Saturday, December 31, 2011

Skákmaður og Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum-Þrótti

Stjórn Víkingaklúbbsins-Þróttar (Víkingaskákdeildar Þróttar) hefur kjörið Davíð Kjartansson skákmann ársins hjá Víkingaskákdeildinni og Gunnar Fr. Rúnarsson sem Víkingaskákmann ársins. Aðrir sem fengu atkvæði í kjörinu voru m.a Magnús Örn Úlfarsson í skákinni og Sveinn Ingi Sveinsson í Víkingaskákinni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi kosning fer fram og hún verður vonandi árviss viðburður eins og hjá öðrum íþróttafélögum sem vilja láta taka sig alvarlega. Einungis stjórnarmenn klúbbsis höfðu atkvæðisrétt í kosningunum, en þeir máttu að sjálfsögðu ekki kjósa sjálfa sig í kjörinu.


Skákmaður ársins: Davíð Kjartansson


Davíð náði feikigóðum árangri á árinu. Komst m.a í landsliðsflokk, eftir að hafa verið í 2. sæti í Áskorendaflokki á Skákþings Islands. Varð í 2. Sæti í Haustmóti TR 2011. Hraðskákmeistari Víkingaklúbbs/Þróttar 2011. Íslandsmeistari í Netskák 2010 og 2011. Var með 3,5/4 í Íslandsmóti skákfélaga 2011-2012. Varð 13 sæti á Islandsmótinu í hraðskák í desember. Davíð varð efstur á Skákþingi Norðlendinga 2011 og vann svo jólamót VINJAR og KR í desember, auk Íslandsmótsins í netskák, eins og áður hefur verið sagt.


Víkingaskákmaður ársins: Gunnar Fr. Rúnarsson


Gunnar Fr. Rúnarsson var í feiknaformi í Víkingaskákinni á þessu ári, eftir að hafa verið í lægð árið á undan. Gunnar byrjaði janúarmánuð á að verða efstur í B-heimsmeistaramótinu ásamt Inga Tandra Traustasyni. Í april var hann svo á 1. borði og fyrirliði Forgjafarklúbbsins í Íslandsmóti Víkingaskákfélaga sem lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu. Í september sigraði hann svo á afmælismóti formanns örugglega, þar sem teflt var hið svokallaða hróksafbrigði. Í nóvember sigraði Gunnar á sjálfu Íslandsmótinu í Víkingaskák, sem haldið var í Þróttaraheimilinu og endaði þar með 7.5 vinninga af níu mögulegum. Á jólamótinu í Víkingaskák, sem jafnframt er Íslandsmótið í Vikingahraðskák sigraði Gunnar einnig með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Gunnar vann svo 50% af þeim almennu æfingum sem klúbburinn hélt á síðasta ári. Í almennu skákinni var hann hins vegar ekki mikið að tefla, en hann var liðstjóri allra liðanna á Íslandsmóti skákfélaga, en tefldi sjálfur í B-liðinu í 3. deild og stóð sig ágætlega. Einnig stóð hann sig vel á nokkrum skákmótum, m.a varð hann Íslandsmeistari skákmanna 2000 ísl. elo og lægri á Friðriksmótinu í hraðskák í desember!





Tuesday, December 27, 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. jólavíkingar 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. Rúnarsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins-Þróttar sem haldið var þriðjudaginn 27 des. Ólafur sigraði á skákmótinu og tapaði aðeins einni skák, fyrir Davíð Kjartanssyni sem varð í 2. sæti með 5.5 vinninga, en Davíð hafði leitt mótið fram að síðustu umferð, en tapaði óvænt fyrir Óliver Jóhannssyni, sem náði þriðja sæti á skákmótinu með 5.5 vinninga. Gunnar Fr. Rúnarsson varð fjórði með 5. vinninga, en hann tapaði tveim fyrstu skákunum og náði svo að vinna fimm í röð. Vigfús Óðinn Vigfússon endaði svo einn í fimmta sæti með 4.5 vinninga. Keppendur í skákinni voru 22, þar sem tímamörk voru 5. mínútur og umferðirnar sjö.

