Davíð Kjartansson kom sá og sigraði á Atskákmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í Víkingsheimilinu í kvöld. Davíð tók fljótlega forustu á mótinu og gat hægt á í lokin með tveim jafnteflisskákum. Í 2-3 sæti urðu svo Bárður Örn Birkisson og Gunnar Fr. Rúnarsson með 4.5 vinninga, en Bárður sigraði jafnframt í unglingaflokki á meistaramótinu. Mikla athygli vakti góð frammistaða bræðrana Bárðs og Björns Birkissonar á mótinu, en þeir telfdu allan tíman á efstu borðum. Mótið var atskákmót, en atskák telst vera lögleg ef umhugsunartíminn er meira en 10. mínutur á keppanda, en umhugsunartíminn á meistaramóti Víkingaklúbbsins var 11. mínútur á keppanda. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem keppt er með þessum tímamörkum á skákmóti á Íslandi.
Úrslit:
1. Davíð Kjartansson 5.0 vinn af 6.
2-3. Bárður Örn Birkisson 4.5 v.
2-3. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 v.
4. Ólafur Brynjar Þórsson 4.0 v.
5-6. Björn Hólm Birkisson 3.5 v.
5-6. Halldór Pálsson 3.5 v.
7-8. Ingi Tandri Traustason 3.0 v.
7-8. Aron Þór Mai 2.5 v.
9-10. Héðinn Briem 2.5 v.
9-10. Úlfur Orri Pétursson 2.5 v.
11-13. Alexander Olever mai 2.0 v.
11-13. Hjálmar Sigvaldason 2.0 v.
11-13. Gunnar Ingibergsson 2.0 v.
14. Víkingur Orri Víkingsson 0.0 v.
Það veður enginn í vélarnar!
Thursday, November 27, 2014
Monday, November 24, 2014
Atskákmót Víkingaklúbbsins 2014
Atkvöld Víkingaklúbbsins verður haldið fimmtudaginn 27. nóvemer í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst taflið kl 20.00. Tefldar verða sex umferðir með 11. mínútna umhugsunartíma. Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Atskákmeistari Víkingaklúbbsins 2014. Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga, en þetta er jafnframt fyrsta skipti sem teflt er 11. mínútna skákir í Víkinni. Núverandi atskákmeistari Víkingaklúbbsins er Davíð Kjartansson.
Friday, November 21, 2014
Jólamót Víkingaklúbbsins 2014
Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 10. desember. Í A og B flokki verða telfdar 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann, en í C flokki verða telfdar 4. umferðir með 7. mínútur á mann. Mótið hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Skákstjóri verður hinn reynslumikli Stefán Bergsson.
Keppt verður þrem aldursflokkum á mótinu.
A flokkur keppendur fæddir 1999-2004 (5-10 bekkur).
B flokkur keppendur fæddir 2005-2007 (2-4 bekkur).
C flokkur keppendur fæddir 2008 og yngri, PEÐASKÁK (1. bekkur). Þeir keppendur sem fæddir 2008 og yngri sem vilja taka þátt í B flokki geta það að sjálfsögðu.
Einnig verða sérstök stúlknaverðlaun auk þess sem veitt verða fjöldi aukaverðlauna. Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 14. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor.
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com
Í fyrra sigraði Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Óskar Víkingur Davðsson sigraði í yngri flokki
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Heimilisfang hér:
Keppt verður þrem aldursflokkum á mótinu.
A flokkur keppendur fæddir 1999-2004 (5-10 bekkur).
B flokkur keppendur fæddir 2005-2007 (2-4 bekkur).
C flokkur keppendur fæddir 2008 og yngri, PEÐASKÁK (1. bekkur). Þeir keppendur sem fæddir 2008 og yngri sem vilja taka þátt í B flokki geta það að sjálfsögðu.
Einnig verða sérstök stúlknaverðlaun auk þess sem veitt verða fjöldi aukaverðlauna. Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 14. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor.
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com
Í fyrra sigraði Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Óskar Víkingur Davðsson sigraði í yngri flokki
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Heimilisfang hér:
Knattspyrnufélagið Víkingur
Thursday, November 20, 2014
Íslandsmótið í Víkingaskák 2014!
Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2014 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni fimmtudaginn 11. desember kl. 19.00. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.
