Jólamót Víkingaklúbbsins var haldið í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikudaginn 30. desember. Teflt var bæði skák og Víkingaskák eins og á jólamótinu árið 2008. Fyrst var teflt 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það var telfdar 2x7 umferðir í Víkingaskák með 5 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í fyrsta skiptið sem tefld er Víkingaskák á móti með svo stuttum umhugsunartíma og líkaði mönnum það misvel. Úrslit skákmótsins urðu þau að Ólafur B. Þórsson sigraði með glæsibrag með fullt hús vinninga. Í Víkingaskákinni náði Gunnar Fr. loksins að vinna mót á árinu, en hann endaði með 11,5 vinninga af 14 mögulegum. Veitt voru sérstök aukaverðlaun, en Guðmundur Lee kom manna mest á óvart og fékk verðlaun sem besti nýliðinn í Víkingaskák, auk þess sem hann fékk sérstök unglingaverðlaun. Sigurður Ingason, Sverrir Sigurðsson, Jón Árni Halldórsson og Vigfús Vigfússon voru einnig að tefla á sínu fyrsta móti og stóðu þeir sig allir með ágætum.
Sjá nánar á: skak.is
Úrslit í hraðskákmóti:
- 1. Ólafur B. Þórsson 7 vinninga af 7
- 2-4. Tómas Björnsson 4,5
- 2-4. Stefán Sigurjónsson 4,5
- 2-4. Sigurður Ingason 4,5
- 5. Ingi Tandri Traustason 4
- 6. Jón Árni Haldórsson 4
- 7. Sverrir Sigurðsson 4
- 8. Vigfús Vigfússon 4
- 9. Gunnar Fr. Rúnarsson 3,5
- 10. Guðmundur Lee 3
- 11. Hörður Garðarsson/Birkir Karl 3
- 12. Halldór Ólafsson 3
- 13. Haukur Halldórsson 1
- 14. Arnar Valgeirsson 0
Úrslit í Víkingahraðskák:
- 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11,5 vinninga af 14
- 2. Sveinn Ingi Sveinsson 10,5
- 3. Tómas Björnsson 10
- 4. Ingi Tandri Traustason 9,5
- 5. Stefán Þór Sigurjónsson 8,5
- 6. Guðmundur Lee
- 7. Sigurður Ingason 7,5
- 8. Halldór Ólafsson 7
- 9. Arnar Valgeirsson 6,5
- 10. Ólafur B. Þórsson 6
- 11. Jón Árni Halldórsson 5,5
- 12. Sverrir Sigurðsson 5,5
- 13. Haukur Halldórsson 4,5
- 14. Ólafur Guðmundsson 4
- 15. Vigfús Ó. Vigfússon 3,5
- 16. Skotta 0.0