Í Víkingaskákinni varð Gunnar Fr. Rúnarsson langsterkastur, en hann endaði með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Sveinn Ingi Sveinsson með 6. vinninga, en í þriðja til fjórða sæti urðu Dagur Ragnarsson og Hallgerður Þorsteinsdóttir með 4.5 vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tólf, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar sjö. Gaman var að sjá nýju keppendur blómstra á sínu fyrsta Víkingaskákmóti, eins og Hallgerði, Jóhönnu Jóhannsdóttir. Einnig stóðu ungu strákarnir Dagur, Óliver og Kristófer sig frábærlega, en þeir eru nýliðar í víkingaskák eins og stúlkurnar.

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í annað skipti, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. fékk titilinn Tvískákmeistari með 11.5 vinninga. Ólafur B. Þórsson kom næstur með 10.5 vinninga og Sveinnn Ingi varð þriðji með með 9. vinninga. Hallgerður varð efst kvenna með 8.5 vinninga og Dagur Ragnarsson efstur unglinga í tvískákinni með 8.5 vinninga.

Mótið var glæsilegt í alla staði og veitingar voru veittar án endurgjalds. Mótið í fyrra var heppnaðist einnig mjög vel, en hér má sjá úrslit og myndir frá 2009 og 2010.

Mótið 2009
Mótið 2010

Úrslitin á hraðskákmótinu

* 1. Ólafur B. Þórsson 6.0
* 2. Davíð Kjartansson 5.5
* 3. Óliver Jóhansson 5.5
* 4. Gunnar Fr. Rúnasson 5.0
*5. Vigfús Ó. Vigfússon 4.5
*6. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.0
*7. Dagur Ragnarsson 4.0
*8. Jóhanna B. Jóhannsdóttir 4.0
*9. Svein Ingi Sveinsson 4.0
*10. Gunnar Björnsson 3.5
* 11. Hilmir Freyr 3.5
*12. Kristófer Jóhannsson 3.5
*13. Magnús Magnússon 3.5
*14. Stefán Þór Sigurjónsson 3.5
*15. Guðmundur Gunnlaugsson 3.0
*16. Jón Úlfljótsson 3.0
*17. Jón Trausti 3.0
*18. Vignir Vatnar 2.5
*19. Jón Birgir Einarsson 2.0
*20. Óskar Long Einarsson 2.0
*21. Arnar Valgeirsson 1.0
*22. Árni Thoroddsen 0.5


Aukaverðlaun í hraðskákinni

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Óliver Jóhannsson

Úrslitin á Víkingahraðskákmótinu
(Íslandsmótið í Víkingahraðskák)

* 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5
* 2. Sveinn Ingi Sveinsson 6.0
* 3. Dagur Ragnarsson 4.5
*4. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.5
*5. Ólafur B. Þórsson 4.5
*6. Vigfús Ó. Vigfjússon 4.0
*7. Jóhanna Jóhannsdóttir 3.5
*8. Arnar Valgeirsson 3.5
*9. Óliver Jóhannsson 2.0
*10. Kristófer J'ohannsson 1.5
*11. Árni Thoroddsen 1.5
*12. Orri Víkingsson 0.0

Úrslitin í Tvískákinni

*1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11.5
* 2. Ólafur B. Þórsson 10.5
* 3. Sveinn Inig Sveinsson 9.0
*4-5. Hallgerður Þorsteinsdóttir 7.5
*4-5. Dagur Ragnarsson 7.5


Aukaverðlaun í Vîkingaskákinni

Öldungur 35 ára og eldri
1. Ólafur B. Þórsson

Öldungaverðlaun II 45 ára og eldri
1. Sveinn Ingi Sveinsson

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Dagur Ragnarsson





Saturday, December 24, 2011

Jólamót Víkingaklúbbsins-Þróttar

Jólamót Víkingaklúbsins verður haldið þriðjudaginn 27. des og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7 umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7 umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.

