Thursday, May 28, 2015

Forgjafarklúbburinn sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga 2015

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk miðvikudaginn 27. mai í Víkingsheimilinu, þegar sjötta Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram.  Fjögur lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðastu tveggja ára Skákfélag Vinjar freistuðu þess að verja titilinn.  Í ár var mótið mun jafnara en í fyrra. Baráttan um gullið snérist upp í einvíg þriggja liða, Forgjafarklúbbsins, Víkingaklúbbsins og Vinjar. Forgjafarklúbburinn sem sigraði 2012 reyndist vera sterkast, en Stefán Þór á 2. borði og Sturla Þórðarsson á þriðja borði röðuðu inn vinningum fyrir liðið.  Ólafur Þórsson  átti slæman dag á 1. borði, en það virtist ekki koma að sök.  Víkingaklúbburinn hafnaði í 2. sæti eftir mikla baraáttu, en Vinjarmenn komu í humátt á eftir.  Sveit frá Ósk sendi lið í keppnina sem átti góða spretti, m.a sigur á sjálfum Íslandsmeisturum Vinjar í síðustu umferð.  Vestfjarðarvíkingarnir undir forustu Gylfa Ólafssonar fyrrum Alheimsmeistarara urðu því miður að boða förföll á síðustu stundu.  Alls tóku fjórtán keppendur þátt í mótinu, en keppt var í þriggja manna liðum.  Tefldar voru sex umferðir (tvöföld umferð) þar sem umhugsunartíminn var 10. mínútur á Víkingaskákina.

Lokastaðan:

1. Forgjafarklúbburinn 11 vinningur af 18 mögulegum
2. Víkingaklúbburinn 10 v.
3. Vin 8.5 v.
4. Ó.S.K 6.5 v.

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Gunnar Fr. Rúnarsson (Ó.S.K) 5. v af 5
2. borð:  Stefán Þór Sigurjónsson (Forgjafaklúbbnum) 6 af 6 
3. borð:  Sturla Þórðarson (Forgjafaklúbbnum) 5 af 6

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn:  Þröstur Þórsson, Sigurður Ingason, Halldór Ólafsson, Hörður Garðarsson
Ó.S.K:  Gunnar Fr. Rúnarsson, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Þorbjörg Sigfúsdóttir og Jón Árni Halldórsson
Forgjafarklúbburinn:  Ólafur B. Þórsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Sturla Þórðarson
Vin: Ingi Tandri Traustason, Tómas Björnsson, Halldór Pálssoon


1.umf
    Vin -Víkingaklúbburinn 1,5-1,5
    Ó.S.K-Forgjarfarklúbburinn 1-2

    2.umf

    Vin-Forgjafarklúbburinn 1-2
    Víkingaklúbburinn - Ó.S.K 3-0

    3.umf

    Forgjafaklúbburinn- Víkingaklúbburinn 2-1
    Ó.S.K - Vin 1-2


    4.umf
      Vin -Víkingaklúbburinn 1-2
      Ó.S.K-Forgjarfarklúbburinn 1-2

      5.umf

      Vin-Forgjafarklúbburinn 1-2
      Víkingaklúbburinn - Ó.S.K 1.5-1.5

      6.umf

      Forgjafaklúbburinn- Víkingaklúbburinn 1-2
      Ó.S.K - Vin 2-1












      Monday, May 25, 2015

      Íslandsmót Víkingaskákfélaga 2015!

      Sjötta Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 27. mai og hefst taflmennskan kl. 19.30.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks. Liðin verða skipuð þriggja manna sveitum auk varamanna og eru tímamörk 15. mínútur á skákina.  Einn lánsmaður er leyfilegur í hverju liði.  Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks.  Boðið er upp á veitingar á staðnum.  Áhugasamir sendi skráningu á vikingakklubburinn(hjá)gmail.com.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks, m.a Ó.S.K skákfélag og Ísfirðingar senda nú lið í fyrsta skipti til keppni, Vestfjarðarvíkingarnir, en liðstjóri þeirra er Gylfi Ólafsson fyrrum alheimsmeistari í Víkingaskák.

       Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:

      1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri:?)
      2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
      3. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
      4. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
      5. Ó.S.K skákfélag (liðstjóri:  ?)
      6.  Vestfjarðarvíkingarnir (liðstjóri:  Gylfi Òlafsson)

      Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

      Sigurvegarar frá upphafi:

      2010:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
      2011:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
      2012;  Forgjafarklúbburinn, úrslit hér:
      2013:  Skákfélag Vinjar, úrslit hér:
      2014:  Skákfélag Vinjar, úrslit hér:

      Skákfélag Vinjar stefnir að því að vinna titilinn þriðja árið í röð!!

