skákin dæmist því töpuð.   Mikael Kravchuk náði 3. sætinu, en hann er mikið efni.  Jón William Snider varð efstur félagsmanna eldri flokki og efst stúlkna varð Fanney Lind Jónsdóttir.

Stefán Bergsson skákstjóri stjórnaði mótinu af miklu öryggi og vann mikið þrekvirki. Lenka Placnikova mætti með marga nemendur sína á svæðið og hjálpaði mikið til, sem og Siguringi Sigurjónsson.  Sigurður Ingason var einnig mættur til að hjálpa til.  Foreldrar krakkana tóku ríkan þátt og hjálpuðu til við mótahaldið.  

Knattspyrnufélagið Víkingur veitti öllum krökkunum viðurkenningu og krakkarnir fengu einnig kennsluhefti frá Siguringa skákkennara.  Barnaæfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 15. janúar og verða vikulega fram á vor.  M.a er stefnt að tveim stórum mótum, páskamóti og vormóti.

Eldri flokkur úrslit:

* 1 Vignir Vatnar Stefánsson 5.o
* 2 Guðmundur Bragason  5.0
* 3 Mikael Kravchuk 4.0
* 4 'Jóhann Vilhjálmsson 4.0
* 5 Tómas Eiríksson 2.5
* 6 Matthías Ævar Magnússon 3.0
* 7 Daníel Ernir Njarðarson 3.0
* 8 Arnór Tjörvi 3.0
* 9.Ásvaldur Sigthórsson 3.0
* 10 Brynjar Haraldsson   3.0
* 11 Aron Thór 3.0
* 12 Fanney Lind Jónsdóttir 2.0

aðrir minna, en alls tóku 21. keppandi þátt í eldri flokki

Yngri flokkur úrslit:

* 1 Óskar Víkingur Davíðsson 5.0
* 2 Baltasar Gunnarsson 4.0
* 3 JónHreiðar Rúnarsson 4.0
* 4 Sólon  Siguringason 4.0
* 5 Adam Ómarsson 4.0
* 6 Robert Luu 3.5
* 7 Ingibert Erlingsson 3.5
* 8 Alexander Már 3.5
* 9 Óttar  B. Sigfússon 3.5
* 10. Daníel Sveinsson 3.5

Aðrir minna, en alls tóku 32. keppendur þátt í yngri flokki.  Smá villa í tölvukerfi orsaði það að úrslitin í yngri flokki eru enn ekki nógu nákvæm.