Thursday, December 15, 2011

Davíð Kjartansson hraðskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar 2011!

Hörkuspennandi hraðskákmeistaramóti Þróttar-Víkingaklúbbsins 2011 lauk með látum í Þróttaraheimilinu í kvöld. Mættir voru fjórtán vaskir keppendur, m.a nokkrir unglingar sem Svavar Viktorsson er að þjálfa auk nokkra sterka skákmanna úr Haukum og Íslandsmeistara kvenna í skák. Fidemeistararnir Davíð Kjartansson og Tómas Björnsson voru í sérflokki framan af móti, en Gunnar Fr. Víkingaskákmeistari kom óvænt sterkur inn í seinni hluta mótsins, vann m.a Tómas og Davíð í miklum baráttuskákum. Gunnar vann sex síðustu skákir sínar og náði öðru sætinu af Tómasi, en Davíð sigraði með átta vinninga af níu mögulegum og náði að verja hraðskákmeistaratitil sinn frá árinu 2010.

ÚRSLIT:

* 1 Davíð Kjartansson 8.0 v.
* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 3 Tómas Björnsson 7.0
* 4-5 Stefán Þór Sigurjónsson 5.5
* 4-5 Elsa María 5.5
* 6 Jón Úlfljótsson 5.0
* 7. Sigurður Ingason 4.5
* 8 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 9-10 Björn Stefánsson 3.5
* 9-10 Tómas Marteinsson 3.5
* 11-12 Gunnar Gunnarsson 3.0
* 11-12 Jóhannes K. Sólmundarson 3.0
* 13 Rafnar Friðrik 2.5
* 14 Arnar Ingi 0.5

Hraðskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar 2011: Davíð Kjartansson
Hraðskákmeistari kvenna: Elsa María
Hraðskákmeistari unglinga: Jóhannes Kári Sólmundarson




Tuesday, December 13, 2011

Hraðskákmeistaramót Þróttar

Hraðskákmeistaramót Víkingaklúbbsins-Þróttar verður haldið fimmtudaginn 15. desember og hefst taflið kl. 19:30. Tefldar verða 9 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma. Teflt er í húsnæði knattspyrnufélagsins Þróttar Laugardal (Engjavegi 7). Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglinga og kvennaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum.

Wednesday, November 30, 2011

Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í Víkingaskák 2011

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk á miðvikudagskvöld húsnæði Víkingaskákdeildar Þróttar í Laugardal. Eftir brjálæðislega baráttu þar sem tefldar voru 9. umferðir allir við alla hafði Gunnar Fr. sigurinn með 7.5 vinninga af 9. Í öðru sæti lenti Ingi Tandri Traustason með 7. vinninga, en hann sigraði Svein Inga í síðustu umferð mótsins, en Sveinn var efstur ásamt Gunnari fyrir síðustu umferð. Sveinn var svo þriðji með 6.5 vinninga. Svaka barátta einkenndi mótið og komu nokkur vafaatriði upp í hita leiksins, sem endalaust væri hægt að deila um. Því miður vantaði unglinga og konur í mótið að þessu sinni, en mótið er samt það alsterkast frá upphafi, þótt það vantaði ungu mennina Guðmund Lee og Pál Andra, sem stóðu sig frábærlega á síðasta meistaramóti.

ÚRSLIT:

Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 7
2. Tómas Björnsson 5
3. Ingimundur Guðmundsson 3.5

Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Sveinn Ingi Sveinsson
2. Halldór Ólafsson 4.5
3. Þröstur Þorsson 4.0

Opinn flokkur:

* 1 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 2 Ingi Tandi Traustason 7.0
* 3 Sveinn Ingi Sveinsson 6.5
* 4 Tómas Björnsson 5.0
* 5 Halldór Ólafsson 4.5
* 6 Þröstur Þórsson 4.0
* 7. Sigurður Ingason 3.5
* 8-9 Ingimundur Guðmundsson 2.5
* 8-9 Arnar Valgeirsson 2.5
* 10. Stefán Þór Sigurjónsson 2

Tuesday, November 29, 2011

Meistaramótið í Víkingaskák 2011

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2011 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Þróttar Laugardal (Engjavegi 7) miðvikudaginn 30 nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eða hjá Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verða sérstök peningaveðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaun eru sem hér segir:


  • 1) 25.000 kr.