      Saturday, May 16, 2015

      Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015

      Meistaramót Víkingaklúbbsins 2015 fór fram á Ölstofunni Vegamótastíg 4 eins og í fyrra.  Ölstofan er nú orðin eins og annað félagsheimili fyrir fullorðinsmót klúbbsins, þótt aðalstötvarnar séu enn í Víkinni.  Mótið var vel sótt, en 9. keppendur tóku þátt, en Aðalsteinn Thorarensen þurfti að hætta í mótinu snemma og þá tók Ásrún Bjarnadóttir við og því voru umferðinar bara sjö.  Mótið var mjög spennandi, því þrír keppendur Ólfur Brynjar Þórsson, Gunnar Fr. og Ingi Tandri tóku snemma forustuna, en aðrir keppendur blönduðu sér ekki í baráttuna.  Ingi Tandri (Vélin) var í miklu stuði og endaði sem sigurvegari.  Síðustu mánuðir hjá "Vélinni" hafa verið stanslaus sigurganga, en hann hefur unnið mót í Víkingaskák, Kotru og fleirri borðspilum, auk þess sem hann eignaðist dóttur á árinu með Selmu sinni.  Stöngin inn hjá "Vélinni" á öllum vígstöðvum.

      Úrslit:  

      1.  Ingi Tandri Traustason 6.5 v 
      2. Ólafur B. Þórsson 6
      3. Gunnar Fr. Rúnarsson 5
      4. Tómas Björnsson 3.5
      5. Sturla Þórðarson 2.5
      6. Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
      7. Halldór Ólafsson 2
      8. Aðalsteinn/ Ásrún Bjarnadóttir 0.5










      Thursday, May 14, 2015

      Bangkok Open 2015

      Það voru FIMM úr Víkingaklúbbnum sem tóku þátt í Bangkok Open á Pattaya sem nú er nýlokið. Gunnar Fr. Rúnarsson, Siguður Ingason, Óskar Haraldsson, Jón Árni Halldórsson Víkingaskákmaður og aukafélagi og Bartosz Socko Íslandsmeistarinn 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingar tóku þátt í þessu fjölmenna og skemmtilega móti, sem fer fram annað hvert ár á Pattaya stöndinni og hitt árið í Bangkok. Bartosz Socko var í toppbaráttunni allan tíman en við hinir telfdum sennilega allir á pari. Óskar Haraldsson tók þátt í áskorendaflokki mótsins, en hinir telfdu í Opna flokknum. Undirritaður byrjaði mótið mjög vel, en eftir fjórar umferðir hafði hann mætt tveim GM og einum IM og var með 2.5 vinninga. Var í raun með tæknilega unnin á GM Rantanen, en skákin fór jafntefli. Í næstu skák
      (umf. 5) missti ég sennilega unna stöðu niður í jafntefli á móti sterkasta skákmanni Thailands. Seinni hluti mótsins gekk ekki eins vel, en thað gengur bara betur næst. Mæli með thessu móti næsta ár fyrir alla skákmenn sem vilja tefla á flottu móti við framandi aðstæður.


      Bangkok Open úrslit hér:





      Fjöltefli í Víkinni

      Í vetur fóru meðal annars fram tvö fjöltefli á unglingaæfingu.  Siguður Ingason FIDE-Instructor skákþjálfari telfdi fjöldtefli við krakka í Víkinni og aðeins einn skákmaður náði að leggja hann að velli, en það var Jón Hreiðar Rúnarsson.  Á annari æfingu telfi svo Jón Hreiðar klukkufjöltefli við nokkra unglinga og eldri í Víkinni, en einungis tveir náðu að vinna piltinn, en Sigurður Ingason og Helgi Sigurðsson Víkingur og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu náðu að vinna piltinn.  Jón Hreiðar náð svo að sigra knattspyrnugoðið í seinni skák þeirra.  Jón er yngsti skákmaðurinn sem telft hefur fjöltefli í Víkinni.







      Litla páskaeggjamótið

      Litla páskaeggjamótið var fyrsta æfingin eftir páskafrí.  Nokkur páskaegg urðu afgangs á stóra páskamótinu og keppt var um þau páskaegg sem eftir stóðu..  Tíu krakkar tóku þátt þar sem sá sem fengi páskaeggið var ekki endilega sá sem fengi flesta vinninga, því dregið var um verðlaun í lok móts, þar sem stærsta páskaeggið var númer fjögur og það minnsta númer eitt.  Jón Hreiðar Rúnarsson var í miklu stuði og vann allar skákir sínar, auk þess sem heppnin var með honum þar sem hann fékk stærsta eggið í happadrættinu.