Eins og í fyrra verður keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir þá keppendur sem eru stigalausir eða eru að tefla Víkingaskák í fyrsta skipti.
Núverandi Íslandsmeistari er Sveinn Ingi Sveinsson og skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.
Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Sunday, November 16, 2014
Íslandsmót unglingasveita 2014
Víkingaklúbburinn tók í fyrsta skipti þátt í Íslandsmóti unglingasveita sem fram fór í Garðabæ síðustu helgi. Tólf krakkar tefldu með þrem sveitum félagsins, en A sveit félagsins náði í 18. sæti í kepnninni. Allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði, en stærsti sigur okkar félags var að mæta til leiks, en í fyrra náðum við ekki að senda sveit. Til gamans má geta þess að á síðasta ári sendum við fjórar sveitir á Íslandsmót skákfélaga í fullorðinsflokki, en enga sveit í unglingamótið, en í ár vorum við með þrjár sveitir í fullorðinsmótinu og þrjár í unglingaflokki.
Mótið var frábært í alla staði, en það hefði mátt vera kaffi og veitingaaðstaða fyrir keppendur, liðstjóra og foreldra. Jón Hreiðar Rúnarsson var með besta árangur Víkinga 4.5 af 7 á 1. borði í a-sveit. Eftir 3-4 ár geta Víkingar stefnt á að vera í toppbaráttu á mótinu, en þangað til er skemmtilegt uppbyggingastarf framundan.
Frétt af mótinu hér:
Chess result hér:
Myndaalbúm hér:
Mótið var frábært í alla staði, en það hefði mátt vera kaffi og veitingaaðstaða fyrir keppendur, liðstjóra og foreldra. Jón Hreiðar Rúnarsson var með besta árangur Víkinga 4.5 af 7 á 1. borði í a-sveit. Eftir 3-4 ár geta Víkingar stefnt á að vera í toppbaráttu á mótinu, en þangað til er skemmtilegt uppbyggingastarf framundan.
Frétt af mótinu hér:
Chess result hér:
Myndaalbúm hér:
Fréttir frá Póllandi
Það hefur verið gaman að kynnast pólskum vinum okkar, en lykillinn að tvöföldum sigri Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga tvö síðustu ár var hin pólska innrás. Þeir félagar Marcin Dziuba og Grzegorz Gajewski komu hingað á síðasta ári og Gajewski kom svo aftur í vor ásamt Luis Galego, þegar Víkingaklúbburinn varði titilinn. Það hefur verið fróðlegt að kynnast atvinnumönnum eins og Grzegors og Marcin og hversu agaðir atvinnumenn þeir eru. Það ætti því ekki að koma á óvart að Gajewski er þessa dagana að aðstoða Anand í heimsmeistaraeinvíginu við Magnús Carlsen, sjá frétt hér:
Marcin Dziuba kom svo til Íslands núna í haust til að tefla með Víkingum, en þetta er fjórða ferðinn hans hingað til lands. Marcin er ótrúlegur snillingur og gaman að kynnast honum betur og hinum frábæra pólska skákskóla. Að sjálfsögðu fórum við með snillinginn "gullna hringinn" í haust.
Marcin Dziuba kom svo til Íslands núna í haust til að tefla með Víkingum, en þetta er fjórða ferðinn hans hingað til lands. Marcin er ótrúlegur snillingur og gaman að kynnast honum betur og hinum frábæra pólska skákskóla. Að sjálfsögðu fórum við með snillinginn "gullna hringinn" í haust.
Unglingaæfingar Víkingaklúbbsins
Unglingaæfingar Víkingaklúbbsins hafa gengið vel í vetur. Smátt og smátt er starfsemin að aukast og félagsmönnum að fjölga. Æfingar hafa verið í Víkinni í vetur á miðvikudögum, en einnig er nýtt verkefni í Grafarholti á þriðjudögum, þar sem nokkrir nemendur klúbbsins stunda nám í Ingunnarskóla. Svo er það þriðji hópurinn undir stjórn Stefáns Þórs Sigurjónssonar kennara í Hafnarfirði, en þéttur hópur stráka sem fæddir eru 2003 eru nú gengnir í félagið. Mörg skemmtileg verkefni eru framundan, meðal annars Íslandsmót barnaskólasveita og Jólamót Víkingaklúbbsins 10. desember í Víkinni.
Subscribe to:
Posts (Atom)