  • 2) 20.000 kr.

  • 3) 15.000 kr.

Fimmtudagsæfingin



Fimmtudagsæfingin 24. nóvember var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, vann allar sínar skákir. Næstir komu Gunnar og Sigurður Ingason. Fyrr um kvöldið var stúderað og fundað um fyrirhugað Íslandsmót, en síðan var tekin létt æfing með 7. nmínútna umhugunartíma.

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 3.0 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 v.
3. Sigurdur Ingason 1.5 v.
4. Halldór ólafsson 0 v.

Thursday, November 24, 2011

Æfing í kvöld!

Æfing verður í kvöld, fimmtudaginn 24. nóv. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.30. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gsm: 8629744. Menn eru beðnir að mæta, því rætt verður um Íslandsmótið, sem er handan við hornið. Dagsetning og verðlaun osf.

Wednesday, November 16, 2011

Víkingaskákæfing

Hefbundin skákæfing í Laugarlækjaskóla sem átti að vera miðvikudaginn 16 nóv. féll niður. Nú styttist hins vegar í aðalmótið, Íslandsmótið í Víkingaskák. Því verða tvær Víkingaskákæfingar fyrir það mót. Sú fyrsta verður fimmttudaginn 17. nóv heima hjá Gunnari Fr. Álftamýri 56. Sú síðari verður fimmtudaginn 24. nóvember í félagsheimili Víkingaklúbbsins. Áhugsamir hafi samband við Gunnar Fr. gsm: 8629744

Víkingaskákæfing:
fimmtudaginn 17 nóv kl 20.15 (Álftamýri 56)
fimmtudaginn 24. nóvember kl 20.15....á Kjartansgötu (sem nú er tilbúin eftir viðgerðir)
miðvikudagurinn 30. nóv verður svo Íslandsmótið (stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)

Wednesday, November 2, 2011

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2011

Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák verður miðvikudaginn 2. nóvember og hefst taflið kl. 20.30. Tefldar verða 6 umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h). Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gsm: 8629744. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember.

Thursday, October 20, 2011

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfing Víkingaklúbbsins-Þróttar var haldin 19. október í Laugarlækjaskóla. Mæting var bara sæmileg á þessari annari skákæfingu Þróttar, en margir skákmenn sem tengjast félaginu voru að tefla sama kvöld síðustu umferð á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Davíð Kjartansson náði eftir erfiða byrjun öðru sætinu á Haustmótinu rétt á eftir Guðmundi Kjartanssyni, en ekki munaði miklu að hann næði honum að vinningum í lokaumferðinni. Haraldur Baldursson tefldi einnig í a-flokki og stóð sig með sóma. Davíð mun fljótlega tefla í Landsliðsflokki á Skákþingi Íslands undir merkjum Víkingaklúbbsins-Þróttar.

Úrslit á Haustmótinu hér:

Upphaflega stóð til að tefla 10. mínútna skákir á miðvikudagsæfingunni, en menn voru í miklu hraðskákstuði og það var ákveðið að breyta mótinu í hraðmót þar sem allir tefldu við alla, tvisvar sinnum fimm mínútur. Gunnar Fr. Rúnarsson kom nú sterkur til baka eftir deildarkeppnina og náði að verða fyrir ofan strákana, m.a nýbakaðan atskákmeistara Þróttar, Stefán Sigurjónsson sem varð í 2. sæti. Jón Úlfljótsson varð þriðji.

Úrslit:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 7.0 vinn. (af 8).
2. Stefán Sigurjónsson 5.0 v.
3. Jón Úlfljótsson 4.o v.
4. Svavar Viktorsson 2.5 v.
5. Jóhannes K. Sólmundarson 1.5.v




Tuesday, October 18, 2011

SKÁKæfing í Laugarlækjaskóla

Skákæfing verður miðvikudaginn 19. október og hefst taflið kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma. Teflt er í Laugarlækjaskóla einum af nýjum húsakynnum Víkingaskákdeildar Þróttar. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember.

Saturday, October 15, 2011

Miðnæturmótið

Miðnæturmótið, Reykjarvíkurmótið í Víkingaskák var haldið miðvikudaginn12. október. Telft var í fyrsta skipti í litla salnum í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sá salur er mjög hlýlegur og hentar vel mótum að þessari stærðargráðu. Frábært að tefla innanum alla þessa bikara og félagsaðstaðan lofar vissulega góðu. Sex keppendur mættu á mótið og var það frábær þátttaka því Geðmót Vinjar var haldið á sama tíma í húsnæði TR í Faxafeni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, leyfði eitt jafntefli við Gunnar Fr. í fyrstu umferð. Gunnar Fr. kom svo næstur með 4. vinninga, gerði jafntefli við hinn bráðefnilega Víkingaskákmann Þröst Þórsson í næstsíðustu umferð og Tómas í fyrstu umferð.

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 4. 5 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0 v.
3-5. Þorgeir Einarsson2 v.
3-5. Halldór ólafsson 2 v.
4-5. Þröstur Þórsson 2.v
6. Ingimundur guðmundsson 0.5 v.



Wednesday, October 12, 2011

Pistill formanns

Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti lauk um síðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú þrjú öflug lið til keppni. Víkingaklúbburinn náði að styrkja sig frá síðasta tímabili, enda var búist við að keppni í 2. deildinni yrði geysihörð. Þess vegna fengum við tvo hörkuskáḱmenn til liðs við félagið, m.a einn stigahæsta skákmann Íslands Magnús Örn Úlfarsson og hinn þétta Lárus Knútsson. Nokkir aðrir þéttir meistarar voru að íhuga að ganga til liðs við okkur, en ekkert varð úr því að þessu sinni. Í staðin var ákveðið að styrkja liðið með erlendum skákmeisturum og kom sá liðsauki sér í góðar þarfir, enda hörku keppni í 2. deildinni. Nokkrir skákmenn gengu svo til liðs við félagið á síðustu metrunum, m.a Sturla Þórðarsson og Björn Grétar Stefánsson. Í upphafi ætlaði klúbburinn að senda tvö lið í 4. deild, en rétt fyrir upphaf keppninnar fengum við þær ánægjulegu fréttir að b-liðið hafði komist upp í 3. deild vegna forfalla þar, en liðið var aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sætið í 3. deildinni í vor.

2. deild

A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit b-liðs Taflfélags Reykjavíkur. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur 4.5-1.5, en Ólafur B. Þórsson tapaði óvænt sinni skák gegn Kjartan Maack. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við fengum Hauka-A. Haukar voru með feiknisterkt lið, en við náðum að vinna þá 6-0. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit KR-A, en sú viðureign endaði 5.5-05. Í síðustu umferðinni mættum við svo erkiféndum okkar í skákinni og stórvinum í Goðanum. Sú viðureign var geysihörð og skákirnar skiptu margoft um eigendur, en á endanum náði Víkingakúbburinn að sigra með minnsta mun, 3.5-2.5. Hægt er að lesa um þessa stórskemmtilegu viðureign á heimasíðu Goðans, en sjálfur var ég svo spenntur að ég gat ekki horft á leika þegar hæst stóð. Skilst að á tímbili hafi Goðinn staðið til vinnings á nokkrum borðum.
Frásögn hér:

Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk einum erfiðum andstæðing. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Luis Galego, Jan-Willem de Jong og Biöncu Muhren. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.

Pistill um 3. deildina og 4. deildina er í vinnslu, en í stuttu máli má segja að B-liðið sé í hörku baráttu um 2. sætið í 3. deild og það er raunhæft markmið að komast upp, en TG er nær öruggt um að vinna deildina. Í 4. deild á C-liðið raunhæfa möguleika á 3. sæti, sem gefur 3.deildarsæti að ári. Til þess að þessi árangur náist þurfa sveitirnar að vinna næstu þrjár viðureignir á match-point stigum.

Bo.4 Víkingaklúbburinn A-5 TR B4½:1½
4.1GMGalego Luis-
Einarsson Bergsteinn1 - 0
4.2IMDe Jong Jan-Willem-
Friðjónsson Júlíus1 - 0
4.3
Úlfarsson Magnús Örn-
Leósson Torfi1 - 0
4.4WGMMuhren Bianca-
Briem Stefán½ - ½
4.5
Kjartansson Davíð-
Sveinsson Ríkharður1 - 0
4.6
Þórsson Ólafur B-
Maack Kjartan0 - 1

Bo.6 Haukar A-4 Víkingaklúbburinn A0 : 6
2.1
Þorgeirsson Sverrir-GMGalego Luis0 - 1
2.2
Ólafsson Þorvarður F-IMDe Jong Jan-Willem0 - 1
2.3
Björnsson Sverrir Örn-
Úlfarsson Magnús Örn0 - 1
2.4
Valdimarsson Einar Bjarki-WGMMuhren Bianca0 - 1
2.5
Traustason Ingi Tandri-
Kjartansson Davíð0 - 1
2.6
Kristinsson Össur-
Þórsson Ólafur B0 - 1

Bo.4 Víkingaklúbburinn A-7 KR A5½: ½
3.1GMGalego Luis-FMHansen Soren Bech1 - 0
3.2IMDe Jong Jan-Willem-
Baldursson Hrannar1 - 0
3.3
Úlfarsson Magnús Örn-
Gunnarsson Gunnar Kr1 - 0
3.4WGMMuhren Bianca-
Georgsson Harvey1 - 0
3.5
Kjartansson Davíð-
Jónsson Ólafur Gísli1 - 0
3.6
Þórsson Ólafur B-
Kristjánsson Sigurður E½ - ½

Bo.1 Goðinn A-4 Víkingaklúbburinn A2½:3½
3.1
Sigfússon Sigurður Daði-GMGalego Luis½ - ½
3.2
Ásbjörnsson Ásgeir Páll-IMDe Jong Jan-Willem1 - 0
3.3
Eðvarðsson Kristján-
Úlfarsson Magnús Örn0 - 1
3.4
Jensson Einar Hjalti-WGMMuhren Bianca0 - 1
3.5
Árnason Þröstur-
Kjartansson Davíð½ - ½
3.6
Hreinsson Hlíðar Þór-
Þórsson Ólafur B½ - ½

Framistaða einstakra liðsmanna:

(GM) Luis Galego-2470 elo tefldi allar skákirnar og stóð sig með prýði. Þrátt fyrir að vera lífskúnsner og skemmtanaglaður, þá var vitað að hann myndi skila sér í allar skákir og standa fyrir sínu. Lenti bara í erfiðleikum í síðustu skákinni gegn Sigurði Daða í Goðanum, en hann náði jafntefli með svörtu. (3.5 af 4)

(IM) Jan Willem de Jong-2420 elo tefldi allar skákirnar af miklu öryggi, en tapaði aðeins í síðustu umferð gegn gamla undrabarninu Ásgeiri Ásbjörnsyni í Goðanum. Jan er frábær liðsmaður, sem klárar svo allar skákir sínar í vor. Jan er með einn GM áfanga og er ekkert óvsvipaður á styrkleika og Stefán okkar Kristjańsson. (3/4)

Magnús Örn Úlfarsson-2370 elo stóða sig vel og sigraði allar skákir sínar. Frábær liðsmaður sem leggur sig 100% fram í baráttuna. (4/4)

(WGM) Bianca Muhren-2307 elo stórmeistari kvenna stóð sig með prýði og vakti mikla athygli á skákstað. Hún leyfði aðeins eitt jafntefli. M.a vann hún Harvey Georgsson sem hafði aldrei á sinni æfi tapað fyrir stúlku. (3.5/4)

Davíð Kjartansson-2290 elo tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði bara eitt jafntefli. (3.5/4)

Ólafur B. Þórsson-2200 elo tefldi ekki nógu vel að þessu sinni, en hann var með 50% vinningshlutfall. Síðasta tímabil var hann hins vegar með nær fullt hús. (2/4)

Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:

Gunnar Fr. Rúnarsson, liðsstjóri A-liðs Víkingaklúbbsins-Þróttar.



Wednesday, October 5, 2011

Næsta mót

Vegna Deildarkeppni S.Í verður Miðnæturmótið í Víkingaskák frestað um eina viku. Einnig eru nokkri Víkingaskákmenn að tefla í Haustmóti TR í vikunni. Mótið verður haldið fimmtudaginn 13. október í Þróttaraheimilinu í Laugardal (litli salur) og hefst mótið kl 20.00.

Mótaáætlun

13. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið 10 mín (Litli salur)
19. október. Skák: Meistaramót Þróttar í 10 mín skák. 7 umf. 10. min.
2. nóvember. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín. (Kjartansgata)
16. nóvember. Skák. æfing (Laugarlækjaskóli).
30. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)

Monday, September 26, 2011

Wednesday, September 21, 2011

Stefán Þór atskákmeistari

Stefán Þór Sigurjónsson varð á miðvikudagskvöld fyrsti atskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar. Mótið fór fram í Laugarlækjaskóla og 14. keppendur tóku þátt í bráðfjörugu móti, en umhugsunartíminn var 15. mínútur á skák og tefldar voru 6. umferðir. Sigurstanglegastur fyrirfram var fidemeistarinn Ólafur B. Þórsson, en ferðaþreyta var að há honum á mótinu, enda nýlentur á klakanum eftir Kanadaævintýri.

Stefán Þór endaði með 5.5 vinninga og leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Gunnari Finnssyni. Í öðru sæti varð Sigurður Ingason með 4.0 vinninga. Þriðji varð Gunnar Fr. formaður með jafn marga vinninga, en lægri á stigum. Unglingameistari Þróttar að þessu sinni urðu tveir, Rafn Friðriksson og Arnar Ingi Njarðarsson og munu þeir tefla einvígi um sjálfan verðlaunapeningin, en báðir stunda þeir nám við Laugarlækjaskóla hjá Svavari Viktorssyni skákþjálfara. Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins var heiðursgestur á mótinu og lék hann fyrsta leikinn í skák Gunnars Fr og Ólafs B. Þórssonar.

Úrslit:

1. Stefán Þór Sigurjónsson 5.5 v af 6.
2. Sigurður Ingason 4.0
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0
4. Ólafur B. Þórsson 3.5
5. Svavar Viktorsson 3.5
6. Gunnar Finnsson 3.5
7. Magnús Magnússon 3.5
8. Hörður Garðarsson 3.0
9. Ingimundur Guðumundsson 3.0
10. Jón Úlfljótsson 2.5
11. Rafnar Friðriksson 2.0
12. Arnar Ingi Njarðarsson 2.0
13. Garðars Sigurðsson 1.0
14. Jôhannes Kári Sólmundarsson 1.0















Monday, September 19, 2011

Atskákmót Skákdeildar Þróttar og Víkingaklúbbsins

Víkingaklúbburinn-Þróttur heldur fyrsta skákmót félagsins miðvikudaginn 21. september og hefst taflið kl. 19:30. Tefldar verða 6 umferðir með fimmtán mínútna umhugsunartíma. Teflt er í Laugarlækjaskóla einum af nýjum húsakynnum Víkingaskákdeildar Þróttar. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember. Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglingaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum.

Mótaáætlun Víkingaskákdeildar Þróttar hér:

Wednesday, September 14, 2011

Víkingaklúbburinn-Þróttur

Vikingaklúbburinn mun nú í fyrsta sinn senda lið í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga, en liðið sigraði 3. deildina í ár og 4. deildina í fyrra. Víkingaklúbburinn mun nú keppa í fyrsta skipti undir merkjum Knattspyrnufélagsins Þróttar og mun hin nýja skákdeild senda þrjú lið til leiks, en auk A-liðs félagsins mun liðið eiga B og C lið í 4. deildinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem Þróttarar eiga skáklið í keppni sterkustu félaga landsins, en Þróttarar hafa aldrei verið þekktir fyrir að vinna sigra í skákinni undir merkjum félagsins, en það breyttist nú í ár, því nýlega unnust tvö merkileg afrek.

Fyrst má nefna hin glæsilega árangur í keppni stuðningsmanna liðanna þar sem Þróttarar urðu óvænt í 2. sæti á Reykjarvíkurmóti íþróttafélaga á Hlíðarenda, en lið Vals og Fram var skipuð tómum titilhöfum. Það voru hinir vösku Ingvar Þór Jóhannesson fyrirliðið liðsins, Svavar Viktorsson og Þorgeir Einarsson sem áttu stærstan þátt í að koma Þróttaraliðinu saman.
Úrslit hér:

Skákdeild Þróttar og Víkingaklúbbsin náði svo frábærum árangri í hraðkeppni taflfélaga sem er að ljúka. Víkingaskákdeildin vann þrjár viðureignir gegn sterkum liðum. Fyrst var 1. deildarlið Fjölnis lagt að velli. Síðan var röðin komin að Haukum og í 8. liða úrslitum var Skákfélag Íslands lagt að velli. Í 4. liða úrslitum vann svo Hellir Skákdeildina í hörkubardaga, en teflt var í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Niðurstaðan var 3-4 sæti, sem er frábær árangur í keppni sterkustu skákfélaga landsins í hraðskák.

Kynning á hraðkeppni taflfélaga, frétt hér:
Víkingar lögðu Fjölni í undankeppni, frétt hér:
Víkingar lögðu Hauka í 16. liða úrslitum, frétt hér:
Víkingar lögðu Skákfélag Íslands í 8. liða úrslitum, frétt hér:
Undanúrslit hér:



Sunday, September 11, 2011

Afmælismót formanns

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið að heimili formanns í Álftamýri laugardaginn 10. september. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti eins og undanfarin ár. Úrslit mótsins urðu þau að afmælisbarnið "kom" sá og sigraði og leyfði einungs eitt tap, gegn Tómasi Björnsyni og endaði með 6. vinninga. Stefán Þór Sigurjónsson kom annar með 5. vinninga. Tómas Björnsson og Ólafur B. Þórsson komu svo næstir í 3-4 sæti með 4.5 vinninga. Lokaumferðin var æsispennandi, því þá mættust Sveinn Ingi og Gunnar Fr. í æsispennandi skák. Ef Sveinn hefði unnið þá hefðu Stefán Þór og Sveinn náð Gunnari að vinningum. Tefltar voru 10. mín. skákir allir við alla.

Úrslit:

1 Gunnar Fr. Rûnarsson 6.0 vinningar.
2 Stefán Þór Sigurjónsson 5 vin.
3-4 Ólafur B. Þórsson 4.5 vin.
3-4 Tómas Björnsson 4.5 vin.
5 Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 vin
6-7 Halldór Ólafsson 2.0 vin.
6-7 Sigurður Ingason 2.0 vin
8 Orri Víkingsson 0.0 vin

Môtið var með óvenjulegu sniði í ár, því i fyrsta skipti var teflt svokallað "Hróksafbrigði" eða Sturlungaskák, eins og þetta var líka kallað. Í þessu afbriðgði er leyfilegt að færa hrókinn á þær línur sem hann kemst ekki á að öllu jöfnu í víkingaskák, þs b, d, f og h línu. Það fer þannig fram að hrókurinn getur fært sig einn leik til hliðar, þegar hann ferðast á milli lengdarlína. Þetta afbrigði er stórskemmtilegt og gerir sóknartilburði í byrjun og endatöfl miklu frjálslegri. Almennt var gerður góður rómur að þessari nýbreyttni, en framtíðin verður að leiða í ljós hvort þetta afbrigði verði verði vinsællt.